Fréttablaðið - 19.12.2015, Side 28
Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heims-byggðina í seinni heimstyrjöld-
inni. Nú sex og hálfum áratug síðar
vitum við að tóbak dregur um helming
neytenda þess til dauða.
Rafrettur markaðssettar
sem skaðlaus vara
Söluaðilar halda margir hverjir því
fram að rafrettur eigi eftir að leysa
sígarettur af hólmi. Rafrettur hafa verið
markaðssettar sem skaðlaus vara hér
á landi og oftar en ekki settar í sæl-
gætisbúning. Hægt er að velja á milli
bragðefna eins og karamellu, súkkul-
aði eða annarra sætuefna sem höfða
vel til barna. Ólöglegt er fyrir börn
undir 18 ára aldri að kaupa rafrettur
en samkvæmt nýlegum gögnum hefur
fimmti hver nemandi í 10. bekk prófað
rafrettu.
Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni
því lungu barna eru enn að taka út
þroska og þar af leiðandi viðkvæmari
fyrir efnum sem finnast í rafrettum.
Einnig er veruleg ástæða til að hafa
áhyggjur af útbreiðslu rafrettunnar
því nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum
sýnir að táningar sem hafa notað raf-
rettur eru líklegri en aðrir til að verða
reykingamenn.
Allt skaðminna en sígarettur
Samanborið við sígarettureykingar
er nánast allt mun skaðminna en að
halda áfram að reykja. Í þessu ljósi er
rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp
fólks, sem ekki hefur tekist að hætta
reykingum með öðrum aðferðum.
Þar með er það upptalið. Hingað til
hefur árangur af því að nota rafrettur
eða aðra nikótíngjafa til að hætta sígar-
ettureykingum verið nokkuð svipaður.
Af þeim sem vilja hætta að reykja hefur
7,3% tekist að hætta með rafrettum,
5,8% með nikótínplástrum og 4,2%
með lyfleysu. Óvissan um heilsufarsaf-
leiðingar notkunar rafretta er mikil, en
þó er vitað að þær eru alls ekki skað-
lausar. Því er enn ráðlagt að nota frekar
aðra nikótíngjafa en rafrettur.
Margar hættur sem fylgja rafrettum
Hættur sem fylgja rafrettum eru
margar, ekki síst það að viðhalda nikó-
tínneyslunni í samfélaginu. Háskalegt
er að sjá að tóbaksframleiðendur eru
mættir á svæðið. Þeir stýra stórum
hluta rafrettuiðnaðarins og hafa
hingað til látið sig lítið varða hagsmuni
neytenda vegna afleiðinga tóbaksreyk-
inga. Afar ólíklegt er að þeir muni vara
okkur við hættum tengdum rafrettum.
Rafrettugufa er ertandi fyrir lungun
og hefur neikvæð áhrif á öndunar-
starfsemi. Efnið díasetýl er notað í
bragðefni fyrir rafrettur og reyndar
líka í matvælaframleiðslu. Það gefur
tilefni til að hafa áhyggjur, því það
getur valdið hættulegum bráðum
lungnasjúkdómi hjá fólki þar sem
það er notað í iðnaði (“popcorn lung”
hjá starfsmönnum í örbylgjupopps-
iðnaðinum) og því ástæða til að setja
varnagla við það þegar fólk andar að
sér þessu efni með rafrettueiminum.
Eitrunartilfellum meðal barna
yngri en fimm ára hefur fjölgað veru-
lega samhliða útbreiðslu rafrettunnar.
Ófrískar konur ættu ekki að nota raf-
rettur því nikótín er skaðlegt fóstrinu
og getur aukið hættu á ungbarna-
dauða.
Langtímaafleiðingar ekki þekktar
Mikilvægt er að hafa í huga að ein-
ungis um tíu ár eru liðin síðan raf-
rettur komu fyrst á markað í Kína og
enn styttra síðan þær urðu fáanlegar
í vestrænum löndum. Það er því allt
of snemmt að segja til um mögulega
skaðsemi þeirra því ætla má að það
taki að minnsta kosti um 15-20 ár að
koma í ljós hvort þær valdi alvarlegu
heilsutjóni.
