Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 60
Smáréttir í
hátíðarbúningi
Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, deilir með
lesendum uppskriftum að uppáhaldssmáréttunum sínum fyrir jólin.
4 stk. gæsabringur
Olía til að steikja upp úr
Salt og pipar
4 msk. smjör
2 greinar timjan
Kryddið gæsabringurnar með
salti og pipar. Hitið pönnu við
miðlungs hita og hellið olíu á
hana. Steikið gæsabringurnar í 3
mínútur á annarri hliðinni, snúið
þeim svo við og steikið áfram í 3
mínútur. Slökkvið undir pönn-
unni, bætið smjörinu og timjan-
greinunum út á og baðið bring-
urnar upp úr smjörinu. Gott er að
nota skeið til að ausa smjörinu yfir
bringurnar og snúa þeim nokkrum
sinnum. Leyfið bringunum að hvíla
vel áður en þið skerið þær í þunnar
sneiðar.
Jólarauðkál
2 rauðkálshausar
200 g púðursykur
100 ml rauðvínsedik
1 kanilstöng
1 stjörnuanís
3 negulnaglar
500 ml trönuberjasafi
1 l maltöl
Skerið rauðkálið fínt niður. Setjið
það í pott ásamt öllu hráefninu
og sjóðið við vægan hita í svona
klukkutíma. Kælið eða borðið heitt.
Þetta er sniðug útfærsla ef þið
ætlið að borða reykt kjöt í forrétt.
Hangikjöt, reykta andarbringu,
grafið kjöt eða eitthvað sniðugt
sem er hægt að kaupa tilbúið úti í
búð fyrir jólin. Það er um að gera
að notfæra sér allt það úrval sem
til er í búðunum og leggja meira í
aðalréttinn þá í staðinn.
2 stk. reykt andabringa,
skorin í þunnar sneiðar
Remúlaði
100 ml majónes
2 stk. litlar súrar gúrkur
1 msk. dijonsinnep
Börkur (fínt rifinn) og safi úr ½
sítrónu
2 msk. hunang
1 msk. capers
Blandið öllu saman í skál og
smakkið til með hunangi. Það er
dálítið smekksatriði hversu sætt
fólk vill hafa þetta og fer líka eftir
kjötinu sem á að bera þetta fram
með.
Pikklaður rauðlaukur
2 stk. rauðlaukur
40 g sykur
40 g eplaedik
Skrælið laukinn og skerið hann
í bita. Hitið sykurinn og epla-
edikið saman í potti og bætið
lauknum út í. Þegar laukurinn er
orðinn bleikur (sirka 2 mínútur)
takið hann þá og kælið hann inni
í ísskáp. Gott er að bera þetta
fram kalt með reyktu og gröfnu
kjöti.
Reykt andabringa með remúlaði
Bleikjan
200 g fínt salt
100 g púðursykur
8 bleikjuflök
Blandið saman salti og sykri.
Beinhreinsið bleikjuflökin. Stráið
⅓ af saltmarineringunni í fat,
leggið roðið niður á saltið og
stráið svo afganginum yfir. Grafið
bleikjuna í 30 mínútur. Skolið
flökin og þerrið þau og setjið þau
í ísskápinn þar til þau verða alveg
köld aftur. Þetta gerum við til að
fiskurinn ofeldist ekki þegar við
eldum hann svo í ofninum á eftir.
Leggið flökin svo á bökunarpapp-
ír í ofnskúffu með roðhliðina upp.
Bakið við 220°C í 8 mínútur. Þá
ætti roðið að renna auðveldlega af
fiskinum.
Blómkáls grænubaunamauk
300 g grænar baunir (grænar frosnar
baunir, ekki þessar í dós)
200 g blómkál
400 ml vatn
300 ml rjómi
Blandið saman vatninu og rjóm-
anum í potti. Fáið upp suðu og
bætið blómkálinu út í og sjóðið í
10 mínútur. Bætið baununum út í
og sjóðið áfram í 5 mínútur. Sigtið
grænmetið frá rjómablöndunni og
maukið í blandara. Bætið smá af
rjómavatninu út í og maukið þar
til flauelsmjúkt. Kryddið með salti
og pipar.
200 g marineruð síld
250 ml kókosmjólk
2 stk. anísstjörnur
2 stk. negulnaglar
1 kanilstöng
Sigtið síldina og þerrið hana. Hitið
kókosmjólkina með kryddinu út í.
Kælið svo kókosmjólkina og bætið
síldinni út í. Marinerið síldina í nýja
kókosleginum. Því lengur sem þið
marinerið hana, þeim mun meira
bragð verður af henni.
Appelsínusmjör
200 g ósaltað smjör
1 dl súrmjólk
1 stk. appelsína
1 hvítlauksrif
Gott sjávarsalt
Leyfið smjörinu að ná stofuhita.
Setjið það í hrærivél og þeytið
það upp með súrmjólkinni. Rífið
börkinn af appelsínunni fínt og hvít-
lauksrifið líka. Bætið því út í smjörið
og blandið vel saman. Kryddið svo
með salti. Rúgbrauð fer afskaplega
vel með þessari síld.
Léttgrafin ofnbökuð bleikja með mauki
Gæsabringa með jólarauðkáli
Jólasíld með appelsínusmjöri
MYNDIR/BJÖRN ÁRNASON
1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R60 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð