Fréttablaðið - 10.12.2015, Síða 78

Fréttablaðið - 10.12.2015, Síða 78
Frumsýningar Gamanmynd Aðalhlutverk: Alan Arkin, John Goodman, Ed Helms, Diane Keaton, Jake Lacy, Anthony Mackie, Amanda Seyfried, Marisa Tomei, Olivia Wilde Frumsýnd 11. desember IMDb 5,7/10 Rotten Tomatoes 19% Love The Coopers Drama Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Rodrigo Santoro, Juliette Binoche, James Brolin Frumsýnd 11. desember IMDb 7,0/10 Rotten Tomatoes 42% The 33 Rómantísk gamanmynd Aðalhlutverk: Colin Firth, Emma Stone, Marcia Gay Harden, Eileen Atkins Frumsýnd 18. desember IMDb 6,6/10 Rotten Tomatoes 52% MagiC in The MoonLighT Myndin fjallar um bræðurna og sauð-f j á r b æ n d u r n a Gumma og Kidda sem búa hlið við hlið í afskekktum dal. Eitthvað hefur slest upp á bróðurkærleikinn og hafa þeir ekki talast við í fjöldamörg ár þó þeir búi þarna steinsnar hvor frá öðrum og deili sama lífsviðurværi. Fjár- stofn þeirra þykir vera einn sá besti á landinu og því verður uppi fótur og fit þegar riðuveiki kemur upp og bræð- urnir standa frammi fyrir því að missa allt sem þeim er kærast. Hrútum er leikstýrt af Grími Hákon- arsyni sem einnig skrifar handrit myndarinnar og með hlutverk bræðr- anna fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson. Aðalframleið- andi myndarinnar er Grímar Jónsson. Síðan myndin var frumsýnd hefur hún sópað til sín verðlaunum og í byrj- un nóvember vann hún til þrennra verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni Semana í Valladolid á Spáni og hlaut hún þar Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar, áhorfenda- verðlaun æskunnar og einnig deildi Grímur verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjór- anum Deniz Gamze Ergüven. Um miðjan nóvember vann myndin til tvennra verðlauna í Minsk í Hvíta-Rússlandi og var einnig valin besta myndin í Þessalóníku í Grikk- landi en hátíðin er elsta og virtasta kvikmyndahátíðin á Balkanskaga. Í janúar á næsta ári verður myndin sýnd á Sundance-hátíðinni sem fram fer í Utah en myndin er í Spotlight -flokknum þar sem sýndar eru myndir víðsvegar að sem vakið hafa athygli. Líkt og áður kom fram hlutu Hrútar verðlaunin Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hefur síðan verið sýnd á fjölda kvik- myndahátíða og unnið níu aðalverð- laun en alls hefur myndin unnið til 21 verðlauna. Hrútar er jafnframt framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni og heldur um helgina til Berlínar þar sem hún er tilnefnd sem besta kvik- myndin á Evrópsku kvikmyndaverð- laununum í ár. Aðeins sex kvikmyndir eru tilnefndar til verðlaunanna, en Magnús eftir Þráin Bertelsson var tilnefnd til sömu verð- launa árið 1989. Íslendingar hafa tvisvar unnið til verðlauna á hátíðinni. Árið 2000 var Björk valin besta leik- konan fyrir hlutverk sitt í Dancer in the Dark og Hilmar Örn Hilmarsson var árið 1991 verðlaunað- ur fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar. gydaloa@frettabladid.is Kvikmyndin Hrútar halar inn verðlaun hrútar  hafa sópað að sér verðlaunum á árinu. Myndin er tilnefnd sem besta kvik- myndin á evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem verða afhent í Berlín um helgina. Hrútar fjalla um bræðurna Gumma, sem Sigurður Sigurjónsson leikur, og Kidda en þeir eru báðir sauðfjárbændur og búa hlið við hlið í afskekktum dal en talast ekki við. verðLaun hrúTa l Un Certain Regard á kvik­ myndahátíðinni í Cannes l Áhorfendaverðlaun á Alþjóð­ legu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu l Sérstök dómnefndarverðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu l Golden Tower á Evr­ ópsku kvikmynda­ hátíðinni í Palić l Besta evrópska myndin á Intʼl Cinemato graphers' Film Festival Manaki Brothers l Golden Eye á kvik­ myndahátíðinni í Zürich l Besti leik­ stjórinn á Saint Jean­de­Luz l Aðal­ verðlaun á kvikmynda­ hátíðinni í Hamptons l Verðlaun dóm­ nefndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Riga l Golden Spike á Alþjóðlegu kvik­ myndahátíðinni í Valladolid l Pilar Miró' fyrir besta nýja leik­ stjórann á Alþjóðlegu kvik­ myndahátíðinni í Valladolid l Áhorfendaverðlaun æskunnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid l Golden Angel á Kvikmynda­ hátíðinni í Tofifest l Baltic Film Prize á Nordic Film Days í Lübeck l Bleu Bearn Audience Prize á Kvik­ myndahátíðinni í Pau l Áhorfendaverðlaun á Listapad kvikmyndahátíðinni í Minsk l Sérstök verðlaun frá borgarstjórn inni í Minsk á Lista­ pad­kvikmyndahátíðinni í Minsk l Besta kvikmyndin á kvik­ myndahátíðinni í Þessalóníku í Grikklandi. l Krzysztof Kieslowski­verðlaunin sem besta kvikmyndin á kvik­ myndahátíðinni í Denver l Besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana l Silver Frog á Camerimage 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r58 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.