Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 48

Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 48
alla vini mína, alla sem mér þykir vænt um og sjálfa mig líka, með einum eða öðrum hætti, því hún er svo sammannleg. Þetta er kona á fer- tugsaldri sem hefur upplifað ýmis- legt eins og við gerum öll, annað væri það nú. Það er eitthvað í henni sem hefur ýtt henni á þennan stað þar sem hún er af því að það fer enginn áfallalaust í gegnum lífið.“ Drykkja, pillur og ofbeldi er því miður á meðal þess sem margir þekkja af eigin raun í veruleika pers- ónanna í Sporvagninum Girnd. Nína segir að þetta sé dapurlegur veruleiki en veruleiki engu að síður. „Þú lendir á einhverjum stað í lífinu. Þú lendir í sorg. Þú lendir í áfalli. Og leiðin þín til þess að takast á við það er að þú byrjar að deyfa þig og svo nærðu ein- hvern veginn ekki tökum á því og svo þarftu að breiða yfir. Breiða yfir sannleikann og sársaukann. Breiða yfir það sem meiðir þig mest. Hvaða meðal er best til þess? Það ætlar sér enginn að fara þangað. Það ætlar sér enginn þessa leið í lífinu. Það ætlar sér enginn að verða fyllibytta eða róni eða fíkill og öll getum við misst tökin á lífi okkar.“ Út af sporinu Nína Dögg staldrar við og hugurinn reikar annað en til sviðsins og út fyrir kaffispjallið. Þessi orð taka á. „Fyrir mína parta á þetta ótrúlega mikið erindi í dag. Það er svo mikill hraði. Það gefur sér enginn tími til þess að hlusta á neinn. Við þurfum bara aðeins að stoppa og horfast í augu. Tala saman. Það er svo auðvelt að missa tökin ef maður er ekki vakandi fyrir því að passa miðjuna og sjálfið. Það eru auðvitað fleiri og fleiri tæki í dag sem við höfum en á þeim tíma sem þetta verk var skrifað, en í dag geturðu fengið áfallahjálp og farið til sál- fræðings. Það er ekkert tabú lengur. Maður segir bara: Ertu ekki með þerapista? Æ, leiðinlegt fyrir þig. Þú ert að missa af svo miklu. Því í dag er alveg jafn sjálfsagt að rækta sálina og að rækta kroppinn. En auðvitað getum við öll lent í því að grípa í vit- laust haldreipi og fara út af sporinu, þá getur verið erfitt að finna leiðina til baka.“ Nína Dögg segir að auðvitað sé líka fullt af hennar lífi þarna í þessu verki. Í þessari brotnu manneskju. „Hver hefur ekki sagt hvíta lygi? Hver hefur ekki reynt að fegra veruleikann með smá hvítri lygi? Hver hefur ekki reynt að deyfa sig af því að honum líður illa? Hver hefur ekki tekið feilspor undir áhrifum áfengis? Og það eru stærstu mistök sem þú getur gert. Þetta er ég og þetta er hún og þetta ert þú. Sársaukinn í mínu lífi Blanche missir ástina sína og fer út af sporinu. Drekkur í laumi og reynir ýmislegt. Síðan hættir hún að drekka í laumi og fer að drekka fyrir allra augum. Skref fyrir skref. Ef maður vinnur ekki í sér þá leiðir alkóhólisminn til geðveiki eða dauða. Valið er þitt. En oft skemm- ist fólk á leiðinni og þá verður erfitt að velja. Maður hefur séð svona og það er alveg í minni fjölskyldu. Ég hef þurft að horfa á náinn einstak- ling fara ótrúlega illa með líf sitt og það er hrikalegur sársauki sem fylgir því – ekki aðeins fyrir viðkomandi manneskju heldur alla í kringum hana. Alla ástvini. Allir búnir að reyna að gera allt en fíknin ræður. Það eru svo margir í þessari baráttu. Það eru svo margir að takast á við þetta og ég held að við komumst aldrei að hinu eina sanna um fíkn- ina. Núna þegar ég er að takast á við þessa konu, þetta hlutverk, þá er ég óneitanlega að upplifa þennan sársauka sem hefur orðið á vegi mínum í lífinu. Af því að ég sé hana í þeim sem stendur mér nærri. Hún stoppar ekki. Hún er föst á sporinu en langar að stoppa. Hún er með alls konar tæki til að reyna og er að skjóta upp fullt af blysum á leiðinni en breiðir um leið yfir allt.“ Heimar sem skarast Það er dálítið erfitt að átta sig á því hvort Nína Dögg er að tala um En auðvitað gEtum við öll lEnt í því að grípa í vitlaust haldrEipi og fara út af sporinu, þá gEtur vErið Erfitt að finna lEiðina til baka. ↣ Nína Dögg segir að söknuðurinn eftir Sjonna bróður sé mikill en það sé líka gaman að sjá hversu mikið af honum er í börnunum. Fréttablaðið/ErNir Blanche eða raunverulega mann- eskju sem stendur henni nærri en það breytir kannski ekki öllu. Nína Dögg leggur líf og sál í það sem hún gerir í leikhúsinu og því skarast þessir heimar. Lífið fylgir henni inn í leikhúsið og leikhúsið fylgir henni út í lífið. „Hún er alltaf með mér. Ég fór í ræktina áðan og hún mætti með mér þangað. Það var eitthvert lag sem ég var að hlusta á og þá hugsaði ég bara: Guð minn góður, þetta er hún. Svo fórum við til Amsterdam, vinkonurnar, svona fertugs ferð, og hún var sko með, maður. Partí!“ segir Nína Dögg sem hlær að Blanche og sjálfri sér. „Svo var aðeins verið að fá sér í þessari ferð og hún lét það sko ekki fram hjá sér fara. Ég tók Blanche- dansinn fyrir stelpurnar á hótelher- berginu og allan pakkann. Þannig að ég get ekki neitað því að hún tekur alveg yfir á köflum. En ég er bara svo vel gift að það bjargar mér.“ Sjonni bróðir Nína Dögg er gift leikaranum, leik- stjóranum, handritshöfundinum og framleiðandanum Gísla Erni Garðarssyni svo það er mikið listalíf á heimilinu. „Við eigum saman tvö börn. Rakel Maríu níu ára og Garðar Sigur fjögurra ára, en hann heitir Sigur í höfuðið á bróður mínum, Sjonna Brink heitnum.“ Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink varð bráðkvaddur á heimili sínu aðeins þrjátíu og sex ára gamall árið 2011. Sigurjón var einstaklega vinsæll og vinmargur maður en ásamt Nínu Dögg og Gísla Erni tók hann þátt í stofnun Vesturports. „Ég sé nú ótrúlega mikið af honum Sigurjóni í stráknum mínum. Húm- orinn, blíðlyndið og hlýjuna. Hann elskar alla tónlist og maður sér hvernig tónlistin fer inn í kroppinn á honum svo hann iðar af ánægju. Það er líka svo gaman að horfa á börnin hans Sigurjóns. Aron var í The Voice og er búinn að syngja á tónleikum og dóttir hans fimmtán ára syngur alveg eins og engill líka. Svo eru það guttarnir tveir. Öll alveg dásamleg. En svo er Árni bróðir líka í listum, hann er tökumaður, þannig að við erum öll í þessu. Þetta er greinilega svona sterkur strengur og mikil þörf í okkur. Sigurjón var líka með alveg einstaka lund. Ég man að þegar hann var að sækja um vinnu og svona, þá sagði hann: „Ég fer bara inn og svo segi ég bara þið verðið að fá mig í vinnu. Þið viljið ekki missa af því.“ Og fólk horfði bara á hann og sagði já. Efaðist ekki eitt andar- tak og enginn sá eftir því. Hann var engum líkur. En það er dáldið erfiður tími núna eins og er alltaf um jólin en hann er alltaf með okkur. Gleðin, hlýjan og tónlistin. Þetta er erfitt og ég á engin fleiri orð um það. Stundum er ekkert meira að segja.“ 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r48 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.