Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 8
JEMEN Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbanda- lagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmda- stjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfir- lýsingu frá Farhan Haq, upplýs- ingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kall- aði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmda- stjórans og erum tilbúin til sam- vinnu,“ sagði Mohammed Ali al- Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter.   Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumar- námskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjöl- farið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust  í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir emb- ættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörk- uðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburður- inn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggis- ráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur. thorgnyr@frettabladid.is Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir rannsókn á árás sem kostaði tugi barna lífið. Uppreisnarmenn í Jemen fagna kallinu og segjast tilbúnir til samvinnu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir árásirnar svartasta dag stríðsins. Sádi-Arabar segjast ætla að rannsaka málið sjálfir. Jemenar virða fyrir sér rútuna sem eyðilagðist. Um fjörutíu börn eru sögð hafa farist í árásinni. NORDICPHOTOS/AFP LEIÐRÉTTING Í umfjöllun gærdagsins kom fram að NATO styddi hernaðarbandalagið. Það er ekki rétt og biðst Fréttablaðið velvirðingar á rangfærslunni. Hljóður stuðningur Bandaríkjamenn hafa ekki haft hátt um stuðning sinn við Sádi- Araba í Jemen. Til að mynda hefur Donald Trump forseti, sem er virkari en aðrir þjóðhöfðingjar á Twitter, einungis tíst einu sinni um ríkið og þá ekki um stríðið. Bandaríkjamenn hafa þó vissu- lega stutt bandalagið. Þeir seldu Sádi-Aröbum hergögn fyrir 110 milljarða dala árið 2017. Í maí greindi New York Times  frá því að bandarískir sérsveitarliðar hafi farið til Jemens til að eyða eldflaugaskotpöllum Húta. Áður hafði varnarmálaráðuneytið sagt að hlutverk bandaríska hersins í stríðinu einskorðaðist við her- gagnaaðstoð. Bandaríkin hafa einnig gripið inn í íranskar vopna- sendingar til Húta og skotið á þá eldflaugum af Ómanflóa. Stuðning Bandaríkjamanna má að miklu leyti rekja til meints stuðnings Írana við Húta, en Bandaríkin vilja halda áhrifum Írana á svæðinu í lágmarki. Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Nýr Skoda á Besta Hekluverðinu Nú er góður tími til að fá sér nýjan Skoda hjá Heklu því við vitum aldrei hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér bíl á besta Hekluverðinu og aktu inn í sumarið. Besta Hekluverðið 5.290.000 kr. Tilbúinn til afhendingar. Skoda Karoq Ambition 2.0 TDI / 4x4 / Dísil / Sjálfskiptur Besta Hekluverðið 5.590.000 kr. Tilbúinn til afhendingar. Skoda Kodiaq Ambition / 1.4 TSI / Bensín / 4x4 / Sjálfskiptur 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.