Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 52

Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 52
„Iðnvélar ehf. hafa um 40 ára skeið verið eitt stærsta fyrirtækið í inn- flutningi, sölu og þjónustu nýrra véla og tækja til iðnaðar og fleiri atvinnugreina. Auk véla og verk- færa býður fyrirtækið alls kyns rekstrarvörur fyrir járn- og tré- iðnaðinn í landinu,“ segir Hjört- ur Pálmi Jónsson, framkvæmda- stjóri Iðnvéla. Aukið vöruúrval Verslun Iðnvéla á Smiðjuvegi 44-46 hefur tekið miklum breyt- ingum á undanförnum mánuð- um að sögn Hjartar. „Vöruúrval- ið hefur verið aukið og verslunar- rýmið stækkað til muna. Einnig er nú rúmgott sýningarrými fyrir stærri vélar,“ segir hann. BETA handverkfæri, vinnufatnaður og vinnuskór Á haustdögum tóku Iðnvélar við umboði fyrir hin heimsþekktu ítölsku Beta-verkfæri. „Fagfólk í handverki þekkir vörurnar frá Beta enda hafa þær getið sér orð fyrir gæði og endingu jafnt hér- lendis sem erlendis. Beta hefur frá árinu 1938 framleitt handverkfæri sem uppfylla þarfir fagfólks með rómaða ítalska hönnun og gæða- framleiðslu að leiðarljósi,“ segir Hjörtur. Beta-verkfærin eru fram- leidd í þremur ítölskum verksmiðj- um. Fyrirtækið er fjölskyldufyrir- tæki og er nú í eigu þriðju kyn- slóðar upphaflega stofnandans. „Hluti af þróunarstarfi Beta felst í samstarfi við leiðandi keppnis- lið í Formúlu 1 og MotoGP og hefur Beta safnað mikilli þekkingu á því sem atvinnumenn þurfa og vilja.“ En Beta framleiðir ekki eingöngu verkfæri, eins og sjá má í verslun Iðnvéla, því vinnufatnaður og -skór eru áberandi líka. „Því er svo farið að segja má að Beta-fatnaðurinn sé í raun tískufatnaður fyrir iðnaðar- fólk þótt áherslan liggi sannarlega í praktík og þægindum,“ segir Hjört- ur, en greinilegt er að ítalska hönn- unin setur svip sinn á fatalínurnar og skóna jafnt sem verkfærin. App- elsínugulur litur einkennir Beta- verkfærin og nýta fatahönnuðirnir þann lit með penum en smekkleg- um hætti í útlitshönnuninni. Verðlagið hjá Iðnvélum á Beta- verkfærunum  er verulega hag- kvæmt miðað við gæðin, og verð- ið á skóm og fatnaði kemur einn- ig skemmtilega á óvart. Góðar gjafir Þeir sem þurfa að kaupa jólagjaf- ir fyrir starfsfólk fyrirtækja, laghenta vini, ættingja eða bara sjálfa sig ættu að leggja leið sína á Smiðjuveginn eða á vefsíðuna www.idnvelar.is þar sem meðal annars er hægt að skoða jólagjafa- bækling Iðnvéla. Frábærar jólagjafir fyrir laghenta Hvað er hægt að gefa þeim sem eiga flest eða allt? Ef viðkomandi er laghentur, stendur í framkvæmdum eða sinnir áhugamálinu í bílskúrnum gætu verkfæri eða sérhæfður vinnufatnaður verið valkostur. „Fagfólk í handverki þekkir vörurnar frá Beta enda hafa þær getið sér orð fyrir gæði og endingu jafnt hérlendis sem erlendis,“ segir Hjörtur. Nánari upplýsingar má finna á www.idnvelar.is. Beta framleiðir ekki eingöngu verkfæri, eins og sjá má í verslun Iðnvéla, því vinnufatnaður og -skór eru áberandi líka. Hjörtur Pálmi Jónsson, framkvæmda- stjóri Iðnvéla, innan um gæðavélar sem eru til sölu í verslun Iðnvéla á Smiðju- vegi 44-46. MyNd/GVA Til eru sagir af öllum stærðum og gerðum. Japansk- ar sagir eru ólíkar þeim sem flestir á Vesturlöndum þekkja, blöð þeirra eru sérstaklega þunn svo auð- velt og árangursríkt er að saga með þeim. Einnig saga þær þegar togað er í þær, ólíkt þeim vestrænu, sem saga þegar ýtt er á þær. Mörgum finnst það eðlilegri aðferð við að byrja skurðinn. Dozuki-sögin hefur mjög stíft blað þannig að sérstak- lega gott er að nota hana við nákvæmnisvinnu. Um leið takmarkar stíft blaðið dýpt skurðarins. Blað doz- uki-sagarinnar er það þynnsta af öllum japönsku sög- unum og eru tennur sagarinnar auk þess mjög þéttar. Því þarf minni kraft við skurðinn og hann verður ná- kvæmari. Einnig tekur minni tíma að saga með henni af þessum sökum. Ryoba-sögin hefur yfirleitt tvær mismunandi gerð- ir af tönnum á sitthvorri hliðinni, aðra fínni og hina grófari. Eins og á dozuki-söginni eru tennurnar þéttar og því verður skurðurinn nákvæmari og auðveldari. Á þeirri hlið ryoba-sagarinnar sem hefur fínni tenn- ur eru tennurnar minni á nærenda sagarinnar en fara svo stækkandi að fjærendanum til að auðvelda sög- unina enn frekar. Fleiri japanskar sagir, sem allar hafa mismunandi eigin leika, eru til og nefna má azebiki-sög, kataba- sög og kugihiki-sög. JApAnskAr sAGir Eru æði sérsTAkAr JólAGJöF FAGMANNSINS Kynningarblað 10. desember 20158

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.