Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 4
tölur vikunnar 14.12 2015 til 20.12 2015 162 milljónir kostar 59% tollur á snakk úr kart- öflum neytendur á ári. hvalir voru taldir af Hafró í loðnu- áti í haust. manns, ríflega, bíða þess að hefja afplánun í fangelsi. meira borðum við í veislu en þegar við borðum ein. 538 voru sjúkraflug Mýflugs orðin um miðja vikuna. 650 milljónir er áætlað að Herkastal- inn, gistiheimili Hjálpræðishers- ins, kosti nýja eigendur. 500 105 milljarða kostar hraðlest frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. 12.000 95% Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þingsal að ekki væri hægt að láta bjóða sér það að menn væru fliss- andi í salnum undir áhrifum. Þingmönnum brá og lýsti Þor- steinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, því yfir að hann myndi taka málið upp hjá forsætisnefnd drægi Lilja Rafney ekki orð sín til baka eða upplýsti um hvern ræddi. Annars lægju allir undir grun. Þrír í fréttum Fliss, ónot og flóttamenn Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, bað Jón Gunn- arsson, þing- mann Sjálf- stæðisflokks, afsökunar ef hún hefði sært hann og meitt. Hún greindi frá því að hún hefði ítrekað beðið um að fá að skipta um sæti á síðasta þing- vetri vegna þess hvernig Jón hagaði sér gagnvart henni, „stöðugt að skjóta í mann ónotum án nokkurs tilefnis. Það hefur nákvæmlega ekki neitt með pólítík að gera“. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði í viðtali við Fréttablaðið að fyrirtækið ætlaði að gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Fyrir- tækið væri jafnframt tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í sam- starfi við Vinnumálastofnun. Ræktun fóðurskordýra er svar við fóðurþörf sem fylgir vaxandi fiskeldi. noRdicphotos/afp atvinna Víur, ræktunarfélag fóður- skordýra, á Bolungarvík varð fyrir því óhappi á árinu að flugurnar sem félagið byggði starfsemi sína á drápust allar í vor, og gerðist það á þeim tíma þegar stofninn var sá eini á landinu. Því þurfti að flytja nýjan stofn inn til landsins. Hefur undirbúningur inn- flutningsins tekið töluverðan tíma vegna kvaða um sóttkví og innflutn- ingsleyfi. Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu fyrirtækisins þar sem er jafnframt tíundað að úr flugunni, eða lirfum svörtu hermannaflugunnar, verður unnið lirfumjöl fyrir eldisfisk. Ræktun þeirra á Íslandi er að sögn aðstandenda fyrirtækisins með öllu örugg og engar líkur á að flugan geri sig heimakomna í íslenskri náttúru eða geri usla í mönnum eða dýrum. Flugurnar sem fluttar eru inn koma úr stofni sem hefur verið í áraraðir vott- aður sem laus við óværu og sjúkdóma. „Óhappið undirstrikar mikilvægi þess að hafa að minnsta kosti tvo aðskilda stofna á lífi á hverjum tíma, og verður það fyrirkomulag að sjálf- sögðu viðhaft þegar sóttkvínni á hinum nýja stofni verður aflétt,“ segir Gylfi Ólafsson, flugnabóndi og annar stofnenda. Tilraunaræktun hófst í Bolungar- vík haustið 2014. Í frétt fyrirtækisins segir að Vestfirðir séu ákjósanlegir fyrir starfsemina. Á svæðinu fellur til mikið af lífrænum úrgangi sem væri hægt að nýta í stað þess að flytja hann til annarra landshluta eins og gert er nú. Fiskeldi á svæðinu er mikið og fer vaxandi og þekking á öllum þáttum fiskeldis eykst óðfluga. Förgunarkostn- aður og flutningskostnaður á fiskifóðri mun minnka snarlega. Þá er hægt að nýta ódýrt húsnæði í uppbyggingar- ferlinu, segja flugnabændur. – shá Stofn flugnabænda í Bolungarvík drapst Heilbrigðismál Nýverið var birt greinargerð um rannsóknir á virkni metýlfenidat-lyfja við athyglis- bresti í börnum og unglingum í hinu virta Cochrane Review. Greinargerðin birtist 25. nóvember og greinir frá skorti á rannsóknum á ágæti lyfjanotkunar við ADHD í börnum. Vísindamenn teymisins lýsa áhyggjum af aukaverkunum methyl phenidate-lyfja á móti hóf- legri gagnsemi lyfjanna við athygl- isbresti. Aukaverkanir skráðar hjá börnum eru svefnvandamál, minni matarlyst og sjóntruflanir. Niður- staða Cochrane-teymisins er að ávísa ætti lyfinu Ritalin af varkárni til barna og unglinga og fylgjast vel með notkun þess. Dr. Morris Zwi, einn höfunda greinargerðar um rannsóknina og barna- og unglingageðlæknir hjá Whittington í London, sagði niðurstöðurnar mikilvægar fyrir heilbrigðisstarfsmenn og foreldra barna með ADHD. „Væntingar okkar um meðferð- ina eru meiri en þær ættu að vera, og þótt greinargerð okkar sýni einhverja sönnun nytsemi þeirra þá ættum við að hafa í huga að sú niðurstaða er ekki áreiðanleg. Það sem við þurfum enn eru góðar rannsóknir sem meta áhættu með tilliti til nytsemi lyfjanna,“ sagði Zwi. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlækni, segir vel þekkt að lyfið gagnist ekki öllum. Hann bendir á að fimmtíu ára reynsla sé af lyfinu. „Metýlfenidat er gamalt lyf og er áratuga reynsla af notkun þess, verkunum og aukaverkunum,“ segir Magnús. Lengi hafi verið vitað að að metýlfenidat gagnist ekki öllum með ADHD. Fram hafi komið tölur eins og 70 eða 80 prósent. „Svipað gildir um aukaverkanir sem eru vel þekktar en þær algeng- ustu eru lystarleysi, svefntruflanir og höfuðverkur. Auk þessa er lyfið ávanabindandi og eftirsótt af fíkl- um,“ segir Magnús. Niðurstaða úttektarinnar var að lyfið gagnist við ADHD en á grund- velli fyrirliggjandi gagna/rannsókna sé ekki hægt að meta með vissu hve mikið það gagnist og kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Höfundar greinarinnar höfðu líka áhyggjur af aukaverkunum, sem að vísu eru allvel þekktar vegna þess hve lyfið hefur verið mikið notað og lengi. Öll lyf þarf að meta með tilliti til verkana og aukaverkana og þannig tryggja að hvert lyf geri meira gagn en skaða og er þessi úttekt innlegg í þá umræðu.“ Notkun Íslendinga á lyfjum sem innihalda metýlfenidat er meira en tvöföld meðalnotkun annarra Norðurlandaþjóða. Metýlfenidat (Ritalin) hefur verið á markaði hér síðan 1965 og forðalyfin (Ritalin Uno og fl.) síðan 2002. Magnús segir að þrátt fyrir efasemdir um gagn- semi lyfsins muni það ekki hafa áhrif á notkun lyfsins til skamms tíma. „Mín niðurstaða er því sú að umrætt Cochrane-Review sé gott innlegg en fátt komi þar á óvart og það muni ekki hafa áhrif á notkun þessa lyfs, að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið,“ segir Magnús. kristjanabjorg@frettabladid.is Varúð í ávísun Ritalins til barna Þrátt fyrir fimmtíu ára reynslu af lyfinu Ritalin við athyglisbresti er lækningamáttur þess talinn hóflegur. Ný úttekt gefur tilefni til þess að gæta sérstakrar varúðar í meðferð barna með ADHD. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlækni, segir lengi hafa verið vitað að lyfið gagnist aðeins hluta þeirra sem glíma við ADHD. notkun Íslendinga á lyfjum sem innihalda metýlfenidat er meira en tvöföld meðal- notkun annarra norðurlandaþjóða. Metýlfenidat er gamalt lyf og er áratuga reynsla af notkun þess, verkunum og auka- verkunum. Magnús Jóhannsson læknir hjá Embætti landlæknis 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.