Fréttablaðið - 10.12.2015, Síða 20
Lirfurnar éta allt.
Hér er horft til þess
að nýta fiskúrgang, innyfli og
slíkt. Notagildi þessa hrá-
efnis er takmarkað og miklu
af því hent enda ekki einfalt
að búa til mjöl úr því beint.
Lirfan hefur hátt prótíninni-
hald og hentar vel til að búa
til dýrafóður.
Ragnar Jóhannsson, verkefnastjóri hjá
Matís
Framleiðsla á mjöli úr timbur
afurðum, lirfum skordýra og með
ræktun örverulífmassa á brenni
steinsvetni kom við sögu rann
sókna og þróunarvinnu þekkingar
og rannsóknafyrirtækisins Matís.
Hvatinn er alþjóðleg nauðsyn á að
svara vexti fiskeldis á heimsvísu og
minnka álag á fiskistofna við fiski
mjölsframleiðslu.
Matís vakti athygli á þessum
rannsóknum nýverið í því sam
hengi að eftirspurn eftir fiskmeti
eykst stöðugt í heiminum. Auka
verður framboðið á eldisfiski til að
halda framboði stöðugu og minnka
álag á fiskistofna sem sögulega hafa
verið nýttir til fiskimjölsfram
leiðslu, en nýting uppsjávarfisks
til slíkrar framleiðslu er gagnrýnd
á sama tíma og hann er nýttur til
manneldis í auknum mæli. Fiski
mjöl er enn ríkjandi próteingjafi
í fiskafóðri en framleiðslan dregst
saman af fyrrnefndum ástæðum.
Ragnar Jóhannsson, verkefnis
stjóri hjá Matís, hefur unnið að
ýmsum verkefnum sem miða að
því að nýta önnur hráefni en fiski
mjöl í fiskeldisfóður.
Matís og þróunarfélagið Sæbýli
ehf. á Eyrarbakka hafa á síðustu
árum náð góðum árangri í sam
starfi við sænska nýsköpunarfyrir
tækið SP Processum við að þróa
fiskafóður úr aukaafurð sem fellur
til við pappírsframleiðslu úr trjá
viði. Þessi nýja tegund sem unnin
er úr timbur afurðum gæti í fyllingu
tímans skipt miklu máli ef rækta
má tré og vinna úr þeim hráefni í
fiskafóður og gæti það dregið úr
umhverfisálagi vegna fiskeldis í
heiminum.
Ragnar segir að um sé að ræða
aðferð til að nýta sellulósa úr
timbri [fjölsykra sem er eitt af
næringarefnum í plöntum]. Þegar
er efnið nýtt til lyfjaframleiðslu, til
fatagerðar, í steypu og framleiðslu
á etanóli. Í mjög einfaldaðri mynd
eru niðurbrotssykrur sem eftir
verða notaðar sem orkugjafi fyrir
myglusveppi. Með gerjuninni fæst
einfrumungur sem nota má við
framleiðslu á fiskafóðri.
Massinn er þurrkaður og
blandað við önnur hráefni svo úr
verði fiskeldisfóður. Þetta fóður
hefur verið reynt í tilapíueldi með
góðum árangri og er nú verið að
þróa fóður fyrir bleikjueldi.
Önnur aðferð sem hefur verið
reynd í fóðurframleiðslu er að nota
brennisteinsvetni frá Hellisheiðar
virkjun sem orkugjafa við ræktun
örverulífmassa. Örverurnar vaxa
hratt á brennisteinsvetninu, eru
síðan þurrkaðar og bætt í fiskeldis
fóður. Þessu verkefni var nýlega
lokið eftir tveggja ára þróunar
vinnu, en frekari rannsókna er þörf
til að hámarka árangur.
En þá er ekki allt talið. Skordýr
eru önnur matarhola fyrir þá sem
leita nýrra gjafa við framleiðslu
fóðurs. Lirfur hermannaflugunnar
eru til alvarlegrar skoðunar hér á
landi en tilraunaræktun hófst hjá
fyrirtækinu Víur á Bolungarvík í
fyrrahaust.
„Lirfurnar éta allt. Hér er horft
til þess að nýta fiskúrgang, innyfli
og slíkt. Notagildi þessa hráefnis
er takmarkað og miklu af því hent
enda ekki einfalt að búa til mjöl úr
því beint. Lirfan hefur hátt prótín
innihald og hentar vel til að búa
til dýrafóður,“ segir Ragnar en í
Kanada hefur úrgangur frá stór
mörkuðum verið notaður til að
ala lirfurnar. „Við erum að henda
frá okkur mörgu sem hægt er að
nota, sem er vandamál og gengur
gegn lögum. Heimurinn þarf pró
tein og mikið af því próteini sem
verið er að nota í dag er sojapró
tein. Það kemur að stórum hluta
frá ræktun í SuðurAmeríku og
skógur er ruddur í stórum stíl
vegna þessarar framleiðslu,“ segir
Ragnar og tæpir þar á máli mál
anna í dag sem eru loftslagsmálin,
en varðveisla skóga og hlutur land
búnaðar í þeim vanda sem verið
er að reyna að leysa hefur komið
mjög við sögu á Loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í París sem
nú stendur yfir.
„Svo varðar þetta líka fæðu
öryggi heimsins. Sojamjöl er orðið
mjög eftirsótt, t.d. í Kína og víðar.
Evrópa notar þetta í stórum stíl án
þess að hafa nokkra stjórn á þessari
auðlind. Því er lögð áhersla á það í
Evrópu að finna próteinauðlindir
sem hægt er að nýta heima fyrir
– og vera ekki jafn háð framleið
endum í fjarlægum löndum og nú
er. Lögmálið er í þessu eins og víðar
– ef þú getur haft eitthvað heima
fengið þá er það kostur.“
svavar@frettabladid.is
Skordýr og timbur í fiskafóðri framtíðar
Leitað er nýrra leiða til að framleiða fóður fyrir eldisfisk. Hvatinn er sívaxandi fiskeldi sem mun mæta þörfum mannkyns fyrir meira
fiskmeti í framtíðinni en meira verður ekki tekið af villtum stofnum. Íslenskir og sænskir aðilar hafa unnið saman að fóðurframleiðslu.
Framleiðsla Íslands vart merkjanleg
Í skýrslu Alþjóðabankans, Fish to 2030: Prospects for Fisheries and Aqua-
culture, frá árinu 2014, er því spáð að tveir þriðju alls fiskmetis muni koma
frá eldi árið 2030. Í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO) frá 2014 segir að neysla á fiski í heiminum hafi aldrei verið
meiri og um helmingur þeirra sjávarafurða sem neytt sé komi úr eldi.
Í fólksfjöldaspám kemur fram að mannkyn muni ná níu milljörðum um
miðja öldina, og mikilvægi fiskeldis og fóðurframleiðslu til að mæta þeim
gríðarlega vexti í framleiðslu er mjög haldið á lofti í samhengi við fæðu-
öryggi heimsins.
Íslendingar ala um 0,01% af heildarfiskeldisframleiðslu heimsins. Kína
framleiðir um 60% heimsframleiðslunnar. Í Evrópu eru Norðmenn lang-
stærstir en Síle framleiðir mest í Ameríku, samkvæmt Alþjóðabankanum.
Hér á Íslandi hefur fiskeldi vaxið ásmegin í fjörðum austanlands og á Vestfjörðum. Nú er unnið að því að þróa fóður sem hægt er að nýta í fiskeldi. fréttablaðið/gVa
lirfa hermannaflugunnar er mjög næringarrík og inniheldur um 42% prótein og
35% fitu sem gerir hana hentuga sem fóðurhráefni.
60%
af fiskeldi í heiminum eru í Kína.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r20 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð