Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 52
Borgaraleg ferming er fyrir öll ungmenni og kemur námsgeta, uppruni, trúarskoðanir, fötlun eða aðrir skyldir þættir ekki í veg fyrir þátttöku. Með borgara­ legri fermingu er ekki verið að staðfesta neitt heldur eru ung­ mennin að styrkjast í að verða ábyrgir borgarar í lýðræðis­ legu samfélagi, að sögn Jóhanns Björnssonar, formanns Siðmennt­ ar, sem er félag siðrænna húm­ anista á Íslandi. „Það gera þau m.a. með því að sækja námskeið en markmið þess er að efla heil­ brigð og farsæl viðhorf ung­ menna til lífsins. Leitast er við að styrkja ábyrgðarkennd þátt­ takenda og virðingu fyrir sjálf­ um sér, umhverfi sínu og öðru fólki. Einnig er mikið lagt upp úr umhugsunar virkni og að hugsa gagnrýnið. Að leyfa sér að undr­ ast, spyrja og rökræða eru þætt­ ir sem mikið er lagt upp úr auk þess sem mikið er lagt upp úr því að þátttakendur fái að hugsa á þeim nótum sem heimspekileg siðfræði leggur upp með.“ Fyrsta borgaralega ferming­ in fór fram hér á landi árið 1989 en þá fermdust sextán börn. Þeim hefur síðan fjölgað jafnt og þétt en á síðasta ári fermdust 304 börn og í ár verða þau rúm­ lega 340. Unglingarnir koma af öllu landinu og verða fermingar­ athafnir á Akranesi, Akureyri, í Árborg, Kópavogi, Reykjanesbæ og Reykjavík. Koma úr öllum áttum Jóhann segir ríka hefð fyrir ferm­ ingum hér á landi og að borgara­ leg ferming hafi öðlast ákveðinn sess í þeirri hefð. „Börnin kjósa því oftast að fermast, annaðhvort kirkjulega eða borgaralega, lík­ lega að stórum hluta af ákveðn­ um menningarástæðum. Börnin sem fermast borgaralega koma úr alls konar fjölskyldum. Þetta eru fjölskyldur sem eru félagar í Sið­ mennt, eru trúlausar, standa utan trúfélaga, eru í trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki eða eru í þjóðkirkjunni en eru samt ekki tilbúin til þess að strengja trúarheit. Mér finnst það mjög já­ kvætt að fá að kynnast börnum sem hafa ólíkan bakgrunn þegar kemur að lífsskoðunum.“ Undirbúningur fer þannig fram að unglingarnir sækja námskeið þar sem mikið er lagt upp úr því að þjálfa þau í að hugsa gagnrýn­ ið, að sögn Jóhanns. „Farið er í ýmislegt á námskeiðinu, eins og siðfræði, fjölmenningarfærni, fjölmiðla­ og auglýsingalæsi, um samskipti unglinga og fullorðinna, sjálfsmynd unglinga og samskipti kynjanna, um skaðsemi vímuefna, að hugsa skapandi og um dular­ fullar gátur tilverunnar. Mikið er lagt upp úr því að þau fái tæki­ færi til þess að mynda sér sjálf­ stæðar skoðanir og rökræða þær. Auk þess fá þau tækifæri til þess að kynnast heimspekilegum sam­ ræðum.“ Að loknu námskeiði er haldin athöfn sem Siðmennt kallar ferm­ ingarathöfn og segir Jóhann hana að mörgu leyti líkjast útskriftar­ hátíð að loknu námskeiði. „Í flest­ um athöfnunum afhendi ég börn­ unum fermingarskjal sem stað­ festingu á að þau hafi tekið þátt í námskeiðinu. Oft eru tvær eða þrjár athafnir sama daginn þann­ ig að dagurinn er nokkuð erilsam­ ur. Að loknum fermingarathöfnum fer ég heim og tek því rólega. Ég er alltaf afskaplega glaður og sátt­ ur með að hafa átt þátt í einhverju sem gefur unglingunum og fjöl­ skyldum þeirra gleði og tilgang.“ starri@365.is Að undrast, spyrja og rökræða  Fjöldi þeirra sem fermast borgaralega hefur aukist jafnt og þétt frá því slíkar fermingar hófust hér á landi árið 1989. Unglingarnir sækja námskeið þar sem m.a. er farið í siðfræði, fjölmiðla- og auglýsingalæsi, samskipti unglinga og fullorðinna og samskipti kynjanna. „Ég er alltaf afskaplega glaður og sáttur með að hafa átt þátt í einhverju sem gefur unglingunum og fjölskyldum þeirra gleði og tilgang,“ segir Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar. MYND/ANTON BRINK Ferming 2016 Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst feRMINg Kynningarblað 23. febrúar 201636
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.