Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 78

Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 78
Frumsýningar Gamanmynd Aðalhlutverk: Alan Arkin, John Goodman, Ed Helms, Diane Keaton, Jake Lacy, Anthony Mackie, Amanda Seyfried, Marisa Tomei, Olivia Wilde Frumsýnd 11. desember IMDb 5,7/10 Rotten Tomatoes 19% Love The Coopers Drama Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Rodrigo Santoro, Juliette Binoche, James Brolin Frumsýnd 11. desember IMDb 7,0/10 Rotten Tomatoes 42% The 33 Rómantísk gamanmynd Aðalhlutverk: Colin Firth, Emma Stone, Marcia Gay Harden, Eileen Atkins Frumsýnd 18. desember IMDb 6,6/10 Rotten Tomatoes 52% MagiC in The MoonLighT Myndin fjallar um bræðurna og sauð-f j á r b æ n d u r n a Gumma og Kidda sem búa hlið við hlið í afskekktum dal. Eitthvað hefur slest upp á bróðurkærleikinn og hafa þeir ekki talast við í fjöldamörg ár þó þeir búi þarna steinsnar hvor frá öðrum og deili sama lífsviðurværi. Fjár- stofn þeirra þykir vera einn sá besti á landinu og því verður uppi fótur og fit þegar riðuveiki kemur upp og bræð- urnir standa frammi fyrir því að missa allt sem þeim er kærast. Hrútum er leikstýrt af Grími Hákon- arsyni sem einnig skrifar handrit myndarinnar og með hlutverk bræðr- anna fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson. Aðalframleið- andi myndarinnar er Grímar Jónsson. Síðan myndin var frumsýnd hefur hún sópað til sín verðlaunum og í byrj- un nóvember vann hún til þrennra verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni Semana í Valladolid á Spáni og hlaut hún þar Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar, áhorfenda- verðlaun æskunnar og einnig deildi Grímur verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjór- anum Deniz Gamze Ergüven. Um miðjan nóvember vann myndin til tvennra verðlauna í Minsk í Hvíta-Rússlandi og var einnig valin besta myndin í Þessalóníku í Grikk- landi en hátíðin er elsta og virtasta kvikmyndahátíðin á Balkanskaga. Í janúar á næsta ári verður myndin sýnd á Sundance-hátíðinni sem fram fer í Utah en myndin er í Spotlight -flokknum þar sem sýndar eru myndir víðsvegar að sem vakið hafa athygli. Líkt og áður kom fram hlutu Hrútar verðlaunin Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hefur síðan verið sýnd á fjölda kvik- myndahátíða og unnið níu aðalverð- laun en alls hefur myndin unnið til 21 verðlauna. Hrútar er jafnframt framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni og heldur um helgina til Berlínar þar sem hún er tilnefnd sem besta kvik- myndin á Evrópsku kvikmyndaverð- laununum í ár. Aðeins sex kvikmyndir eru tilnefndar til verðlaunanna, en Magnús eftir Þráin Bertelsson var tilnefnd til sömu verð- launa árið 1989. Íslendingar hafa tvisvar unnið til verðlauna á hátíðinni. Árið 2000 var Björk valin besta leik- konan fyrir hlutverk sitt í Dancer in the Dark og Hilmar Örn Hilmarsson var árið 1991 verðlaunað- ur fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar. gydaloa@frettabladid.is Kvikmyndin Hrútar halar inn verðlaun hrútar  hafa sópað að sér verðlaunum á árinu. Myndin er tilnefnd sem besta kvik- myndin á evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem verða afhent í Berlín um helgina. Hrútar fjalla um bræðurna Gumma, sem Sigurður Sigurjónsson leikur, og Kidda en þeir eru báðir sauðfjárbændur og búa hlið við hlið í afskekktum dal en talast ekki við. verðLaun hrúTa l Un Certain Regard á kvik­ myndahátíðinni í Cannes l Áhorfendaverðlaun á Alþjóð­ legu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu l Sérstök dómnefndarverðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu l Golden Tower á Evr­ ópsku kvikmynda­ hátíðinni í Palić l Besta evrópska myndin á Intʼl Cinemato graphers' Film Festival Manaki Brothers l Golden Eye á kvik­ myndahátíðinni í Zürich l Besti leik­ stjórinn á Saint Jean­de­Luz l Aðal­ verðlaun á kvikmynda­ hátíðinni í Hamptons l Verðlaun dóm­ nefndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Riga l Golden Spike á Alþjóðlegu kvik­ myndahátíðinni í Valladolid l Pilar Miró' fyrir besta nýja leik­ stjórann á Alþjóðlegu kvik­ myndahátíðinni í Valladolid l Áhorfendaverðlaun æskunnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid l Golden Angel á Kvikmynda­ hátíðinni í Tofifest l Baltic Film Prize á Nordic Film Days í Lübeck l Bleu Bearn Audience Prize á Kvik­ myndahátíðinni í Pau l Áhorfendaverðlaun á Listapad kvikmyndahátíðinni í Minsk l Sérstök verðlaun frá borgarstjórn inni í Minsk á Lista­ pad­kvikmyndahátíðinni í Minsk l Besta kvikmyndin á kvik­ myndahátíðinni í Þessalóníku í Grikklandi. l Krzysztof Kieslowski­verðlaunin sem besta kvikmyndin á kvik­ myndahátíðinni í Denver l Besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana l Silver Frog á Camerimage 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r58 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.