Fréttablaðið - 10.12.2015, Qupperneq 46
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmenn aUglýSinga
Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Leirinn á allan hug Fannars Þórs
Bergssonar sem hefur undanfar
in ár nær eingöngu leirað ýmsar
þekktar teiknimyndafígúrur við
miklar vinsældir. „Ég hef verið
að leira styttufígúrur úr ofnbök
uðum leir undanfarin sjö ár. Leir
inn heitir Sculpey og um leið og ég
uppgötvaði þessa tegund af leir þá
fór ég að geta gert vandaðar stytt
ur sem ég get einnig málað með
akrýl málningu.“
Það er heillandi að skapa úr
leir að sögn Fannars. „Ég hef allt
af haft gaman af því að geta búið
til það sem mig langar í frá því að
ég var smástrákur. Á fullorðins
árunum snýst þetta samt meira
um töfrana við að geta búið til það
sem ég sé og finnst skemmtilegt
að skoða á flötu yfir
borði eins og blöðum,
bókum og sjónvarps
og tölvuskjáum.“
Hann segir miklu meira
lifandi þegar einhver kar
akter er kominn í leirform í
þrívídd og hægt er að skoða
hvern krók og kima. „Þá
nýtur maður fígúrunnar
miklu betur en þegar
hún er í tvívídd. Það er
líka þessi áþreifanleiki
og andleg vellíðan við það
að móta úr leir sem rekur
mann áfram. Ég fæ aldrei
leiða á þessu, þetta er bara
hluti af mér og meðfæddir hæfi
leikar sem ég vil halda áfram að
þróa og nýta til að færa mér sjálf
um gleði og hamingju sem og öðru
fólki.“
Ýmsar flóknar fígúrur
Teiknimynda og myndasögufígúr
ur eru sérsvið Fannars en í upphafi
gerði hann einfaldar teiknimynda
fígúrur á borð við Strumpana,
Herramennina og Ungfrúrnar. „Í
kjölfarið fór ég að búa til flókn
ari fígúrur eins og Viggó viðutan,
LukkuLáka og svo teiknimynda
söguhetjur eins og Batman, Super
man og fleiri skyldar hetjur. Þetta
var bara svo virkilega skemmti
legt viðfangsefni að ég hef eigin
lega eingöngu haldið mig við þetta
þema síðan.“
Vinnuferlið hjá Fannari er einfalt.
„Fyrst finn ég einhverja skemmti
lega teikningu eða ljósmynd af við
fangsefninu. Svo hef ég hana
fyrir framan mig meðan
ég leira eftir myndinni
eða teikningunni.
Helstu verkfærin sem ég
nota eru útskurðarjárn sem ég
hef notað frá því ég hóf að nota
Sculpeyleirinn. Þó má segja að
hendurnar séu náttúrulega að
alverkfærið mitt auk ímynd
unaraflsins. Auk þeirra er ég
með alls konar verkfæri á borð
við skurðartól með tréhand
föngum og rúllukefli til að
fletja leirinn út. Ég bý stund
um til eigin verkfæri sem henta
við smíðina hverju sinni. Almennt
þarf þó helst hendurnar, hæfileika,
vilja og þrjósku til leirgerðar. Það
má yfirleitt notast við hvaða tæki
og tól sem eru fyrir hendi en ann
ars er best að skella sér bara í
handverksbúðir og kaupa verk
færasett þegar maður er að byrja.“
Margir furðu lostnir
Þegar Fannar hefur fullmót
að fígúruna er hitað upp
í ofninum heima. „Það
fer eftir stærð og þykkt
hversu lengi fígúran er
í ofninum en oftast eru
þetta 3060 mínútur.
Svo tekur um rúman
klukkutíma að kæla
styttuna niður áður
en ég mála hana. Mér
finnst best að nota
ákveðna ljósa liti af leirn
um svo að ég þurfi ekki eins
mikla málningu til að grunn
mála styttuna. Ég byrja á Titani
um White og svo eru það helstu lit
irnir og loks skygging og lýsing og
önnur smáatriði máluð með öðrum
litum. Að lokum merki ég hverja
styttu með listamannsnafni mínu
og framleiðsluárinu.“
Fannar segir leirstytturnar hafa
fengið mjög góðar viðtökur. „Marg
ir verða furðu lostnir þegar þeir
skoða þær nánar og sjá öll smá
atriðin og um leið að ég handgeri
hverja einustu styttu en geri engar
afsteypur. Ég hef aðallega verið að
sýna og selja stytturnar mínar á
Facebook undir LeiraMeira en líka
í verslununum Litir og föndur og
Smíðar og skart á Skólavörðustíg.“
Aðspurður um uppáhaldsfígúrur
segir hann erfitt að svara því. „Mér
þykir vænt um öll sköpunarverkin
mín og maður sér aðeins eftir þeim
þegar þau seljast. En ef ég ætti að
velja einhverjar uppáhaldsfígúr
ur þá myndi ég kannski segja
Sammi og Kobbi, Ástríkur
og svo auðvitað íslensku
jólasveinarnir.“
Snýst miklu meira um töfrana
Leirgerð hefur heillað fannar Þór bergsson frá unga aldri og fær hann aldrei leið á henni. Undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að gerð
teiknimynda- og myndasögufígúra úr leir. Ekki þarf flókin tæki til framleiðslunnar en helst mæðir á höndum listamannsins.
teiknimynda- og myndasögufígúrur eru sérsvið fannars og koma í mörgum útfærslum.
„Þetta er bara hluti af mér og meðfæddir hæfileikar sem ég vil halda áfram að þróa og nýta til að færa mér sjálfum gleði,”
segir fannar Þór bergsson. mynd/gVa
Íslensku jólasveinarnir eru í uppáhaldi hjá fannari og mjög vinsælir.
jólagjöf fagmannSinS i Kynningarblað
10. desember 20152