Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 12

Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 12
orkumál Fyrirhugaður vindmyllu­ garður fyrirtækisins Biokraft í Austur­ bæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að mats­ áætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vind­ myllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW fram­ leiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafn­ vel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1­2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafoss­ virkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt manna­ byggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núver­ andi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í til­ lögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflu­ garða.“ gar@frettabladid.is Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum Biokraft ehf. vill reisa þrettán 149 metra vindmyllur norðan Þykkvabæjar þar sem tvær vindmyllur fyrirtækisins hafa framleitt rafmagn frá 2014. Uppsett afl verður 45 MW miðað við 1,2 MW í dag. Aflið er svipað og í Írafossvirkjun. Ekki vildu allir íbúar vera með „Á íbúafundi í Þykkvabæ 8. desember 2014 kom tillaga frá íbúum um að framkvæmdaraðili myndi endurskoða valda staðsetningu á landi Hábæjar 1 og 2 og Jaðars, vegna hugsanlegra sjónrænna áhrifa og að einungis land- eigandi svæðisins fengi greitt fyrir landnot, en ekki íbúar í grennd við fram- kvæmdina. Skoðuð var önnur möguleg staðsetning til að koma til móts við óskir íbúa, nánar tiltekið sunnan við þorpið við sjávarsíðuna á svæði sem kallast Gljáin. Farið var í frumrannsóknir og kom í ljós að svæðið gæti hentað vel fyrir framleiðslu en þar sem undirstöðurnar eru sandur yrði sú aðgerð að öllum líkindum kostnaðarsamari en fyrri kostur. Þessi staðsetn- ing var hins vegar talin vera hentugri því svæðið er í sameign allra staðar- búa og færu því leigugreiðslur til fleiri aðila. Þessu var hins vegar hafnað af hluta íbúa og því var vikið aftur að upprunalegu hugmyndinni.“ Úr tillögu að matsáætlun Djúpárvirkjunar Vindmyllurnar tvær ofan Þykkvabæjar sem teknar voru í gagnið í fyrrasumar ná mest 74 metra hæð. Nýju myllurnar ná tvöfalt hærra. Fréttablaðið/aNdri MariNó Stundum er gott að gera sér dagamun Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum sem leika við bragðlaukana. Tilvalin kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúengur eftirréttur. … hvert er þitt eftirlæti? Rauði krossinn í Reykjavík býður félaga og aðra velunnara velkomna á opið hús og félagsfund í nýjum húsakynnum félagsins. Staður: Efstaleiti 9 Stund: 10. desember, kl. 17:30 – 19:00 Drög að stefnu deildarinnar verða kynnt og boðið verður upp á kakó og jólalega stemningu. Stjórn og starfsfólk Reykjavíkurdeildar Opið hús og félagsfundur ✿ Fyrirhugaðar vindmyllur Biokraft Erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi. Úr tillögu að matsáætlun vegna Djúpárvirkjunar Hallgrímskirkja Þykkvibær 74 m Hæð 149 m Þvermál 113 m Mastrið á vindmyllunni 92,5 m Mastrið á vindmyll- unni er um 20 metrum hærra en Hallgríms- kirkja. 1 0 . d e s e m B e r 2 0 1 5 F I m m T u d A G u r12 F r é T T I r ∙ F r é T T A B l A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.