Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 151
1949-1951
Fundur var haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans 16.
nóvember kl. 3.50 e. h. Lesin var fundargerð síðasta fundar
og hún samþykkt.
Þá var framsöguræða og flutti hana Ásgeir Jóhannesson.
Nefndi hann hana „Kosningaréttur og stjórnmálafræðsla".
Hóf hann mál sitt með því að tala um pókerspil Hannes-
ar á Undirfelli og einræðishátt í stjórnmálum Rússlands.
Taldi hann sjálfsagt og nauðsynlegt að nemendur í skólum
kynntu sér stjórnmál, þ. e. a. s. stefnuskrár allra flokkanna
og taldi hann að kennarar ættu að láta það með öllu af-
skiptalaust.
Óskar Gunnarsson kvaddi sér hljóðs. Sagði hann að sér
finndist ræða Ásgeirs ómerkileg og hann hefði lítið rætt um
kosningaréttinn. Ræðumaður kvaðst sammála Ásgeiri í því
að í Rússlandi væri ekki öllum heimilt að láta skoðun sína í
Ijós. Dró hann þá ályktun af ræðu Ásgeirs, að hann mundi
Framsóknarflokksmaður vera og kvaðst ekki lá honum það.
Ingólfur Ólafsson talaði næstur. Sagði hann að stjóm-
málafræðsla væri nauðsynleg og menn yrðu að gera sér
grein fyrir hvað þeir væru að gera, þegar þeir væru að
kjósa. Og aðeins ef þeir vissu það væri þeim kosningarétt-
urinn nokkurs virði. Hann áleit rangt að banna nemendum
að ræða um pólitík í skólum. Sagði hann að erfitt væri fyrir
einn mann að kenna pólitík allra flokkanna svo vel færi.
Taldi að kennarinn mundi aldrei, hversu samviskusamur
sem hann væri, geta kennt alveg hlutdrægislaust. Helst yrði
að vera einn maður frá hverjum flokki.
Ásgeir Jóhannesson talaði næstur og sagðist vilja fá
víðtækari grundvöll til þess að ræða pólitík. Benti hann á
bók, sem væri mjög hlutdrægislaust skrifuð, nefnilega
mannkynssögu eftir Knút Arngrímson. Taldi hann það
óhugsandi að fá menn frá hverjum flokki til þess að kenna
pólitík í skólum, það mundi verða of róstursamt.
Óskar talaði næstur og taldi, að ekki væri rétt að leggja
skatta á það fólk, sem ekki hefði kosningarétt.
147