Vel má vera að rafrettur geti leyst
sígarettur af hólmi fyrir vissa einstak-
linga. Engu að síður þurfum við að
vera vakandi fyrir mögulegum skaða
af völdum þeirra. Matvæla- og lyfja-
eftirlit Bandaríkjanna hefur rannsakað
bragðefnin og komist að því að sum
innihalda formaldehýð sem er þekkt
krabbameinsvaldandi efni.
Hver á að gæta hagsmuna barna?
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar
að sala á rafrettum muni margfaldast
á næstu árum. Við getum ekki ætlast
til þess að börn séu upplýst um mögu-
lega skaðsemi rafretta á sama tíma og
við seljum bragðefni fyrir rafrettur
innan um sælgæti. Við getum þó verið
alveg viss um að framleiðendur munu
ekki gæta hagsmuna okkar eða barna
okkar.
Það tók okkur meira en fimmtíu ár
að viðurkenna skaðsemi sígarettu-
reyks. Það mun taka að minnsta kosti
næsta áratug áður en við verðum
betur upplýst um heilsufarsafleið-
ingar rafretta.
Rafrettur – skaðlausar eða ekki?
Á heimasíðu mennta- og menn-ingarmálaráðuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerð var
af fremstu máltæknisérfræðingum Evr-
ópu og bendir til þess að flest Evrópu-
mál, þar á meðal íslenska, eigi á hættu
stafrænan dauða og séu í útrýmingar-
hættu á stafrænni öld.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru
birtar í Hvítbókaröð META-NET, sem er
kallað evrópsk öndvegisnet (a Network
of Excellence). Er rannsóknin unnin af
meira en 200 sérfræðingum á 60 rann-
sóknarsetrum í 34 löndum, þ.á.m.
Íslandi. (http://www.meta-net.eu/whi-
tepapers). Sérfræðingarnir lögðu mat á
stöðu máltækni fyrir 30 af um 80 tungu-
málum Evrópu á fjórum mismunandi
sviðum: vélþýðingum, talsamskiptum,
textagreiningu og aðgengi að mállegum
gagnasöfnum. Sérfræðingarnir komust
að þeirri niðurstöðu að stafrænn stuðn-
ingur við 21 af þessum 30 tungumálum
væri lítill sem enginn á að minnsta
kosti einu af þessum sviðum. Nokkur
tungumál, m.a. íslenska, fá lægsta
einkum á öllum sviðunum fjórum og
lenti íslenska í næstneðsta sæti tungu-
málanna 30. Aðeins maltneska er talin
standa verr að vígi og enska ein taldist
hafa „góðan stuðning“.
Grundvöllur rannsóknarinnar
Ekki er ljóst við hvað átt er með „staf-
rænni öld“, hvort orðin merkja einfald-
lega einhvern tíma í framtíðinni eða á
þessari öld – öld stafrænna samskipta.
Merking þessara orða skiptir ekki öllu
máli heldur hugsunin og aðferðin sem
býr að baki rannsókninni, skilningur
á hlutverki og stöðu tungumála svo og
tilgangurinn með því að fullyrða, „að
flest Evrópumál, þar á meðal íslenska,
eigi á hættu stafrænan dauða“ án þess
að gerður sé nokkur fyrirvari annar en
sá, að stafrænn stuðningur við tungu-
málin verði aukinn að mun.
Hlutverk tungumála
Tungumál er mikilsverðasta tján-
ingar tækni mannlegs samfélags í
öllum sínum margbreytilegu mynd-
um. Með tungumálinu tjáum við
skapandi hugsun okkar og tilfinn-
ingar, afstöðu og viðhorf og komum
skilaboðum á framfæri í óteljandi
myndum.
Bandaríski félagsfræðingurinn
John Naisbitt gaf árið 1994 út bók
sem hann nefndi Global Paradox,
og ræðir þar aukin samskipti þjóða
í verslun og viðskiptum, þjóðernis-
vitund, tungumál og styrk þjóðríkja
og heldur því fram að því víðtækari,
sem samvinna á sviði viðskipta og
fjármála verði, þeim mun mikilsverð-
ari verði hver einstaklingur. Þá telur
hann að ný upplýsingatækni leysi
alþjóðlega gjaldmiðla af hólmi og
þýðingarvélar styrki einstakar þjóð-
tungur af því að alþjóðleg samskipta-
mál verði óþörf með þýðingarvélum.
Um tungumálin segir John Naisbitt:
Því samtvinnaðra sem efnahagslíf
heimsins verður, því fleira í umhverfi
okkar verður alþjóðlegra. Það sem
eftir stendur af þjóðlegum verð-
mætum verður hins vegar þeim mun
mikilsverðara. Því alþjóðlegri, sem
starfsumhverfi manna verður, því
þjóðlegri verða menn í hugsun. Lítil
málsamfélög í Evrópu hafa fengið
nýja stöðu og aukinn styrk vegna þess
að fólk leggur meiri rækt við menn-
ingarlega arfleifð sína til mótvægis við
sameiginlegan markað Evrópu.
John Naisbitt minnist sérstaklega
á Íslendinga og íslensku og bendir á,
að á Íslandi tali allir ensku og jafnvel
önnur tungumál. Engu að síður varð-
veiti Íslendingar hreinleika íslensk-
unnar („purity of the Icelandic lang-
uage“) og byggi á gamalli lýðræðis- og
bókmenntahefð.
Framtíð íslenskrar tungu
Íslensk tunga mun áfram vega þyngst
í varðveislu sjálfstæðrar menningar
og stjórnarfarslegs fullveldis þjóðar-
innar. Landfræðileg og menningarleg
einangrun landsins, sem áður varð til
þess að tungan hélt velli, dugar ekki
lengur. Íslenskt þjóðfélag hefur ekki
sömu sérstöðu og áður og alþjóða-
hyggja mótar viðhorf Íslendinga –
ekki síst viðhorf ungs fólks sem eru
meiri heimsborgarar og óbundnari
heimahögum en fyrri kynslóðir,
enda stundum talað um „hinn nýja
Íslending“ sem láti sér í léttu rúmi
liggja hvar hann er búsettur og hvaða
mál hann talar, aðeins ef hann hefur
starf og laun við hæfi og getur lifað því
lífi sem hann kýs.
Enginn vafi leikur á að margvísleg
hætta steðjar að íslenskri tungu.
Því þurfa stjórnvöld undir leiðsögn
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins að móta opinbera málstefnu
sem víðtækt samkomulag yrði um. Til
þess verður að efna til umræðu um
íslenskt mál og íslenska málstefnu og
þurfa sem flestir að taka þátt í þeirri
umræðu auk stjórnvalda: rithöfundar
og skáld, kennarar og skólayfirvöld,
málvísindamenn, sagnfræðingar, bók-
menntafræðingar og félagsfræðingar,
læknar og lögfræðingar svo og fulltrú-
ar atvinnulífs og viðskipta, enda hafa
mörg fyrirtæki sýnt íslenskri málrækt
áhuga og skilning. Auk þess er sjálfsagt
að efla máltækni fyrir íslenska tungu.
Máltækni sker hins vegar ekki úr um
líf nokkurrar þjóðtungu.
Framtíð íslenskrar tungu – tungan í
útrýmingarhættu á stafrænni öld
Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á
einu. Ef við opnum faðminn fyrir
öllum þeim sem hingað vilja koma
þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver
á að borga undir öll veiku flótta-
mannabörnin? Við þurfum fyrst
að lækna íslensk börn.
