Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 24
Sigríður og Guðmundur Karl bróðir hennar sitja á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg sem hefur verið málaður í litum regnbogans. Þau eru
svipsterk, afar lík og það kemur í ljós
að þau eru samrýnd og góðir vinir.
Guðmundur Karl sveiflar inn-
kaupapoka úr fataverslun á Skóla-
vörðustíg og spyr hvort hann eigi
ekki að senda blaðamanni reikning-
inn. „Ég hefði sko aldrei keypt þetta
ef ég hefði ekki farið í þetta viðtal,“
segir hann og brosir út í annað.
Sigríður er, eins og landsmenn
flestir vita, ríkissaksóknari og Guð-
mundur Karl vinnur á Útlendinga-
stofnun og tekur á móti hælisleit-
endum.
Það er létt yfir þeim. Þau eru bæði
á leiðinni í sumarfrí, ætla saman
með hópi fólks í hjólaferð til Spánar.
„Það vill svo til að við erum að fara
þrjú systkinin, konan mín og nokkr-
ir aðrir með,“ segir Sigríður. „Þetta
verður örugglega gott frí,“ segir hún.
„Við erum mörg sem förum. Köttur-
inn fær reyndar ekki að fara með,“
segir Guðmundur Karl kankvís.
Sigríður og Guðmundur Karl
eru fædd og uppalin fyrstu æviárin
í Reykjavík en fluttu svo á Höfn í
Hornafirði. Þau eru börn Friðjóns
Guðröðarssonar, fyrrverandi sýslu-
manns og lögreglustjóra, og Sig-
ríðar Guðmundsdóttur kennara.
Þau eru bæði fallin frá. Sigríður og
Guðmundur eiga tvær alsystur, Ingu
Sólveigu sem starfar sem ljósmynd-
ari og Halldóru, sem starfar hjá fjár-
málaráðuneyti. Þau eiga eina hálf-
systur, Ingileif Hrönn.
„Við fluttum til Hafnar 1974 þegar
hringvegurinn var opnaður. Þá var
ég tíu ára og Sigga þrettán ára,“ segir
Guðmundur Karl.
„Við bjuggum þar í nokkur ár og
svo fórum við bæði í framhaldsskóla
í Menntaskólanum á Laugarvatni.
Við unnum hin ýmsu sumarstörf
á Höfn fram yfir tvítugt,“ segir Sig-
ríður.
„Já, bara nefndu það!“ segir Guð-
mundur Karl. „Ég vann einu sinni
sem línumaður hjá Rarik og hjá
Mjólkurstöðinni að búa til osta.“
„Ég vann líka einu sinni í kjöt-
borðinu í Kaupfélagi Austur-Skaft-
fellinga við að skammta kjötfars.
Það sumarið var ég að bíða eftir
síldinni. Ætlaði að verða rík og fara
í nám til Ameríku. Ég ætlaði að læra
erfðafræði í Ameríku og var komin
með umsóknarpappírana og allt
klárt. En síldin kom ekki og ég fór
suður og fór að skoða kennsluskrána
og hugsaði með mér að kannski ég
ætti ekki að verða vísindamaður
og valdi lögfræðina, það var algjör
skyndiákvörðun,“ segir Sigríður frá.
Guðmundur Karl tók líka skyndi-
ákvörðun á sama tíma. „Ég fór í
háskólann í bókmenntafræði. Ég
og vinkona mín vorum nýkomin
úr leikferðalagi með stúdentaleik-
húsinu. Við höfðum sýnt rokksöng-
leikinn Ekkó – guðirnir ungu um allt
land, fimmtíu sýningar. En vorum
auralaus. Rukum upp í háskóla og
völdum okkur einhver fög. Grenj-
uðum okkur inn. Ég skráði mig í
bókmenntafræði. En ég var bara
einn vetur, í rauninni bara til að fá
Það þurfa allir
að ganga þessa
gleðigöngu
„Ég myndi segja að við værum mjög lík. Ég er örugglega ívið hvatvísari og kaldhæðnari,“ segir Guðmundur Karl. „Já, ég er kannski eitthvað aðeins jarðbundnari,“ segir Sigríður og Guðmundur Karl
tekur undir það. Þau systkinin eru góðir vinir og eiga það sameiginlegt að vera samkynhneigð. Þau segja hátíðahöld Hinsegin daga mikilvæg þó að margt hafi áunnist. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN.
