Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 59
Yfirvaktstjóri við Salalaug
Salalaug er staðsett við Versali í salahverfi Kópavogs. Sundlaugin var formlega opnuð á sumardaginn fyrsta árið
2005. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum, gufubaði og rennibraut. Hjá lauginni starfa rúmlega
tuttugu manns, við þjónustustörf, þrif og öryggisgæslu.
Nánar um starfið
Yfirvaktstjóri er undirmaður forstöðumanns sundlaugar og er jafnframt staðgengill forstöðumanns. Yfirvaktstjóri
gengur vaktir og sér um ýmis rekstrartengd mál svo sem pantanir, mönnun á vaktir o.s.frv. Yfirvaktstjóri er yfir-
maður almennra starfsmanna á sinni vakt. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.
Menntunar og hæfniskröfur
Gerð er krafa um eftirfarandi hæfni:
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Ríka þjónustulund og lausnarmiðaða hugsun.
- Frumkvæði, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð.
Menntun:
- Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið námi sem nýtist í starfi.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitafélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018.
Frekari upplýsingar
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Halldórsson í síma 570-0485 eða í gegnum netfangið
gudmundur.h@kopavogur.is .
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
kopavogur.is
Hefur þú brennandi áhuga á börnum
og barnamenningu?
Norræna húsið auglýsir eftir
bókasafns- og upplýsingafræðingi
Bókasafn Norræna hússins er einstakt almennings-
bókasafn með safnefni á sjö tungumálum, barnabókasafn
og artótek með norrænum grafíkverkum. Bókasafnið hóf
starfsemi árið 1969, ári eftir að húsið var vígt. Sérstaða
safnsins er að þar er eingöngu að finna bókmenntir á
norðurlandamálunum eftir norræna höfunda en þó ekki
á íslensku nema þýðingar yfir á annað norðurlandamál.
Í safninu eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn og
fullorðna, tímarit, dagblöð, hljóðbækur og rafbækur.
Bókasafnið vinnur náið með verkefnastjórum Norræna
hússins og skipuleggur bókmenntaviðburði eins og
Höfundakvöld og Sögustundir.
Hæfniskröfur
scient. í upplýsingafræði eða sambærileg menntun
ásamt kunnáttu í ensku og íslensku ásamt hæfni til að
tjá sig í ræðu og riti
unglingum
-
kvæmd
færni til að nýta þá í starfi
Helstu verkefni
allt frá vikulegum sögustundum til stórra alþjóðlegra
viðburða
heimsóknum í Norræna húsið
barnaefni á öllum norrænu tungumálunum
Barnahellirinn, sé ávallt í stakk búinn að taka á móti
litlum og stórum gestum
Við bjóðum
hluti hóps sem einbeitir sér að því að kynna og koma á
framfæri norrænum bókmenntum og menningu ásamt því
að varða leið safnsins inn í stafræna framtíð. Starfið er
sveigjanlegt og skapandi þar sem við vinnum sjálfstætt
sem og í hóp og höfum möguleika á að bæta og efla
þekkingu okkar og kunnáttu.
Starfshlutfall er 80%. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst
og skal sækja um starfið á heimasíðu Norrænu ráðherra-
nefndarinnar www.norden.org
ingarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku,
sænsku eða norsku. Ráðið er í starfið til fjögurra ára með
möguleika á framlengingu á samningi önnur fjögur ár
skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.
Upplýsingar um starfið veita Erling Kjærbo
erling@nordichouse.is og Þórunn Stefánsdóttir
thorunnst@nordichouse.is
Nánari upplýsingar um húsið er að finna á
www.norraenahusid.is
Norræna húsið var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er
af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa
að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandan-
na. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku
menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipuleggja mar-
gvíslega menningarviðburði og sýningar. Árlega koma um 100.000
gestir í húsið sem er eitt af meistaraverkum finnska arkitekts-
ins Alvars Aalto. Í ár fagnar Norræna húsið 50 ára starfsafmæli.
Borgarbókasafnið | Verkefnastjóri stafrænnar þróunar
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Viltu taka þátt í að móta stafræna framtíð nýja bókasafnsins?
Inngangur:
Laus er til umsóknar 100% staða verkefnastjóra stafrænnar þróunar hjá Borgarbókasafninu.
Borgarbókasafnið hefur markað sér metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu, jafnt í miðlun sem og
þjónustu við gesti.
Verkefnastjóri heyrir undir þróunar- og þjónustudeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur
frumkvæði að og umsjón með þróun stafrænnar þjónustu hjá safninu
Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því
breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri þróunar- og þjónustu. Launakjör eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi
stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. október 2018.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri, netfang: gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is,
s. 698 2466.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Verkefnastjóri leiðir alla vinnu við stafræna þróun og
nýsköpun á sviði þróunar og þjónustu, bæði við viðskiptavini
og samstarfsaðila.
Hann stýrir þeim fjölmörgu þróunarverkefnum sem ætlað er
að umbylta þjónustu í takti við breyttar áskoranir á starfs-
sviði safnsins.
Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það sammerkt að styðja
við og þróa nýjar áherslur með hliðsjón af samfélagslegum
breytingum og tæknilegum framförum í stafrænni miðlun og
rafrænni þjónustu með áherslu á upplifun notenda.
Hæfniskröfur:
- háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi
- að lágmarki 3ja ára reynsla af verkefnastjórnun
- að kunna að vinna með eða þekkja til notendamiðaðrar
hönnunnar (design thinking)
- áhugi á stafrænni framþróun og hæfni til að setja sig inn í
nýja tækni
- gott vald á upplýsingatækni og vefmiðlun, skilningur á
gagnagrunnum og vefumsjónarkerfum
- metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og
sjálfstæði í starfi
- færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum
viðfangsefnum
- færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- íslensku- og enskukunnátta sem nýtist í starfi og geta til að
tjá sig í ræðu og riti, kunnátta í dönsku er kostur
ATVINNUAUGLÝSINGAR 23 L AU G A R DAG U R 1 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8