Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 40
www.hagvangur.is
Ný tækifæri,
nýjar áskoranir!
Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) starfa ríflega 250 manns, en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu
á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Innan heilbrigðisumdæmisins eru sveitarfélögin
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.
Það er kraftur í samfélaginu á Vestfjörðum. Góðir skólar, fjölbreytt atvinnulíf og mikil lífsgæði á alla lund gera
svæðið eftirsóknarvert til leiks og starfa. Með ráðningu fjármálastjóra og mannauðs- og rekstrarstjóra verður komin
að mestu ný yfirstjórn yfir stofnunina, en nýr forstjóri tók við í sumar og nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur við
1. október.
Fjármálastjóri
Mannauðs- og rekstrarstjóri
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Starfsstöðin er á aðalskrifstofunni á Ísafirði. Störfin heyra undir forstjóra og
er starfshlutfall 100%. Ráðið verður í stöðurnar til fimm ára í senn, stöðu
fjármálastjóra frá 1. nóvember en stöðu mannauðs- og rekstrarstjóra eftir
samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi
stéttarfélag.
Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir - geirlaug@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2018.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsóknum skal fylgja ýtarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
liggur fyrir.
Stöður fjármálastjóra og mannauðs- og rekstrarstjóra eru lausar til umsókna
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Umsjón með fjármálum og daglegum rekstri
• Annast og ber ábyrgð á gerð fjárhags- og rekstraráætlana
• Ber ábyrgð á og hefur eftirlit með launavinnslu og bókhaldi
• Annast tölfræðiúrvinnslu og hefur eftirlit með rekstri deilda
• Sinnir innra eftirliti, rýni og greiningarvinnu
• Er tengiliður við viðskiptaaðila og stofnanir
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Hefur umsjón með starfsmannahaldi stofnunarinnar
• Kemur að ráðningum nýrra starfsmanna
• Annast og hefur umsjón með starfsmannasamtölum og frammistöðumati
• Kemur að mótun starfsmannastefnu og gerð mönnunaráætlunar
• Ber ábyrgð á og hefur umsjón með gerð starfslýsinga
• Hefur umsjón með fræðslumálum innan stofnunar
• Hefur eftirlit með daglegum rekstri og starfsmannahaldi stoðdeilda á Ísafirði
• Stuðlar að góðum samskiptum og góðum starfsanda á vinnustað
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
• Þekking og reynsla af gerð fjárhags- og rekstraráætlana
• Þekking á bókhaldi og launavinnslu
• Hæfni í tölfræði og úrvinnslu gagna
• Reynsla af fjársýslukerfi Orra (Oracle) er æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, heiðarleiki og nákvæmni
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði mannauðsmála eða önnur
háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Starfsreynsla á sviði mannauðsstjórnunar og þekking
á kjarasamningum
• Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
• Reynsla af mannauðskerfi Orra (Oracle) er æskileg
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, heiðarleiki og nákvæmni
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R