Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 88
FÓLK| MATUR
KAFFIMARENGSKÖKUR
3 stórar eggjahvítur
1/2 tsk. cream of tartar
3/4 bollar sykur
1/2 tsk. vanilla
1 1/2 msk. skyndiespressoduft
Ristaðar kaffibaunir
Þeytið eggjahvítur og cream of
tartar þar til blandan er þykk
og froðukennd. Bætið sykrinum
smám saman við þangað til
blandan er stíf, þeytið nú saman
við vanillu og espressodufti.
Setjið marengsinn á bökunar-
pappír með skeið, kökurnar
eiga að vera fremur litlar og gott
pláss á milli þeirra. Setjið eina
kaffibaun ofan á hverja köku.
Bakið við 90 gráður þar til kök-
urnar eru ljósbrúnar, um það bil
1 1/4 til 1 1/2 tíma. Færið plötuna
til í ofninum einu sinni á þessum
tíma. Slökkvið á ofninum og látið
standa í ofninum í klukkustund.
KAFFIBÚÐINGUR
1 1/2 bolli rjómi
1/2 bolli espresso eða sterkt kaffi
2 msk. kornsterkja
1/4 tsk. salt
1/4 bolli púðursykur
Hitið rjóma og kaffi að suðu á
miðlungshita. Blandið saman í
annarri skál kornsterkjunni, salt-
inu og sykrinum. Hellið þurrefn-
unum út í sjóðandi rjómablönd-
una með handþeytara, látið
sjóða í um mínútu. Hellið heitum
búðingnum í gegnum sigti.
Setjið í skálar eða glös og
hyljið með plastfilmu til að koma
í veg fyrir að húð myndist ofan á
búðingnum. Kælið í að minnsta
kosti 3 klst.
Berið fram með sætum rjóma.
SÆTUR RJÓMI
2 bollar rjómi
3 msk. sykur
1 tsk. vanilludropar
Blandið saman og þeytið. Kælið.
KAFFIÍS
1 1/2 bolli nýmjólk
1 1/2 bolli rjómi
3 stórar eggjarauður
2 stór egg
1/2 bolli sykur
1/2 bolli sterkt kaffi
1 tsk. skyndiespressoduft
150 g dökkt súkkulaði, saxað gróft
1/4 bolli Baileys líkjör (má sleppa)
Leysið espressoduftið upp í
kaffinu, látið kólna að stofuhita.
Þeytið saman egg, eggjarauð-
ur og sykur í skál í tvær mínútur
þar til blandan er orðin ljósgul.
Hitið mjólk og rjóma að suðu
og slökkvið svo á hita.
Stillið þeytarann á miðlungs-
hraða og bætið helming rjóma-
blöndunnar smám saman út í
eggjablönduna.
Þegar blandan er orðin jöfn
skal hella henni út í pottinn
saman við afganginn af rjóma-
blöndunni.
Hitið að miðlungshita og
hrærið stöðugt í á meðan í
nokkrar mínútur þar til blandan
er nokkuð þykk. Slökkvið á hit-
anum. Þeytið kaffi og líkjör út
í. Hellið ísblöndunni í skál og
kælið yfir ísbaði. Þegar blandan
er köld er henni hellt í bök-
unarform og sett inn í frysti í 45
mínútur. Takið út og blandið vel
til að brjóta niður ísnálar sem
myndast. Setjið nú aftur í frysti
og hrærið í á hálftíma fresti.
Þegar ísinn er nærri frosinn
skal hita súkkulaðið yfir vatns-
baði og dreifa svo yfir ísinn.
Súkkulaðið ætti að harðna um
leið, brjótið súkkulaðið með
spaða. Færið nú blönduna yfir í
lokað ílát og frystið.
ESPRESSO BISCOTTI
1 3/4 bolli hveiti
2/3 bolli sykur
1/4 bolli kakó
3 msk. malað kaffi
1 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. kanill
1/4 tsk. salt
6 msk. ósaltað smjör, niðurskorið
3/4 bollar valhnetur
2 egg, léttþeytt
1 tsk. vanilludropar
Hitið ofninn í 180 gráður.
Blandið saman hveiti, sykri,
kakói, kaffi, lyftidufti, kanil og
salti. Bætið við smjörinu og
þeytið. Bætið við valhnetum,
eggjum og vanilludropum þar til
blandan er nokkuð jöfn. Skiptið
deiginu í tvennt. Hnoðið deigið
og myndið tvo hleifa. Setjið
deigið á bökunarplötu með
bökunarpappír. Bakið í 20 til 25
mínútur eða þar til hægt er að
stinga tannstöngli í deigið og
hann kemur hreinn út. Færið
hleifana á skurðarbretti og látið
kólna í tíu mínútur. Skerið hleif-
ana í jafnar sneiðar.
Raðið sneiðunum á bökunar-
plötu, lækkið hitann á ofninum
niður í 150 gráður. Bakið kökurn-
ar í tuttugu mínútur og snúið
einu sinni á meðan. Takið út og
látið kólna.
EKKI BARA Í BOLLA
KAFFIKRÁSIR Kaffibragð er afbragð. Allir kaffiunnendur kunna að meta það en þeir sem ekki drekka kaffi kunna að meta kaffi
ilminn og oft og tíðum bragðið líka enda má nota kaffi í hinar ýmsu uppskriftir. Hér eru nokkrar slíkar.