Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 90

Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 90
Stjörnustríðin 2015Það var engin lognmolla í kringum fræga fólkið í ár frekar en áður. Rifrildi, nektarmyndir og drama-tískar ákvarðanir voru meðal þess sem rataði í fréttirnar ytra. JuStin BieBer nakinn á Bora Bora Óprúttnir ljósmyndarar náðu nektar- mynd af poppprinsinum og Íslands- vininum Justin Bieber, þegar hann var í fríi á Bora Bora. Sagðist hann í viðtali hafa haft áhyggjur af því að vinurinn hefði skroppið saman á myndinni. Pabbi Biebers tísti hins vegar stoltur og spurði soninn hvað hann gæfi vininum eiginlega að borða. ariana Grande oG Stóra kleinuhrinGJamálið Söngkonan Ariana Grande kom við á Wolfee Donuts í Kaliforníu í sumar. Sem er ekki merkilegt nema að þar tók hún sig til, sleikti kleinuhring sem var í hillunni og sagði svo hátt og snjallt: „I hate America.“ Atvikið náðist á mynd- band sem fór um allt og þurfti Grande að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst innilega afsökunar. Zayn malik yfirGaf one direction 25. mars var sorgardagur í lífi aðdá- enda One Direction, en þá yfirgaf Zayn Malik bandið. Í kjölfarið hófst rifrildi á Twitter milli Louis Tomlin- son í 1D og tónlistarmannsins Naughty Boy, sem hafði unnið tónlist með Zayn. Strákarnir í One Direction létu brotthvarf hans þó ekki á sig fá og héldu ótrauðir áfram, og stefna að því að koma tvíefldir til baka eftir ársfrí. Scott oG kourtney Skildu Af öllum stjörnuskilnuð- unum á árinu er skilnaður Scotts og Kourtney einna eftirminnilegastur. Eftir að sést hafði til Scotts sóla sig með fyrrverandi kærustu sinni fékk Kourtney nóg, sendi hann í meðferð og þann 4. júlí tilkynnti hún að þau væru skilin. „i hate america.“ 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r70 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.