Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.12.2015, Qupperneq 10
Sýrland Sýrlenskar uppreisnar- sveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Bar- azzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjöl- skyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýr- landsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnar- menn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir lang- þreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnar- herinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi- Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsan- legum friðarviðræðum við stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is Stjórnarherinn í Sýrlandi náði borginni Homs aftur á sitt vald Uppreisnarmenn yfirgefa síðasta hverfi sitt í borginni eftir nærri þriggja ára umsátur stjórnarhersins með linnulitlum loftárásum. Samið var um vopnahlé meðan uppreisnarmenn og fjölskyldur þeirra héldu burt. Uppreisnarmenn komnir um borð í rútu sem flutti þá burt frá borginni Homs í gær. NordicpHotos/AFp Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vél- byssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot bandaríkin Angela Merkel Þýska- landskanslari er „maður ársins“ hjá tímaritinu Time. Það þýðir að tíma- ritið telur hana hafa verið áhrifa- mesta einstakling ársins á heims- vísu. Er þar meðal annars vísað til þeirrar forystu sem hún hefur tekið innan Evrópusambandsins, svo sem þegar tekist hefur verið á um flótta- mannastrauminn undanfarið eða hinn lamandi skuldavanda Grikk- lands. „Nú þegar stór hluti heimsins á enn á ný í harðvítugum deilum um jafnvægið milli öryggis og frelsis, þá er kanslarinn að krefjast ansi mikils af þýsku þjóðinni, og með fordæmi hennar, okkur hinum einnig,“ segir í umfjöllun tímaritsins. Þetta er í fyrsta sinn í 29 ár sem kona verður fyrir valinu. Síðast var það Corazon Aquino, sem var for- seti Filippseyja. Meðal þeirra sem Time segir hafa komið til greina við valið í ár eru Abu Bakr al-Baghdadi, sem er leið- togi Daish-samtakanna í Sýrlandi og Írak, bandaríski forsetaframbjóð- andinn Donald Trump og Hassan Rouhani Íransforseti. Einnig segir tímaritið hafa komið til greina að velja mótmælendur hreyfingarinnar Black Lives Matter í Bandaríkjunum, sem hafa barist gegn ofbeldi bandarísku lögregl- unnar gagnvart þeldökkum íbúum landsins. – gb Merkel valin maður ársins umhverfiSmál Forseti Loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátt- töku allra ríkja. Í ræðu á stuttum fundi við það til- efni, þar sem samningsdrögunum var dreift, sagði Fabius að búið væri að ná saman að mestu leyti um mikilvæg atriði, til dæmis hvernig standa skuli að aðlögun að loftslags- breytingum. Enn á þó eftir að komast að niður- stöðu um fjármögnun aðgerða, eftirfylgni með markmiðum ríkja til lengri tíma og ábyrgðarskiptingu milli ríkja og ríkjahópa. Drögin nú eru miklum mun skýrari en þau sem viðræðuhópur skilaði til þingsins um síðustu helgi og dregur betur fram kosti varðandi helstu ágreiningsefni. Fabius sagði að vel hefði miðað, en enn væri þó mikil vinna eftir á lokasprettinum. Ráðstefnunni lýkur á morgun, en Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, hefur sagt það næsta víst að þingað verði inn í helgina. Reynslan hafi sýnt frá fyrri ráðstefnum að sjaldnast er hjá því komist. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir í fréttatilkynn- ingu það vera ánægjulegt að kominn sé skriður á viðræðurnar. „Tilfinningin er sú að nú þokist hratt í samkomulag- sátt en björninn er þó ekki unninn. Þótt búið sé að landa mikilvægum atriðum er varða einstaka þætti samn- ingsins á eftir að tengja þá saman og búa til heildarramma utan um nýtt samkomulag. Næstu sólarhringar fara í að sníða þennan ramma og ég er von- góð um að það takist.“ – shá Töluvert hefur áunnist og drög að samningi verið kynnt Laurent Fabius, og aðrir ráðamenn franskir, hafa lagt allt undir til að ráðstefnan skili loftslagssamningi. FréttAbLAðið/AFp SvíÞJÓÐ Færri hreyfihamlaðir íbúar í Södertälje í Svíþjóð fá nú leyfi til að leggja í stæði fatlaðra eftir að yfir- völd fóru að skylda þá til að sæta sérstakri rannsókn og jafnvel fara í göngupróf. Misnotkun á stæðunum hefur aukist undanfarin ár og þess vegna var ákveðið að fara í herferð gegn svindlinu. Þeir sem sækja um nýtt leyfi til að leggja í stæðin eða endurnýjun á leyfi sæta nú rannsókn. Í þau skipti sem göngupróf hefur farið fram kom í ljós að notandi stæðisins gat gengið talsverðan spöl án erfiðleika. – ibs Hreyfihamlaðir í göngupróf efnahagSmál Hrávöruverð hefur lækkað mikið á árinu. Í vikunni féll hrávöruvísitala Bloomberg og hefur ekki mælst lægri síðan í júní árið 1999. Of mikið framboð og of lítil eftir- spurn hafa valdið verðhjöðnun á hrávörum. Á undanförnum dögum hefur verð á hrávörum, svo sem áli, stáli og kopar, lækkað enn frekar. Greint var frá því í byrjun viku að hrávöruverð tunnu af olíu væri komið undir 40 dollara, í fyrsta sinn síðan í febrúar árið 2009. Ástandið hefur ekki verið verra síðan í efnahagskreppunni 2008, og er talið að það fari versnandi. Lækkun hrávöruverðs hefur mikil áhrif á alþjóðaviðskipti en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 200 stig í vikunni eftir að tilkynnt var um olíuverðið, auk niðurskurðar hjá námurisanum Anglo American. – sg Lægsta verð á hrávöru í 16 ár olíuverð hefur hríðfallið í ár. Forsíða tímaritsins time með mynd af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem tímaritið telur hafa verið áhrifa- mesta einstakling ársins á heimsvísu. Þetta er í fyrsta sinn í 29 ár sem kona verður fyrir valinu. Síðast var það Corazon Aquino, sem var forseti Filippseyja. Skemmtipakkinn Þeir sem eru áskrifendur að Skemmtipakkanum eiga gott í vændum um hátíðarnar og öll fjölskyldan finnur sér þætti og kvikmyndir við hæfi. Njóttu Skemmtipakkans í desember. 365.is Sími 1817 *Gildir til 31. des. 2015 fyrir áskrifendur að völdum tilboðspökkum 365. FRÁBÆR DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 1 0 . d e S e m b e r 2 0 1 5 f i m m T u d a g u r10 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a Ð i Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.