Ég vona að flestum ykkar hafi
svelgst á kaffinu við þennan lest-
ur. Þessi málflutningur gefur það
nefnilega í skyn að útlendingar séu
annars flokks. Hann málar mynd af
flóttamönnum sem óæskilegri ógn
við heilbrigðiskerfið okkar. Eins
og við þurfum að velja á milli þess
hvort við aðstoðum flóttamenn
eða Íslendinga. Þetta er tilraun til
þess að skapa átök á milli tveggja
viðkvæmra hópa í samfélaginu,
flóttamanna annars vegar og fólks
sem þarfnast aðstoðar heilbrigðis-
kerfisins hins vegar.
Sem betur fer hefur þessi mál-
flutningur hingað til einskorðast
við kommentakerfið og símatíma
Útvarps Sögu. Svíþjóðardemó-
kratar, Danski þjóðarflokkurinn og
Sannir Finnar hafa haldið þessum
málflutningi á lofti á Norðurlönd-
um en hann hefur ekki áður heyrst
frá stjórnmálamönnum hérlendis.
Það breyttist síðastliðinn föstu-
dag, þegar þingmennirnir Brynjar
Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og
Katrín Júlíusdóttir (Samfylkingu)
tókust á í Morgunútvarpi Rásar
2. Tilefni umræðunnar var mál
albönsku fjölskyldnanna tveggja
sem sendar voru úr landi ásamt
öðrum hælisleitendum í síðustu
viku. Um málið sagði Brynjar:
„Hvernig halda menn að kerfið
verði ef við erum bara með opinn
faðminn fyrir hverjum sem er? Þá
verður ekkert kerfi og það verður
heldur ekkert heilbrigðiskerfi.
Ég segi eins og forsetinn; þetta er
barnaleg einfeldni.“
Ekki barnaleg einfeldni
Það er áhugavert að Brynjar Níels-
son telji flóttamenn ógna íslensku
heilbrigðiskerfi. Sýrlensku flótta-
mennirnir 55 eru ekki einu sinni
komnir til landsins en samt virð-
ist ríkisstjórn Brynjars á góðri leið
með að rústa heilbrigðiskerfinu
ein og óstudd. Getur verið að
stærsta ógnin við heilbrigðis-
kerfið sé ekki þolendur stríðs og
ofsókna sem hér fá skjól heldur
ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks?
Það er ekki barnaleg einfeldni
að halda að við getum gert bæði
í einu, veitt stríðshrjáðum flótta-
mönnum skjól og rekið almenni-
legt heilbrigðiskerfi. Við getum
aukið aðstoð við flóttamenn, við
getum bætt kjör öryrkja og aldr-
aðra og við getum tryggt Landspít-
alanum nauðsynlegt fjármagn. Þá
getum við bætt sálfræðiþjónustu,
barist gegn kynbundnu ofbeldi og
tryggt öllum jafnan rétt til mennt-
unar. Allt þetta getum við gert. Um
þessi mál þurfum við ekki að velja.
Mikilvægasta val okkar mun
eiga sér stað í kjörklefanum vorið
2017. Þá fáum við tækifæri til
að hafna málflutningi Brynjars
Níelssonar og velja mannúðlegri
stefnu.
Við þurfum (ekki) að velja
Óskar Steinn
Ómarsson
ungur jafnaðar-
maður
Mikilvægasta val okkar mun
eiga sér stað í kjörklefanum
vorið 2017. Þá fáum við
tækifæri til að hafna mál-
flutningi Brynjars Níelssonar
og velja mannúðlegri stefnu.
Lára G.
Sigurðardóttir
læknir og fræðslu-
stjóri Krabba-
meinsfélagsins
Hans Jakob
Beck
lungnalæknir
og yfirlæknir
lungnasviðs
Reykjalundar
Tryggvi Gíslason
fv. skólameistari
Landfræðileg og menningar-
leg einangrun landsins, sem
áður varð til þess að tungan
hélt velli, dugar ekki lengur.
Lára G. Sigurðardóttir
visir.is Lengri útgáfa af greininni
er á Vísi.
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð