Fréttablaðið - 19.12.2015, Page 36

Fréttablaðið - 19.12.2015, Page 36
tók hana úr starfsliðinu á leikdegi og lét hana dúsa á æfingasvæðinu áður en hún gafst upp, hætti og kærði Chelsea. Málið verður tekið fyrir á næsta ári og gæti farið svo að Chelsea þurfi að greiða Evu miska­ bætur. Ábyrgð leikmanna? Mourinho á oft í miklu haltu mér slepptu mér sambandi við leik­ menn sína. Þeir annaðhvort elska hann og væru til í að brjóta skothelt gler með höfðinu fyrir Portúgalann eða hafa nákvæmlega engan áhuga á að spila fyrir hann. Þegar Mourinho var látinn fara í fyrra skiptið frá Chelsea var mikið skrifað og skrafað um að kóngarnir í Chelsea í þá daga, Frank Lampard og John Terry, hefðu talað hann úr starfi. Þeir voru svo sagðir hafa gert það nokkrum sinnum í viðbót enda stjóraskiptin ansi tíð hjá liðinu. Mourinho lenti í svipuðu ves­ eni hjá Real Madrid þar sem hann móðgaði nokkra kónga og var algjörlega búinn að missa klefann. Nú eru leikmenn eins og Eden Hazard (besti leikmaður síðasta tímabils), Cesc Fábregas (sem bætti eigið stoðsendingamet í fyrra) og Nemanja Matic (besti varnarsinn­ aði miðjumaður síðasta tímabils) að spila eins og þeir kunni ekki fót­ bolta. Augljóslega urðu þeir ekki verri leikmenn á einni nóttu. Þetta er ekki Space Jam. Yfirmaður tækni­ mála hjá Chelsea væri ekki að tjá sig opinberlega um ágreining milli leikmanna og Mour­ inhos nema þeir væru búnir að kvarta í yfirvaldið. Eins og svo oft áður þurfa leikmenn ekki að sýna neina ábyrgð því auð­ veldara er að reka einn mann en heilt lið. Og það þurfti Mourinho að upplifa aftur hjá sama liðinu. J o s é M o u r i n o ætlaði að búa um sig á Brúnni að þessu sinni og vildi vera að minnsta kosti í áratug hjá Chelsea. Hann var kominn til að vera, en eins og með þá flesta hjá Chelsea var hann látinn fara. Fótbolti José Mourinho var rekinn öðru sinni frá Chelsea á fimmtu­ daginn. Eftir níu tapleiki í ensku úrvalsdeildinni og þá staðreynd að ríkjandi meistararnir eru í 16. sæti með aðeins 15 stig gafst Roman Abramovich, eigandi félagsins, upp og rak sinn uppáhaldsmann. Endurkoma Mourinhos gekk full­ komlega fyrstu tvö tímabilin en fyrri hluti þessa vetrar var kata strófa frá fyrsta leik þegar hann gagnrýndi lækninn Evu Carneiro með þeim afleiðingum að hún hætti. Eins og stundum áður missti Mourinho klefann en leikmenn sem spiluðu eins og algjörar hetjur á síðasta tímabili virðast ekki hafa nokkurn áhuga á að spila fyrir Portúgalann í ár. „Svo virtist vera að það hafi verið áþreifanlegur ágreiningur á milli Mourinhos og leikmannanna. Við töldum að það væri tímabært að grípa til aðgerða,“ sagði Michael Emanalo, yfirmaður tæknimála hjá Chelsea, um brottreksturinn því auðvitað tjáir Abramovich sig ekkert frekar en fyrri daginn. Úr hetju í skúrk Stuðningsmenn Chelsea réðu sér vart fyrir kæti þegar José Mourinho var endurráðinn knattspyrnustjóri félagsins sumarið 2013. Hann eyddi reyndar fyrsta tímabilinu í að tala liðið niður og sagði það ekki geta orðið meistara en lofaði Englands­ Kominn til að vera en var látinn fara José Mourinho ætlaði að koma sér vel fyrir hjá Chelsea og var tilbúinn að vera lengi á Brúnni. Roman Abramovich hefur enga þolinmæði fyrir tapleikjum og rak hann í annað sinn. Réð ekkert við leikmennina frekar en fyrri daginn. Tómas Þór Þórðarson tomas@frettabladid.is Er þolinmæði kannski ekki dyggð? Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur litla þolinmæði eins og hann hefur sýnt. Mikið er talað um að gefa knattspyrnu- stjórum tíma en Rússinn er á öðru máli. Þú vinnur titla eða ferð. Ekki margir eru sammála aðferðum Abramovich en titl- arnir tala sínu máli. José Mourinho júní 2004 - september 2007 Sjö stórir titlar; Englandsmeistari 2x og bikarmeistari 1x Avram Grant september 2007 - maí 2008 Enginn titill en ferð í úrslitaleik MD luis Felipe Scolari júlí 2008 - febrúar 2009 Enginn titill Ray Wilkins febrúar 2009 - febrúar 2009 Stýrði liðinu til sigurs í einum leik Guus Hiddink febrúar 2009 - maí 2009 Bikarmeistari Carlo Ancelotti júlí 2009 - maí 2011 Vann deild og bikar á fyrra árinu André Villas-boas júní 2011 - mars 2012 Roberto Di Matteo mars 2012 - nóvember 2012 Bikarmeistari og vann Meistaradeildina Rafael benítez nóvember 2012 - maí 2013 Vann Evrópudeildina José Mourino júní 2013 - desember 2015 Deildarmeistari og deildabikar- meistari Níu töp og eitt fjölmiðlaslys 08.08 Mourinho gagnrýnir Evu Carneiro opinberlega 16.08 3-0 tap fyrir Man. City 29.08 1-2 tap fyrir C. Palace 12.09 3-1 tap fyrir Everton 03.10 1-3 tap fyrir Southampton 24.10 2-1 tap fyrir West Ham 31.10 1-3 tap fyrir Liverpool 07.11 1-0 tap fyrir Stoke 05.12 0-1 tap fyrir Bournemouth 14.12 2-1 tap fyrir Leicester meistaratitlinum 2015. Það gekk allt upp. Nú, aðeins rétt rúmu hálfu ári síðar, er hetjan á Brúnni orðin skúrkurinn enda liðið búið að tapa níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins tveimur stigum frá falli en fimmtán stigum frá sæti í Meistaradeildinni. Svo virðist sem eini möguleiki Chelsea á að komast í Meistaradeildina að ári sé að vinna hana á þessu ári. Til að setja þessi níu töp í sam­ hengi þá tapaði Mourinho aðeins tíu leikjum í heild sinni í fyrri stjóra tíð sinni hjá Chelsea sem var rétt rúm þrjú tímabil. Hann tapaði svo bara átta leikjum með Inter og aðeins ellefu á þremur árum í deild með Real Madrid. Læknirinn út Mourinho hefur verið að sumu leyti stórfurðulegur á þessu tímabili og blaðamannafundirnir skrítnari en oft áður. Þó mjög skemmtilegir eins og vanalega þegar Mourinho á hlut að máli. Vitleysan á þessu tímabili hófst strax í fyrsta leik þar sem liðið gerði jafntefli við Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Undir lok leiksins stökk læknirinn Eva Carneiro inn á völlinn í „leyfisleysi“ af hálfu Mour­ inhos til að hlúa að Eden Hazard. Chelsea var þá þegar búið að missa mann af velli og var að verja stigið. Þar sem Carneiro fór inn á þurfti Hazard að fylgja henni út af og þar með voru Chelsea­menn níu inni á vellinum um stund. Mourinho trompaðist og gagn­ rýndi Carneiro opinberlega. Hann Mourinho er búinn að tapa níu leikjum í deildinni núna sem er einum leik minna en hann tapaði í heildina með Chelsea þegar hann stýrði liðinu síðast. Brottvikning læknisins Evu Carneiro var upphafið að endinum. 61,4 71,2 68,5 36,0 65,6 37,5 66,7 Rekinn Lokatímabil: S9, J5, t11. Rekinn eftir 25 leiki Lokatímabil: S3, J4, t1. Rekinn eftir átta leiki 2004/05 2005/06 2006/07 2007/08 2013/14 2014/15 2015/16 Sigur í deild, sigur í deildabikar Sigur í deild, sigur í samfélagsskildi 2.sæti í deild, sigur í bikar, sigur í deildabikar 3. sæti í deild Sigur í deild, sigur í deildabikar %Sigurhlutfall Chelsea 1 9 . D E S E M b E R 2 0 1 5 l A U G A R D A G U R36 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.