Fréttablaðið - 19.12.2015, Side 156
Árið 2015 var klárlega ár rappsins og það var ekki hægt að horfa fram hjá því, þannig að þetta er rapp en
samt mjög poppað og því eiga allir
að geta verið með,“ segir Steinþór
Hróar Steinþórsson, betur þekktur
sem Steindi Jr., um lokalagið í Ára
mótaskaupinu í ár.
Lagið ber titilinn Allir með og
nýtur Steindi liðsinnis Stuðmanns
ins og sjóarans síkáta Egils Ólafs
sonar, en þótt þeir tveir séu að vissu
leyti ólíkir listamenn gekk sam
starfið mjög vel. „Ég hef unnið með
Steinda áður, hann er skemmtilegur
og er alveg sér á parti. Ég er ánægður
með að þetta hafi verið borið undir
mig,“ segir Egill um Steinda. „Það var
mjög mikill heiður að vinna með
Agli og er hann að mínu mati einn
flottasti listamaður þjóðarinnar,“
bætir Steindi við.
Lagið er samið af StopWaitGo, en
tríóið samdi jafnframt tvö vinsælustu
lögin í undankeppni Eurovision á
árinu. Teymið hefur verið Steinda
innan handar með mörg hans vin
sælustu laga og má þar nefna lögin
Djamm í kvöld og Dansa það af mér.
„Þegar við vorum uppi í stúdíói að
búa til lagið og textinn var að fæðast,
fórum við að kasta fram nöfnum um
hvaða rödd gæti hentað viðlaginu
og þegar nafn Egils kom upp þá varð
ekki aftur snúið. Þetta er lokalag
skaupsins og það þarf að vera stórt og
það er enginn stærri en Egill Ólafs,“
segir Steindi. Egill fer einnig með
stórt hlutverk í myndbandinu. „Ég
held að fólki muni hafa mjög gaman
af því að sjá Egil á skjánum á gamlárs
kvöld, enda algjör stórleikari.“
Egill segist halda að lagið geti
vakið mikla lukku. „Ég hef aldrei
haft nef fyrir hitlögum en mér
finnst þetta vera algjör eyrna
ormur. Það er mjög söngvænt og
dansvænt heyrist mér og textinn
er á vissan hátt hvetjandi, það er að
segja ef maður slítur hann úr sam
hengi við raunverulegt innihald,“
segir Egill. Spurður út í hvort Stuð
mannablær sé yfir laginu segir Egill
svo ekki vera. „Nei, þetta er annars
eðlis. Steindi rappar þarna og það
hefur nú ekki verið mikið um slíkt
hjá Stuðmönnum. Að vísu rappaði
Flosi Ólafsson í laginu Fiddi báts
maður og Birna sprettur, það má
því alveg segja að Steindi sé ákveðin
framlenging af Flosa. Hann er ef til
vill Flosi dagsins í dag,“ bætir Egill
við léttur í lund. Steindi er gamall
rappari og því ekki alls ókunnur að
láta rímurnar flæða.
Steindi, sem söng lokalag Ára
mótaskaupsins árið 2013 ásamt
Baggalútsmönnum, semur texta
lagsins. „Þegar ég sem texta þá er
það fyrsta sem ég geri að ákveða
viðfangsefni í laginu og svo sem ég
brandarana og söguna og enda svo
á textanum,“ segir Steindi, sem vildi
ekki gefa upp hvað lagið fjallar um að
svo stöddu en vonar að fólki taki vel
í það og allir verði með.
Eins og fyrr segir er lagið frum
samið og er Steindi alveg á því að
lokalög í Áramótaskaupinu eigi
að vera frumsamin. „Persónulega
finnst mér lokalagið eiga að vera
frumsamið, mér finnst það eiga að
vera skylda. Mér finnst ekki nógu
mikill metnaður í því að þýða bara
einhvern texta fyrir lokalagið en á
móti getur verið hættulegt að koma
með frumsamið lag sem enginn
hefur heyrt og kannast því ekki við
og þarf því að vera mjög grípandi og
ná áhorfendunum strax. Við höfum
legið yfir laginu i mjög langan tíma
og vonum að það heppnist,“ segir
Steindi um lagið.
