Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 90
Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar?
Ævintýrabækur
Hvaða bók lastu síðast og um hvað var
hún? Hulduheimar 1.
Hún er um 3 vinkonur sem fundu kistu á
flóamarkaði og þegar þær opnuðu hana
birtust litlir álfar. Þær fóru svo með álfunum
í Hulduheima til að hjálpa til við að leysa
vandamál.
Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Huldu-
heimar 2, er byrjuð á henni.
Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún?
Hún myndi fjalla um litla apann minn sem
heitir Apaskinn. Hann á heima í frumskógi og
er einn af því að hann á enga fjölskyldu. Svo
finnur hann fjölskyldu (mína fjölskyldu) og
fær að búa hjá henni.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppá-
haldi hjá þér? Ég held að það hafi verið
Bangsímon.
Ferðu oft á bókasafnið? Ég fer stundum á
bókasafnið.
Hver eru þín helstu áhugamál? Frjálsar
íþróttir, fimleikar og fótbolti.
Í hvaða skóla ertu? Kelduskóla – Vík.
Lestrarhestur vikunnar Snædís Erla 8 ára
Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs á meðal barna.
Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og setja í pott
sem dregið er úr vikulega. Lestrarhestur vikunnar hlýtur bók að launum.
Snædís Erla í glaðlegu umhverfi bókasafnsins í Spönginni.
Rakel Sif er níu ára gömul og á
heima í Reykjavík. Hún er fyrst
spurð hvað henni finnist mest
gaman að gera dagsdaglega. Mér
finnst gaman að fara út að hjóla, fara
í sund og lesa.
Áttu einhver önnur sérstök áhuga-
mál? Aðaláhugamálin mín eru að
dansa ballett og að spila á píanó. Ég
er að æfa hvort tveggja.
Hvernig fötum finnst þér best að
vera í? Mér finnst best að vera í
jogging-buxum og þægilegum bol.
Hvernig tónlist líkar þér best? Mér
líkar við popptónlist og róleg lög.
Hefur þú gert eitthvað skemmtilegt
í sumarfríinu? Já, ég fór til Akureyrar
í sumar og þar var skemmtilegast að
leika í Kjarnaskógi.
Áttu þér einhvern uppáhaldsstað
á landinu? Mér líður best heima hjá
mér en uppáhaldsstaðurinn minn
þar fyrir utan er Akureyri.
Spekúlerar þú eitthvað í gróðri,
getur þú til dæmis nefnt einhver
blóm sem þú þekkir? Ekki oft en ég
ætla að búa til leynistað við bústað-
inn hjá ömmu og afa og gróðursetja
tré þar sem ég get farið til að lesa
bók og hafa það kósí.
Áttu þér uppáhaldslag og kannski
tónlistarmann eða -konu? Uppá-
haldslagið mitt er Rockabye Baby
og uppáhaldstónlistarkonan mín
er Anne-Marie.
Hvað langar þig mest til að verða
í framtíðinni? Mig langar að verða
ljósmóðir eða skólastjóri.
Skemmtilegast
að leika í
Kjarnaskógi
Rakel Sif Grétarsdóttir ætlar að búa til leyni-
stað við bústaðinn hjá ömmu sinni og afa og
gróðursetja tré. Þar getur hún haft það kósí.
Rakel Sif langar að verða ljósmóðir eða skólastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það var fallegur
sólskinsdagur og
Konráð og félagar
ákváðu að fara í
fjallgöngu. Þótt það
væri gott veður og
útsýnið yndislegt,
voru þau ósköp
glöð að komast
ofan af fjallinu enda
orðinn ansi þreytt
eftir gönguna.
En hvað er nú
þetta?
Það eru 6 atriði á
efri myndinni sem
vantar á þá neðri.
Týndist eitthvað í
þessari fjallgöngu?
Getur þú
fundið hvað
a
6 atriði
það eru?
?
?
?
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
313
1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR