Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 8
JEMEN Hútar, uppreisnarsamtökin
sem berjast gegn hernaðarbanda-
lagi undir stjórn Sádi-Araba og
ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs
Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær
ákalli Sameinuðu þjóðanna um að
rannsaka skuli sérstaklega loftárásir
hernaðarbandalagsins sem urðu
tugum að bana á fimmtudag.
António Guterres, framkvæmda-
stjóri SÞ, fordæmdi árásina á
fimmtudaginn og kallaði eftir
óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfir-
lýsingu frá Farhan Haq, upplýs-
ingafulltrúa Guterres, kom fram
að meirihluti fórnarlamba hafi
verið börn á milli tíu og þrettán ára
gömul. Framkvæmdastjórinn kall-
aði jafnframt eftir því að alþjóðalög
séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð
þegar árásir eru gerðar.
„Við fögnum ákalli framkvæmda-
stjórans og erum tilbúin til sam-
vinnu,“ sagði Mohammed Ali al-
Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta,
á Twitter.
Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru
ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu
viðbrögð eru til komin þar sem
rúta, sem flutti börn á leið á sumar-
námskeið, varð fyrir skothríðinni.
Tugir barna fórust og særðust. Í kjöl-
farið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa
verið fullkomlega lögmæta og sögðu
Húta skýla sér á bak við börn.
Sádi-Arabar sögðust í gær þó
ætla að rannsaka málið sjálfir.
Ríkismiðillinn SPA hafði eftir emb-
ættismanni að hernaðarbandalagið
myndi rannsaka allar ásakanir um
mistök og brot á alþjóðalögum svo
að hægt verði að refsa þeim sem ollu
umræddum skaða.
Í gær sagði svo Henrietta Fore,
framkvæmdastjóri Barnahjálpar
SÞ (UNICEF), að árásirnar mörk-
uðu svartasta daginn í stríðinu. „En
spurningin nú er sú hvort atburður-
inn marki einnig vendipunkt. Hvort
þetta augnablik sé til þess fallið að
þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggis-
ráðið og alþjóðasamfélagið að gera
hið rétta í stöðunni og binda enda á
átökin,“ sagði Fore enn fremur.
thorgnyr@frettabladid.is
Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir rannsókn á árás sem kostaði tugi barna lífið. Uppreisnarmenn í Jemen fagna kallinu og segjast tilbúnir
til samvinnu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir árásirnar svartasta dag stríðsins. Sádi-Arabar segjast ætla að rannsaka málið sjálfir.
Jemenar virða fyrir sér rútuna sem eyðilagðist. Um fjörutíu börn eru sögð hafa farist í árásinni. NORDICPHOTOS/AFP
LEIÐRÉTTING
Í umfjöllun gærdagsins kom fram að
NATO styddi hernaðarbandalagið.
Það er ekki rétt og biðst Fréttablaðið
velvirðingar á rangfærslunni.
Hljóður stuðningur
Bandaríkjamenn hafa ekki haft
hátt um stuðning sinn við Sádi-
Araba í Jemen. Til að mynda
hefur Donald Trump forseti, sem
er virkari en aðrir þjóðhöfðingjar
á Twitter, einungis tíst einu sinni
um ríkið og þá ekki um stríðið.
Bandaríkjamenn hafa þó vissu-
lega stutt bandalagið. Þeir seldu
Sádi-Aröbum hergögn fyrir 110
milljarða dala árið 2017. Í maí
greindi New York Times frá því
að bandarískir sérsveitarliðar
hafi farið til Jemens til að eyða
eldflaugaskotpöllum Húta. Áður
hafði varnarmálaráðuneytið sagt
að hlutverk bandaríska hersins
í stríðinu einskorðaðist við her-
gagnaaðstoð. Bandaríkin hafa
einnig gripið inn í íranskar vopna-
sendingar til Húta og skotið á þá
eldflaugum af Ómanflóa.
Stuðning Bandaríkjamanna
má að miklu leyti rekja til meints
stuðnings Írana við Húta, en
Bandaríkin vilja halda áhrifum
Írana á svæðinu í lágmarki.
Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum.
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Nýr Skoda á Besta Hekluverðinu
Nú er góður tími til að fá sér nýjan Skoda hjá Heklu
því við vitum aldrei hvað svona frábært verð býðst lengi.
Tryggðu þér bíl á besta Hekluverðinu og aktu
inn í sumarið.
Besta Hekluverðið 5.290.000 kr.
Tilbúinn til afhendingar.
Skoda Karoq Ambition 2.0 TDI / 4x4 / Dísil / Sjálfskiptur
Besta Hekluverðið 5.590.000 kr.
Tilbúinn til afhendingar.
Skoda Kodiaq Ambition / 1.4 TSI / Bensín / 4x4 / Sjálfskiptur
1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð