Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 22

Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 22
Sá sem drekkur of mikið skaðar ekki bara sjálfan sig. Aðrar afleiðingar drykkjunnar eru umfangsmiklar. Þetta kemur fram í skýrslu sænska læknafélagsins og bindindissam­ takanna IOGT í Svíþjóð þar sem teknar eru saman niðurstöður nýrra rannsókna. Afleiðingarnar eru allt frá áhyggjum fjölskyldunnar vegna drykkju  ættingja til dauðsfalla í umferðinni eða á vinnustað, að því er segir í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter. Haft er eftir lækninum og pró­ fessornum Sven Andréasson við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi að þeir sem eigi að taka boðskap skýrslunnar til sín séu þeir sem ekki geri sér grein fyrir að þeir tilheyri þeim hópi sem drekkur of mikið. „Hafi einhver mörgum sinnum sagt við einstakling að hann hafi áhyggjur af drykkju hans þá hefur sá næstum alltaf ástæðu til að hafa áhyggjur,“ segir læknirinn. Því miður séu við­ brögðin hjá þeim sem drekkur of oft þannig að gert sé of mikið úr drykkjunni. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, segir fólk eiga að taka mark á athugasemdum annarra. „Þá fer fólk að hugsa sér nær. Að tala um vandann er mjög mikilvæg leið. Hér heima hafa bæði fjölskyldu­ meðlimir og þeir sem drekka tæki­ færi til að spyrja hlutlausa aðila og leita aðstoðar. Það er hægt að tala við ráðgjafa á göngudeild hjá okkur og þá kemur í ljós hvort ástæða er til að hafa áhyggjur.“ Andréasson segir að besta lausnin sé þrýstingur frá umhverfinu þótt það sé erfitt að vera sá sem bendir á að drykkjan sé of mikil. Hann tekur jafnframt fram að baráttuleiðir stjórnvalda séu einokun með smá­ sölu áfengis, skattlagning, aldurstak­ mark og lokunartími skemmtistaða. Greinilegt sé að þessar leiðir hafi áhrif þar sem þær takmarki aðgengi að áfengi. Aukið aðgengi hafi í för með sér meira ofbeldi, umferðarslys og fleiri dauðsföll. Hann getur þess meðal annars að of mikil drykkja hafi neikvæð áhrif á fjóra til tíu fjölskyldumeðlimi, vini og fleiri. Of mikil drykkja hafi fyrst og fremst neikvæð áhrif á börnin, hættan á að þau skaðist aukist. Rann­ sóknir sýni að börn drykkjumanna fái oft lægri einkunnir og minni menntun en önnur börn, samtímis sem þau eigi frekar á hættu að þurfa sjálf að glíma við áfengisvanda. Valgerður bendir á að áhyggjur aðstandenda, barna, maka og stund­ um foreldra vegna þess sem drekkur spilli jólagleðinni. „Það er ástæða til að ræða málin í þeirri von að þetta batni.“ Mikilvægt að tala um áfengisvandamál Prófessor við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi segir þrýsting frá umhverfinu bestu lausnina í baráttunni við of mikla drykkju. Að tala um vandann er mjög mikilvæg leið. Hér heima hafa bæði fjölskyldumeðlimir og þeir sem drekka tækifæri til að spyrja hlutlausa aðila og leita aðstoðar. Það er hægt að tala við ráðgjafa á göngu- deild hjá okkur og þá kemur í ljós hvort ástæða er til að hafa áhyggjur. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is Jólagleði barnanna getur spillst af áhyggjum vegna drykkju fjölskyldumeðlims. NORDICPHOTOS/GETTY Allt frá fjöru til fjalla lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 9.596 kr. MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 30% SNJÓBRETTAPAKKAR Góðar fermingargjafir alparnir.is FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 P P Góð gæði Betra verð Húfur, frá kr. 5.995 Hanskar, frá kr. 3.995 Cliff dömubuxur Primaloft dömujakki 2.595 1.995 2.195 Léttar dúnúlpur fyrir dömur og herra 20% jólatilboð Primaloft dömuúlpa Dúnúlpa herra 20% jólatilboð 20% jólatilboð 20% jólatilboð Þegar gefin er  sönn gjöf UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, gleður maður og bætir líf barna um allan heim með lífsnauðsynlegum hjálpargögnum, að því er bent er á á vef samtakanna. Hjá UNICEF á Íslandi, unicef.is, er hægt að kaupa gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni. Sá sem maður vill gleðja með slíkri gjöf fær gjafabréfið en hjálpargögnin eru send úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð. Á vef samtakanna segir að hægt sé að velja um margs konar hjálpargögn í öllum verðflokkum. Sem dæmi má nefna að fyrir 5.501 krónu er hægt að gefa gjafa­ körfu fulla af hjálpargögnum, það er 38 pökkum af vítamínbættu jarð­ hnetumauki sem gerir kraftaverk við meðhöndlun vannærðra barna. Karfan inniheldur einnig bóluefni sem verndar 25 börn gegn misl­ ingum. Í körfunni eru ormalyf sem hjálpa 150 börnum að vinna bug á sníkjudýrasýkingu í meltingarvegi auk námsgagna fyrir 20 börn. Það fer eftir þörfinni hverju sinni hvert gjafirnar eru sendar. UNI­ CEF metur þörf fyrir aðstoð eftir ströngum verkferlum. Árlega kynnir UNICEF á Íslandi síðan alþjóðlega skýrslu þar sem fram kemur hvert hjálpargögnin sem gefin voru sem sannar gjafir árið áður voru send. UNICEF er á vettvangi í yfir 190 löndum og lögð er áhersla á að ná til allra barna. – ibs Sannar gjafir UNICEF hjálpa börnum í neyð Stúlkur í 1. bekk í Sýrlandi með námsgögn frá UNICEF. MYND/UNICEF 5.501 kr. kOSTaR kaRFa FUll aF HJálPaRGöGNUM l 38 pakkar af vítamínbættu jarðhnetumauki l Bóluefni sem verndar 25 börn gegn mislingum l Ormalyf sem hjálpa 150 börnum að vinna bug á sníkjudýrasýkingu í meltingarvegi l Námsgögn fyrir 20 börn fjölskyldAn 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r22 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.