Fréttablaðið - 19.12.2015, Side 26

Fréttablaðið - 19.12.2015, Side 26
Kia Soul SUV Í Soul fyrir jól — Kia Soul á frábæru verði Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi. Reynsluaktu hátíðlegum Kia Soul Kia Soul bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu. Kia Soul — 1,6 dísil, 6 gíra, beinskiptur,128 hö. Verð frá 3.490.777 kr. Kia Soul er glæsilegur á að líta. Hann er þægilegur í akstri, rúmgóður og þú situr hátt í honum. Soul hefur ótal spennandi eiginleika eins og hita í stýri og sætum, loftkælingu, bakkmyndavél, bakkskynjara, 4,3" litaskjá og 16" álfelgur. Þú getur fengið Soul sem rafbíl eða disilbíl, sjálfskiptan eða beinskiptan — og á alveg frábæru verði. 7 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum Kia bílum. 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Jólaguðspjallið sem landsmenn lesa venjulega er úr Lúkasarguð-spjalli 2.1–14. Stundum vill það gleymast, en það er annar texti í Nýja testamentinu sem einnig inniheldur jólaguðspjall, Matteusarguðspjall 1–2. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu jólaguðspjalli? Frásögnin greinir frá því að Jesús hafi fæðst á dögum Heródesar kon- ungs og að vitringar hafi komið að austan með þau skilaboð að nú væri fæddur nýr konungur Gyðinga. Her- ódes varð skelkaður við þessar fréttir, hræddur við að missa völd sín sem einræðisherra. Fullur af bræði sendi hann út hersveitir til að myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni, börn sem voru tveggja ára og yngri. Fjölskyldunni litlu, Jósef, Maríu og Jesú, tókst hins vegar að flýja úr landinu áður en hersveitir Heródesar náðu til þeirra. Þau gátu síðan dvalið í landinu sem þau flúðu til þar til Heródes var allur. Egyptaland tók á móti þessu flóttafólki, á meðan ein- ræðisherra heimalandsins, harðstjóri og fjöldamorðingi, murkaði lífið úr ungum þegnum sínum. Hljómar þetta kunnuglega? Svo milljónum skiptir er fólk að flýja stríðsátökin í Sýrlandi, sem hófust með uppreisn gegn harðstjórn ein- ræðisherrans Bashar al-Assad, sem brást við með skipulögðum fjölda- morðum á þegnum sínum. Mis- munandi er hvernig tekið er á móti sýrlenskum flóttamönnum í öðrum löndum, enda um óheyrilegan fjölda af fólki að ræða. Þjóðverjar hafa lýst því yfir að þeir ætli að taka á móti 800.000 manns á þessu ári. Svíar hafa líka nú þegar tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi, svo mörgum að þeir þurftu að lokum að takmarka aðgengi fólksins að landinu. Að maður tali nú ekki um nágrannaríki Sýrlands; Tyrkland, Líbanon og Jórdaníu, þar sem sýr- lenskir flóttamenn eru nú samanlagt yfir 4 milljónir. Rými fyrir miklu fleiri Á sama tíma hafa íslensk stjórn- völd hreykt sér af því að þau ætli á næstu misserum að taka á móti 55 flóttamönnum frá Sýrlandi. Fimm- tíu og fimm. Fleiri flóttamenn fylgja væntan lega í kjölfarið á næstu árum, en það er núna sem þörfin er mest, ekki eftir tvö til þrjú ár – eða öllu heldur: þörfin var mest fyrir nokkr- um mánuðum. Það er satt að íslenska þjóðin sé lítil, en óhætt er að fullyrða að á Íslandi sé rými fyrir miklu fleiri flóttamenn en fimmtíu og fimm – og það núna. Það er líka óhætt að full- yrða að rými sé fyrir marga af þeim einstaklingum og margar af þeim fjölskyldum sem sótt hafa um hæli á undanförnum vikum og mánuðum. Á sama tíma og íslensk stjórn- völd eru að hreykja sér af því afreki að taka á móti 55 flóttamönnum frá Sýrlandi og á sama tíma og margar þjóðir heimsins eru að taka á móti öllum þessum fjölda af flóttafólki eru íslensk stjórnvöld önnum kafin við að vísa fólki úr landi, einkum fólki frá Albaníu – en einnig Sýrlandi – sem hefur sótt um hæli hér á landi vegna bágra aðstæðna heima fyrir. Oft liggja þessar aðstæður fyrir. Og oft eru þær einfaldlega hunsaðar á grunni lagabókstafs sem segir að senda skuli fólk til baka þaðan sem það kom ríki ekki styrjöld í viðkom- andi landi. Þetta fólk er sent heim án tillits til þess hvaða aðstæður bíða þess í gamla heimalandinu. Þetta eru litlar fjölskyldur, lítil börn, sum veik, sum nýbyrjuð í skóla hér á landi, fólk sem þegar er byrjað að aðlagast aðstæðum á landinu. Á sama tíma er uppgangur í íslensku samfélagi og rými nægilegt fyrir fólk úr öðrum heimshlutum, fólk sem gerir ekkert annað en að glæða samfélag okkar lífi og fallegum litum. Sameiginlegt átak Hvað getum við gert? Við getum mundað pennann, tekið þátt í frið- samlegum mótmælum eða þrýst á stjórnvöld með öðrum hætti. Með sameiginlegu átaki er hægt að hafa áhrif á ráðamenn þjóðarinnar, því mikill fjöldi af fólki sem er einhuga í vilja sínum er sterkt afl. Atburðir síðustu daga í málefnum tveggja fjölskyldna frá Albaníu eru góð dæmi um það hverju er hægt að áorka með sameiginlegum þrýstingi á stjórn- völd. Því það var eingöngu fyrir tilstilli almennings í landinu sem stjórnvöld kúventu í þessum málum og sýndu um leið að flest er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Þetta sýnir okkur líka að almenningur getur ekki sofið á verði sínum þegar kemur að því að veita stjórnvöldum aðhald og minna þau á gildi samúðar og mann- réttinda. Þetta væri einn lærdómur sem við getum dregið af jólaguðspjalli Matte- usar. Jólaguðspjall og flóttafólk Rúnar M. Þor- steinsson prófessor í nýja- testamentis- fræðum við HÍ Atburðir síðustu daga í mál- efnum tveggja fjölskyldna frá Albaníu eru góð dæmi um það hverju er hægt að áorka með sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.