Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 72
FÓLK|JÓL Kærleikskúlan varð fyrst til árið 2003 en það var listamaðurinn Erró sem skreytti hana. „Það hefur verið hefð hjá mér að safna kærleikskúlum auk þess sem ég hef gefið foreldrum mínum hana í jólagjöf. Mér finnst kærleikskúlan vera fallegt form af íslenskri list, enda engir smá listamenn sem skreyta hana. Mér finnst frábært að listamenn skuli gefa sér tíma til að styrkja fatlaða með þessum hætti. Það er flott hugsun á bak við kúluna í heild sinni,“ segir Arnar Gauti. „Ég raða kúlunum á stóra grein sem ég er með í vasa. Ég set þær ekki á jólatréð heldur nota þær sem glæsilega skreytingu. Það er bæði fallegt og svo er gaman að horfa á þær svona saman,“ segir hann. „Kúlurnar draga að sér gesti sem hafa gaman af að skoða þær. Ég fór einu sinni á sumar­ hátíð í Reykjadal og það var ótrúlega gefandi að sjá starfið á bak við kúlurnar. Auk þess varð mér ljóst hversu mikilvægt þetta styrktarstarf er. Það er gaman að geta styrkt starf Styrktarfélags lamaðra og fatlaða og fá í stað­ inn fallegan og eigulegan grip,“ segir Arnar. Kærleiks kúlan í ár er eftir listakonuna Rögnu Róberts­ dóttur. TÍMI TIL AÐ NJÓTA Arnar, sem er þekktur fagurkeri og stílisti, viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ætli glitrið í augum barna minna gleðji ekki mest, auk þess sem mér finnst aðventan yndislegur tími. Ég vil vera búinn að öllu snemma og njóta þessa tíma með börnunum mínum, gera eitthvað skemmti­ legt saman. Það er ekkert stress á mínu heimili. Ég er meira að segja búinn að kaupa jólamat­ inn,“ segir hann. „Við fórum á skauta á Ingólfstorgi um daginn sem var einstaklega ánægjulegt. Umhverfið er svo fallegt og þetta er vel gert,“ bætir hann við. Arnar er fráskilinn og á tvö börn, Kiljan Gauta, 8 ára, og Natalíu París, 11 ára. „Börnin eru aðra hverja viku hjá mér og verða með mér á aðfanga­ dag. Það verður möndlugrautur og hamborgarhryggur. Ég hef mjög gaman af því að elda mat og það verður mjög notalegt hjá okkur. Uppáhaldsmaturinn minn er hangikjöt og mamma eldar það fyrir okkur á jóladag,“ segir Arnar Gauti sem viðurkennir að hann sakni þess að eiga ekki stóra fjölskyldu. „Fjölskyldan mín er lítil. Ég er einkabarn og mamma var einkabarn. Það er því engin stórfjölskylda í kring­ um mig en við erum samheldin og kunnum að njóta. Ég held fast í hefðir á jólum. Við veljum jólatré saman og skreytum síðan. Krakkarnir eiga mikið af fallegu jólaskrauti. Ég hef gefið þeim jólaskraut frá því þau fæddust, hún fær alltaf jólakúlu sem er spiladós en hann fær hnotubrjót. Ég tek alltaf jólarölt um miðbæ­ inn og kíki í Jólahúsið.“ GAMALDAGS JÓL Arnar Gauti starfar hjá Húsgagna­ höllinni og er jafnframt með eigið blogg, sirarnargauti.is, þar sem hann gefur góð hönnunarráð. Þegar hann er beðinn að gefa konum góð ráð síðustu dagana fyrir jólin er hann fljótur að svara. „Setjast niður, fá sér púrt­ vín og slaka á. Besta ráðið er að njóta augnabliksins og þakka fyr­ ir allt það góða sem við eigum.“ Arnar segir að dökk­búrgundí sé jólaliturinn í ár. „Litur eins og á góðu rauðvíni,“ segir hann. „Jólin núna eru svolítið gamal­ dags og sá litur hentar þess vegna mjög vel. Fatatískan er hins vegar margbreytileg en mér finnst alltaf að hinn eini sanni jólakjóll sé litli, svarti kjóllinn.“  n elin@365.is SAFNAR KÆRLEIKSKÚLUM JÓL Fagurkerinn Arnar Gauti Sverrisson er mikið jólabarn og finnst gaman að skreyta fyrir jólin. Hann hefur safnað öllum kærleiks­ kúlum sem gerðar hafa verið og þær fá veglegan sess á heimilinu, enda ákaflega fallegir listgripir sem vekja mikla athygli. 2003 – Erró 2004 – Ólafur Elíasson 2005 - Rúrí 2006 – Gabríela Friðriksdóttir 2007 – Eggert Pétursson 2008 – Gjörningaklúbburinn 2009 – Hreinn Friðfinnsson 2010 – Katrín Sigurðardóttir 2011 - Yoko Ono 2012 – Hrafnhildur Arnardóttir 2013 – Ragnar Kjartansson 2014 – Davíð Örn Halldórsson 2015 – Ragna Róbertsdóttir FALLEGT Arnar Gauti með kær- leikskúlurnar sínar sem hann raðar á grein. Þess má geta að í dag er síðasti söludagur kærleikskúlanna fyrir þessi jól. MYND/GVA KÆRLEIKSKÚLAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.