Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 80
Andrea Jónsdóttir h e f u r s t u n d u m verið kölluð rokk-amma Íslands. Hún e r þ j ó ð þ e k k t u r útvarpsmaður, sér um þættina Popppressan á Rás 2 og er plötusnúður á skemmtistaðnum Dillon um helgar. Andrea fékk Hina íslensku fálka- orðu hinn 17. júní síðastliðinn. „Ég varð mjög hissa þegar Örnólfur Thorsson forsetaritari hringdi í mig og tilkynnti mér þetta. Ég sagði: Ertu ekki að grínast? Ég mætti svo gal- vösk á Bessastaði með dóttur mína og börnin hennar þrjú, Þórunni systurdóttur mína og Gumma vin okkar. Það var frábært fólk, góður og blandaður hópur, sem fékk orð- una, þar á meðal Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, sem kenndi mér íslensku í MR, en þar byrjaði ég árið 1965. Nú lentum við Árni hlið við hlið á Bessastöðum og þá sagði hann, sem mér þótti skemmtilegt: Þetta áttum við eftir að gera saman.“ Andrea segist síst hafa átt von á því að fá fálkaorðuna: „Ég lofa þér að ég hef aldrei stefnt að því. En mér finnst þetta mikill heiður og viður- kenning á popptónlist. Dægurtón- list þótti ekki merkilegur pappír í gamla daga. Ætli það séu nema tuttugu ár síðan fólk hætti að spyrja mig hvort ég væri ekki að vaxa upp úr þessu. En ég hef líklega fengið fálkaorðuna af því að ég óx ekki upp úr þessu.“ Andrea ólst upp á Selfossi ásamt tveimur systrum, eldri og yngri, og hálfbróður sem er elstur. Faðir hennar var mjólkurbílstjóri í marga áratugi og móðirin vann við versl- unarstörf og var auk þess hin full- komna húsmóðir að sögn Andreu. Hún segist snemma hafa fengið mikinn áhuga á tónlist. „Útvarpið var alltaf opið í gamla daga og þá var bara ein stöð, gamla Gufan, og allir hlustuðu á allt. Líka bænda- þáttinn. Spjallað við bændur held ég að hann hafi heitið. Þegar ég var fjögurra ára fóru foreldrar mínir í ferðalag í Strandasýsluna með okkur systurnar ásamt fleiri Selfyssingum. Í rútunni var strákur þremur árum eldri en ég og hann sagði mér ára- tugum seinna að hann hefði hlustað á mig syngja í sífellu: Ég vildi ég væri hænuhanagrey. Þegar ég varð eldri heillaðist ég gjörsamlega af Bítlunum, eins og heimsbyggðin öll. Það eru ekki allir sem átta sig á því að Bítlarnir voru svo miklu meira en bara tónlist. Bítlarnir breyttu heiminum. Þeim og popphreyfingunni sem kom í kjölfarið fylgdi miklu meira frelsi en áður hafði tíðkast og fólk hætti að bugta sig og beygja fyrir yfirvaldi. Ég varð yfir mig hrifin af Bítlunum, las textana og velti þeim fyrir mér. Frábær enskulærdómur.“ Spurð hvort hún eigi sér uppá- halds Bítil segir hún: „Það var eigin- lega amma mín sem valdi fyrir mig árið 1965 eða 1966. Þá sá hún mynd af George í blaði á eldhúsborðinu hjá mömmu og sagði við hana: Þessi stúlka er lík henni Andreu.“ Ég varð upp með mér af samlíkingunni og ákvað að eignast uppáhalds Bítil eins og flestir aðrir. Annars elska ég alla Bítlana. Besta hljómsveit í heimi. Þeir eru frumkvöðlar á svo margan hátt.“ Engin ástæða til að hætta Andrea fór snemma í hlutverk plötusnúðs þótt ekki fengi hún borgað fyrir þá vinnu. „Á unglings- árum fengum við systurnar plötu- spilara sem pabbi lét kaupa í Nor- egi og hátalarinn var í lokinu og það var hægt að ferðast með hann. Ég fór iðulega með plötuspilarann og nokkrar plötur í partí og setti á fóninn, strax þá komin í hlut- verk plötusnúðs. Ég las mikið af tón listar blöðum og tímaritum og kynnti mér þennan kúltúr. Fylgdist afskaplega vel með. Seinna, 1971 minnir mig, vann ég fyrst hjá útvarpinu við gerð tón- listarþátta, sem er svosem eins og að vera plötusnúður, fyrir utan talið. Fimmtug datt ég svo óvænt inn í nýtt djobb þegar ég varð plötusnúður á Dillon. Það byrjaði sem sjálfboðastarf því að enginn á barnum nennti að skipta um diska í spilaranum. Ég hef verið þar síðan, árið í ár er nítjánda árið mitt. Þetta er skemmtilegt starf og ég hef Hef aldrei komið út úr skápnum Andrea Jónsdóttir mætir vitanlega í gleði- gönguna og segir viðtökur við henni endur- spegla fordómaleysi þjóðarinnar. Hún lifir í núinu og segist ekki vilja verða ung aftur. „Ég er að verða sjötug, en sé enga ástæðu til að hætta.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN ánægju af því að fara út og hitta fólk. Einstaka sinnum geta gestir í Dillon verið með leiðindi. Mjög sjaldan samt. Það fer aðallega í taugarnar á mér þegar fólk kemur og gagnrýnir lag sem er í gangi en hefur svo enga tillögu um annað. Ef viðkomandi kvartar ítrekað set ég fótinn í hann, það er ýti honum frá með fætinum. Ég sit uppi á hillu við spileríið. Svo fæ ég smá samviskubit eftir á. Ég er að verða sjötug, en sé enga ástæðu til að hætta. Það er frábært að fá vinnu við að sinna áhugamáli sínu. Mér finnst tónlist vera tvennt: list og sagnfræði. Og tíska. Ekki má gleyma henni. Þessi tónlistarheimur er minn lífsstíll.“ Hvað með áfengi og fíkniefni, hefurðu einhverja slæma reynslu af slíku? „Ég er afskaplega lélegur dópisti og svo hef ég aldrei reykt. Ég segi stundum í gamni að ég vinni við að drekka. Það þýðir samt ekkert að vera á skallanum, af því að sem plötusnúður þarf maður að hafa margt í huga í einu, t.d. finna lögin, muna á hvaða geisladiskum þau eru og vera fljótur að skipta og tala við fólk á meðan. Ég er enn að nota geisladiska sem þykir mjög gamal- dags. Það er sem sagt eins gott að vera sæmilega skýr í kollinum. Í gegnum tíðina hef ég stundum drukkið of mikið en maður lærir að finna jafnvægi í þessu með aldr- inum. Ég hef lært að drekka mjög hægt.“ Árin á Þjóðviljanum Andrea hefur ekki eingöngu unnið við tónlist. Hún vann í rúman áratug sem prófarkalesari á Þjóðviljanum. „Ég hef ákaflega gaman af málfræði og setningafræði og þess vegna fannst mér alveg sérstaklega gaman að vinna við prófarkalestur á Þjóð- viljanum. Ég hefði kannski átt að verða kennari, sem ég var reyndar um tíma þegar ég kenndi ensku, dönsku og félagsfræði við Iðnskól- ann á Selfossi. Ég byrjaði á Þjóðvilj- anum árið 1972, var að leysa Elías Mar af. Það urðu straumhvörf í lífi mínu eiginlega út af tilviljun. Svavar Gestsson, sem var ritstjóri, var giftur frænku minni, henni Nínu. Hann vissi að ég var góð í íslensku og hóaði í mig. Síðan kom í ljós að það þurfti tvo prófarkalesara og þá var ég fastráðin. Seinna vantaði ein- hvern til að skrifa um tónlist og ég fór að gera það meðfram,“ segir hún. Aðspurð hvort hún, sem hefur skrifað svo marga pistla um tónlist, hafi skrifað skáldskap, segir hún: „Ég var eitthvað að fikta við það mjög ung. Ég er of nákvæm til að geta orðið rithöfundur en ég get skrifað frásagnir. Ég er mjög vandvirk í sam- bandi við það sem ég skrifa og læt frá mér.“ Andrea segist hafa unnið með mörgum minnisstæðum einstakl- ingum á Þjóðviljanum og minnist rithöfundarins og vinar síns Elías- ar Mars með mikilli hlýju. „Hann kenndi mér og var afskaplega góður við mig. Það var mjög gaman að tala við hann um gamla daga og bækur og rithöfunda því hann þekkti svo marga. Hann var líka forvitinn um nútímann og þar gat ég laumað ýmsu að honum. Hann bjó einn og svo varð það að venju að hann borðaði hjá okkur á aðfangadag. Við borðuðum hangikjöt þegar ég eldaði, því að það er svo auðvelt á annasömum degi að elda það, sýður sig sjálft, og ég er reyndar góð í að búa til jafninginn, hvítu sósuna, sem er ómissandi með. En þáver- andi sambýliskona mín, hún Lára, eldaði fínustu steikur. Og allir fengu möndlu í sinni jólagrautarskál, sem stundum var ís. Það ríkti mjög mikið frelsi á Þjóð- Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÉG ER VINSTRI SINNUÐ JAFNAÐARKONA. MIS- SKIPTING AUÐS ER GLÆP- UR OG EKKERT ANNAÐ. BARÁTTAN SNÝST UM RÉTTLÁTA SKIPTINGU ÞESSA AUÐS. 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.