Systkinin Sigríður
og Guðmundur Frið-
jónsbörn segja margt
hafa áunnist í bar-
áttu hinsegin fólks.
námslán. Ég fór svo seinna í listnám
í Bandaríkjunum og Kanada,“ segir
Guðmundur Karl.
Sigríður og Guðmundur Karl eru
bæði ánægð með það hvert skyndi-
ákvarðanir á yngri árum hafa leitt
þau.
„Ég er að vinna í móttökuteymi
sem tekur á móti fólki. Ég hef starfað
við þetta í tvö ár. Þetta getur tekið á.
Maður hefur auðvitað samúð með
fólki og getur oft ekki ímyndað sér
þær aðstæður sem fólk kemur úr.
Við búum við svo mikil forrétt-
indi hér,“ segir Guðmundur Karl.
„Maður hefur talað við fólk sem
kemur þaðan sem samkynhneigð
er dauðasök.“
Eruð þið lík að eðlisfari?
„Já, ég myndi segja að við værum
mjög lík. Ég er örugglega ívið hvat-
vísari og kaldhæðnari,“ segir Guð-
mundur Karl.
„Já, ég er kannski eitthvað aðeins
jarðbundnari,“ segir Sigríður og
Guðmundur Karl tekur undir það.
„Hún ígrundar hlutina betur en
ég. Við segjum samt hvort öðru alls
ekki fyrir verkum. Við erum tengd
mjög sterkum böndum og erum lík
að eðlisfari,“ segir hann.
Þau hafa tekið þátt í Hinsegin
dögum og gleðigöngunni og segja
hátíðahöldin mikilvæg.
„En maður hefur dregið sig í
hlé, nú þegar maður fær ekki alla
athyglina. Nú er enginn maður með
mönnum nema hann sé trans,“ segir
hann og brosir út í annað. „Það er
eðlilegt að umræðan sé þarna núna.
Við erum bara orðin gamaldags,“
segir Guðmundur Karl. „Hátíða-
höldin eru mikilvæg, það bætist
alltaf fólk í hópinn. Það þurfa allir
að ganga þessa gleðigöngu. Gleði-
og þrautagöngu, en þetta er nú lítil
þrautaganga lengur. Sem betur fer,“
segir hann.
Þau segja margt hafa áunnist í bar-
áttu fyrir réttindum hinsegin fólks.
Og réttindabaráttan gjörbreytt að
auki. „Við gamla fólkið skiljum þetta
ekki en getum flett þessu upp. Sam-
tökin gáfu út orðabók sem er hægt
að styðjast við. En við erum reyndar
ÞAÐ MÁ EKKI VERÐA
SVO MIKILL PÓLITÍSKUR
RÉTTRÚNAÐUR AÐ FÓLK
MEGI EKKI TJÁ SIG. ÞAÐ
MÁ EKKI VERÐA EINHVER
HALLELÚJA STEMNING.
Sigríður
MAÐUR SKÝLDI SÉR BARA
Á BAK VIÐ EITÍS TÍSKUNA,
FLAUT ÚT ÚR SKÁPNUM
Í PILSI MEÐ FJÓLUBLÁAN
VARALIT.
Guðmundur Karl
ekkert gömul! Hlutirnir hafa bara
breyst hratt á stuttum tíma,“ segir
hann.
„Fyrir ekkert rosalega mörgum
árum þótti hommum og lesbíum
tvíkynhneigð hálfgerð svik. Það væri
bara ekkert til. Þessu fleygir fram.
Og þegar ég var ung þá mátti ekki
auglýsa böll fyrir samkynhneigða í
útvarpi. Samfélagið hefur svo sann-
arlega gjörbreyst,“ segir Sigríður.
„Nú veður þetta bara uppi!“ segir
Guðmundur Karl.
Þeim þykir hátíðin hafa breyst.
„Gammósíukerlingarnar í Breið-
holtinu eru svolítið búnar að taka
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð