Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 70

Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 70
| ATVINNA | Brammer Group er leiðandi fyrirtæki í Evrópu með yfir 50 ára reynslu sem dreifingaraðili á iðnaðar-og rekstrarvörum. Brammer er þekkt fyrir hágæða vörur og sveigjanlega þjónustu. Þessi þjónusta er okkar góða starfsfólki fyrst og fremst að þakka. Brammer á Íslandi starfrækir vöruhús staðsett á svæði Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Brammer sér um innkaup og lagerhald, ásamt tæknilegri ráðgjöf fyrir Alcoa Fjarðaál og veitir 24 tíma þjónustu allt árið um kring. Einnig starfrækir Brammer verslun í Hafnarfirði og skrifstofu í Reykjavík. Brammer er ört stækkandi fyrirtæki á Íslandi með um 50 starfsmenn. Brammer auglýsir eftir verk- eða tæknifræðingi til að starfa við ferlaþróun, umbætur og innleiðingu nýrra tæknilausna. Starfslýsing Brammer óskar eftir að ráða einstakling til vinnu við ferlaþróun, stöðugar umbætur og nýrra tæknilausna fyrir Alcoa Fjarðaál. Starfið felur í sér mikla samvinnu við verkfræði- og viðhaldsdeildir Alcoa Fjarðaáls, ásamt framleiðslu sérfræðingum . Einnig felur starfið í sér upplýsingaöflun og tilboðsgerð, ásamt gerð vörulýsinga til skráningar í birgðakerfi. Menntunar- og hæfniskröfur -verkfræði eða tæknifræðimenntun -reynsla og þekking af iðnaði -reynsla af þjónustu -frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt og í hóp - góð tölvukunnátta - góð samskiptafærni á íslensku og ensku Annað Þetta er spennandi valkostur hjá fyrirtæki sem vinnur í nánu samstarfi við Alcoa Fjarðaál sem og Alcoa Inc. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Áhugasamir umsækjendur Ferilskrá sendist til Jóhanns Eðvalds Benediktssonar á netfangið johann.benediktsson@brammer.biz, sem svarar jafnframt fyrirspurnum um starfið. Starfsstöð: Brammer InsiteTM innan lóðar Alcoa Fjarðaáls • Starfshlutfall: Fullt starf • Dagsetning ráðningar: Samkomulag Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2015 Staða skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar er laus til umsóknar Grunnskóli Snæfellsbæjar er heildstæður 270 nemenda grunnskóli með þrjár starfsstöðvar, í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti, með það að markmiði að gera hvern einstakling tilbúinn til þátttöku í frekara námi og lýðræðissamfélagi. Skólinn leggur mikla áherslu á kennslu í átthagafræði, allar starfsstöðvar flagga Grænfána, eru þátttakendur í Olweusarverkefninu gegn einelti og starfsfólk hefur á undanförnum misserum lagt mikla vinnu í innleið- ingu nýrrar Aðalnámskrár með það að markmiði að byggja skólastarfið á þeirri vinnu frá hausti 2015. Hlutverk skólastjóra er að vera í forystu við að skapa umgjörð sem eflir áhuga nemenda og árangur. Hann leiðir stjórnendateymi skólans og skapar hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur, kennara og aðra starfsmenn með það að markmiði að gera skólann sífellt betri. Hann er opinn fyrir samstarfi við bæði leik- og tónlistarskóla auk samstarfs við aðra grunnskóla á svæðinu. Umsækjandi þarf að hafa leiðtogahæfileika, víðtæka þekkingu á skólastarfi og metn- aðarfulla skólasýn. Skólastjóri er talsmaður skólans í samskiptum við opinbera stjórnsýslu á sviði menntamála, gagnvart fræðsluyfirvöldum og í öllum samskiptum skólans út á við. Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingi sem getur leitt kraftmikið og gott skólastarf, verið reiðubúinn til að leita lausna og á gott með samskipti við nemendur, kennara og foreldra. Menntunar- og hæfniskröfur. • Kennarapróf er skilyrði. • Kennslu- og/eða stjórnunarreynsla í grunnskóla. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða kennslufræði æskileg. • Reynsla af fjármálastjórnun. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Skipulagshæfileikar. Umsókn um starfið þarf að fylgja greinargóð starfsferilskrá sem inniheldur vísun í umsagnaraðila. Auk þess skal umsókn fylgja greinargerð um ástæður fyrir umsókn og sýn umsækjanda á skólastarf í Snæfellsbæ til framtíðar auk lýsingar á þeim verkefnum sem umsækjandi hefur leyst og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna skólastjóra- starfinu. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 5. maí 2015, og skal umsóknum skilað til bæjarstjóra, Kristins Jónassonar, Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í síma 894-7575 og í tölvupóstfanginu kristinn@ snb.is, Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Snæ- fellsbæjar í síma 894-9903 og í tölvupóstfanginu maggi@ gsnb.is og Örvar Marteinsson, formaður fræðslunefndar í síma 863-5026 og í tölvupóstfanginu orvarmarteins@simnet. is . Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2015. Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru karlar jafnt sem kon- ur hvött til að sækja um stöðuna. Rekstrarstjóri Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa 240 manns víða um land en fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir á sviði umhverfisþjónustu. Mannauðsstefna fyrirtækisins sækir stuðning í heimspeki fisksins ,,Fish Philosophy“. Mannauðsstefnan lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður, þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Mannauðsstefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi. Nánari upplýsingar veitir Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. Umsóknir og fyrirspurnir óskast á heimasíðu fyrirtækisins, http://umsokn.gamur.is, en umsóknafrestur er til og með 22. apríl 2015. Íslenska Gámafélagið óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til starfa. Um er að ræða starfsstöðvar fyrirtækisins á Akranesi, í Borgarnesi og í nærsveitum. Gufunesi gamur.is 577 5757 Hæfniskröfur: Meirapróf Vinnuvélaréttindi eru æskileg Rekstrar- og stjórnunarreynsla er kostur Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður og vandvirkni Samskiptahæfni og jákvætt viðhorf Helstu verkefni: Rekstrarstjóri stýrir viðkomandi landshluta í samráði við framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Daglegur rekstur og stjórnun Tengiliður við verkkaupa og viðskiptavini Áætlana- og tilboðsgerð Vinnutímaskráningar og verkbókhald Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! 18. apríl 2015 LAUGARDAGUR20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.