Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2015, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 10.12.2015, Qupperneq 74
Jólalest Coca-Cola fer í sína árlegu hringferð laugar- daginn 12. desember með tilheyrandi ljósadýrð og jólatónum. Þetta verður 20. skiptið sem Jólalestin ekur um Höfuðborgarsvæðið og gleður íbúa og vegfarendur. Fylgstu með ferð Jólalestarinnar á coke.is. leggur af stað eftir 2 daga! C o c a -C o la a n d t h e C o n to u r B o tt le a re r e g is te re d T ra d e m a rk s o f T h e C o c a -C o la C o m p a n y. #Jolalestin Það er þannig að Biblíu-félagið er 200 ára á þessu ári og dagskrá tónleikanna tekur mið af því. Efnið tengist allt textum Biblíunnar og tónlistin hefur verið samin við þá. Samt er það ansi fjölbreytilegt og ekkert yfirmáta hátíðlegt allt, þar eru ástarsöngvar og gleðisöngvar og alls konar yrkisefni,“ segir Hólm- fríður Sigurðardóttir píanóleikari um tónleikana Ég hef augu mín til fjallanna í Dómkirkjunni annað kvöld. Ásamt henni kemur Margrét Hannesdóttir sópransöngkona þar fram.  „Við vorum beðnar um að spila og syngja á þessum tónleikum og höfum verið að æfa síðustu vikur. Tónlistin er bæði íslensk og erlend og má þar nefna Ljóðaljóð Páls Ísólfssonar, Biblíuljóð Dvořáks, sungin á íslensku og Rejoice úr Messíasi eftir Händel,“ lýsir Hólm- fríður. Hún segir þær Margréti oft hafa unnið saman áður enda séu þær frænkur. „Margrét byrjaði að læra söng í Söngskólanum í Reykjavík,  þar sem ég starfa sem  píanóleikari. Meðal kennara hennar voru Ólöf Kolbrún og Diddú. Síðan fór hún í framhaldsnám til Bandaríkjanna og hefur oft komið fram, bæði hér heima, í Þýskalandi og á Ítalíu,“ lýsir hún. Tónleikarnir eru síðasti viðburð- ur ársins vegna 200 ára afmælis Biblíufélagsins. Þeir hefjast klukk- an átta og eru ókeypis fyrir alla. gun@frettabladid.is Ástar- og gleðisöngvar í Dóm kirkjunni Bækur Nína S. HHHHH Hrafnhildur Schram Útgefandi: Crymogea Fjöldi síðna: 158 Bókarhönnun: Studio Arnar Freyr Guð- mundsson, Birna Geirfinnsdóttir Kápumynd: Sigurjón Guðjónsson Eins og hafmeyja sem syndir sinna ferða fór Nína Sæmundsson höggmyndalista- kona aðrar leiðir en flest samferðafólk hennar og líf hennar var hvorki hefð- bundið né þjóðsagnakennt heldur meira í ætt við hreinræktað ævintýri. Þessi kotbóndadóttir og vinnukona úr Fljótshlíð fann hjá sér þrá eftir einhverju meiru en Reykjavík hafði upp á að bjóða í upphafi tuttugustu aldar og fyrir sam- bland af tilviljunum og ákveðni lá leið hennar um þann heim sem fæstir Íslendingar á þessum tíma gátu ímynd- að sér, allt frá heilsuhæli í Ölpunum í úlfaldaferð um eyðimerkur. Nína S. var sveltandi listakona í París á þriðja ára- tugnum, bjó lengi í Hollywood með ástkonu sinni og kynntist þar mörgum helstu goðsögnunum á upphafsárum talmyndanna, var virt, eftirsótt og dáð fyrir list sína víða um heim og flutti svo heim til Íslands upp úr sextugu og bjó við hógvær kjör til æviloka. Eitt það verk sem henni þótti hvað vænst um, Hafmeyjan sem stóð í stutta stund og stendur nú aftur í Reykjavíkurtjörn, var sprengt í loft upp af nafnlausum aðilum sem töldu verkið „ósiðlegt“ en líklegra má telja að það hafi verið líf og sjálfstæði listakonunnar sem þótti fara of langt út fyrir rammann. Bókin um ævi Nínu S. er einstaklega áhugaverð, sagan af þessari stórmerki- legu konu sem fór þá leið sem hjartað bauð henni, hvort sem var í ævistarfi eða einkalífi, lýsir metnaði og ástríðu Afrekshugur hafmeyjunnar Nínu Sæmundsson Ég hef augu mín til fjallanna, er fögur yfirskrift tónleika í Dóm- kirkjunni annað kvöld, föstudag. Þar syngur Margrét Hannes- dóttir sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir leikur á píanó. Hólmfríður er móðursystir Margrétar og þær frænkur hafa oft unnið saman áður. Mynd/Úr einKaSaFni Bedúínakona, frá 1922, eftir nínu Sæmundsson. 1 0 . d e S e m B e r 2 0 1 5 F I m m T u d A G u r54 m e N N I N G ∙ F r É T T A B L A ð I ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.