Tökur á Skaupinu gengu mjög vel
en Steindi segir að mikill hraði hafi
verið í tökunum. „Við lögðum upp
með að gera skemmtiþátt fyrir alla
fjölskylduna og reyndum því að
halda pólitík í lágmarki. Það hefur
rosalega margt gengið á síðustu daga
og það þurfti að hoppa út í nokkur
pikköppskot til að fullkomna
skaupið,“ segir Steindi. „Ég bið vin
samlegast pólitíkusa um að hætta að
skíta á sig og listamenn að bíða með
alla listræna gjörninga fram í janúar
því búið er að læsa Skaupinu,“ bætir
Steindi við og hlær.
Kristófer Dignus leikstýrir Skaup
inu í ár en hann leikstýrði Skaupinu
einnig árið 2013. Handritshöfund
arnir eru þau Guðjón Davíð Karls
son leikari, Katla Margrét Þor
steinsdóttir leikkona, Atli Fannar
Bjarkason, ritstjóri Nútímans, og
Steindi.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Lífið í
vikunni
12.12.15-
19.12.15
StaLdrar
BieBer við?
Líkt og flestir vita heldur popp-
prinsinn Justin Bieber tónleika
hér á landi þann 9. sept-
ember næstkomandi.
Tónleikarnir verða
haldnir í Kórnum í
Kópavogi og eru líkur
taldar á því að Bieber
muni dvelja hér á
landi í nokkra daga en
hann er þekktur fyrir
að leggja mikið upp
úr því að æfa vel fyrir
tónleika.
Skreytir í anda
Stjörnu-
StríðS
Hólm-
fríður
Helga
Sigurðar-
dóttir
heldur upp
á þemajól
í fyrsta skipti
ásamt fjölskyldu sinni. Allt jóla-
skraut fjölskyldunnar er í anda
Stjörnustríðs en nýjasta myndin var
einmitt frumsýnd á fimmtudaginn.
Samningur við Sony
Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent
gerði á dögunum samning við Sony
og mun fyrirtækið sjá um að gefa út
EP-plötu tónlistarmannsins, Forest
Fires, í Evrópu.
Stuttmyndin ungar
Leikkonan
og hand-
ritshöf-
undurinn
Nanna
Kristín
Magnús-
dóttir
hlaut á
dögunum
framleiðslustyrk
fyrir nýrri stuttmynd sinni,
Ungar, en stórleikarinn Ólafur Darri
Ólafsson fer með aðalhlutverkið.
egill og Steindi
leiða saman hesta sína
Einn af hápunktum ársins er þegar lokalag Áramótaskaupsins
er flutt en þeir egill Ólafsson og Steindi jr. syngja lagið í ár.
Steindi Jr. og Egill Ólafsson flytja lokalag áramótaskaupsins í ár. Hér eru þeir alsælir
við tökur á Skaupinu.
Mjúkur pakki
eða gjafabréf
Opið virka daga fram að jólum kl. 11 – 20.
Opið laugardaginn 19.12. kl. 11 – 17.
Opið sunnudaginn 20.12. kl. 12 – 16.
Við aðstoðum þig við að finna gjöf handa
dömunni þinni.
Gjafabréf er einnig góð gjöf.
Gjafabréfin okkar hafa engin tímatakmörk
og má nota þau hvenær sem er (þ.m.t. á
útsölum).
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Póstsendum
GRÍN, HASAR OG RÓMANTÍK
Á BÍÓSTÖÐINNI
Bíóstöðin er hluti af Skemmtipakkanum þar sem boðið er upp
á kvikmyndir allan sólarhringinn. Með því að greiða 1.990 kr.
aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM.
365.is | Sími 1817
BÍÓSTÖÐ
IN
ER Í SKEM
MTI-
PAKKAN
UM
Ég hef aLdrei
haft nef fyrir
hit-Lögum en mÉr finnSt
þetta vera aLgjör
eyrnaormur.
Gunnar Leó
Pálsson
gunnarleo@frettabladid.is
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r120 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð