Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 60

Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 60
Heimild: Telegraph og physioroom.com. 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r40 s p o r T ∙ F r É T T A b L A ð I ð FóTboLTI „Daniel verður að læra hvað er verkur og hvað er alvöru verkur.“ Þetta sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, í síðasta mánuði eftir að í ljós kom að endurkomu Daniels Sturridge yrði seinkað um nokkra daga. Sturridge hafði meiðst á fæti á æfingu og gat ekki spilað með Liverpool gegn Bordeaux í Evr- ópudeildinni þann 26. nóvember. Klopp hefur aðeins verið nokkrar vikur í starfi hjá félaginu en hefur nú upplifað þrenn mismunandi meiðsli hjá Sturridge. En þremur dögum síðar spilaði hann sem varamaður í 1-0 sigri á Swansea. Öðrum þremur dögum síðar var hann í byrjunarliði Liver- pool í fyrsta sinn í tæpa tvo mánuði og í fyrsta sinn undir stjórn Klopps er hann skoraði tvívegis í 6-1 bursti á Southampton í deildabikarnum. Klopp kættist og stuðningsmenn- irnir með, sem eðlilegt er. Nú skyldi Sturridge loksins komast á almenni- legân skrið og Liverpool-liðið fylgja með. Honum var hlíft gegn New- castle um helgina, þar sem hann var varamaður, en eftir 62 markalausar mínútur ákvað Klopp að gera tvö- falda skiptingu á sínu liði og setja þá Sturridge og Roberto Firmino inn á. Það gekk ekki upp. Newcastle vann, 2-0, og hafi það ekki verið nógu slæmt kom í ljós eftir leik að Sturridge meiddist enn einu sinni, nú aftan í læri. Í fyrstu var talið að hann yrði frá fram yfir áramót en samkvæmt nýjustu fregnum er stefnt að því að hann geti spilað með Liverpool þegar liðið mætir spútnikliði Leicester á öðrum degi jóla. Sturridge er uppalinn hjá Man- chester City og spilaði þar fyrstu þrjú ár atvinnumannsferils síns. Árið 2009 fór hann svo til Chelsea þar sem hann var í fjögur tímabil (þar af í hálft tímabil sem lánsmað- ur hjá Bolton) og skoraði þrettán mörk í 63 leikjum. Þann 2. janúar 2013 keypti Liver- pool Sturridge frá Chelsea fyrir um tólf milljónir punda. Ákveðið var að veðja á afar hæfileikaríkan 24 ára framherja sem hafði samt meiðst í sautján mismunandi skipti og verið frá í samtals 516 daga á sínum unga ferli. Sturridge byrjaði þó afar vel og þrátt fyrir að hafa meiðst í fimm mismunandi skipti missti hann aðeins af þrettán leikjum fyrsta eina og hálfa tímabilið sitt. Þá afrekaði hann að skora 31 deildar- mark í 43 leikjum og myndaði með Luis Suarez skæðasta framherjapar enska boltans. Saman skoruðu þeir 52 mörk tímabilið 2013-14 og Liver- pool var hársbreidd frá titlinum eins og frægt er. Suarez fór eftir tímabilið og Sturr- idge hefur vart séð til sólar síðan. Meiðslin eru nú orðin 35 talsins og er því nema von að Sturridge vilji hlífa sér, sama hvað Klopp segir? eirikur@frettabladid.is Þúsund daga þjáningasaga Sturridge Daniel Sturridge er aðeins 26 ára en þeir eru fáir sem eiga sér jafn langa og ítarlega meiðslasögu og þessi öflugi framherji. Atvikin eru orðin 35 talsins og fjarvistardagarnir nánast eitt þúsund. Hann meiddist enn og aftur um helgina en gæti snúið aftur um jólahátíðarnar. 971 dagur á sjúkrabekknumSturridge hefur verið frá vegna meiðsla í nærri eitt þúsund daga. Hér eru meiðsli hans flokkuð eftir líkamshluta, mánuði sem hann meiðist í og hversu marga daga hann er frá. VeIkIndI 12/2008: 22 07/2012: 7 09/2012: 2 Samtals 31 dagur AFTAn í LærI 09/2012: 33 11/2012: 36 04/2014: 14 07/2014: 10 12/2015: 4+ Samtals 97+ dagar ÖkkLI 10/2008: 4 04/2011: 12 05/2013: 73 11/2013: 44 Samtals 133 dagar Tá 02/2012: 3 08/2012: 8 Samtals 11 dagar mjÖðm 10/2007: 104 04/2009: 14 11/2009: 165 12/2011: 24 03/2015: 33 04/2015: 13 Samtals 353 dagar HnÉ 09/2011: 10 10/2015: 36 Samtals 46 dagar FóTUr 11/2015: 3 Samtals 3 dagar nárI 01/2009: 77 Samtals 77 dagar LærI 02/2013: 13 02/2013: 14 03/2013: 3 09/2013: 15 11/2013: 10 07/2014: 5 09/2014: 38 11/2014: 74 Samtals 172 dagar káLFI 09/2009: 12 10/2014: 36 Samtals 48 dagar STÆRSTA UFC-KVÖLD ÁRSINS LAUGARDAG 12. DES. KL. 03:00 365.is Sími 1817 GUNNAR ER KLÁR Í BARDAGANN GUNNAR NELSON GEGN DEMIAN MAIA CONOR McGREGOR GEGN JOSÉ ALDO Laugardagskvöldið 12. desember mætir Gunnar Nelson hinum brasilíska Demian Maia og í aðalbardaga kvöldsins kljást Conor McGregor og José Aldo. Ekki missa af stærsta UFC-kvöldi ársins. Cheksea 2009-2013 372 dagar manchester city 2006-2009 144 dagar Liverpool 2013- 455 dagar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.