Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 13
Fréttablaðið birti þann 18. febrúar sl. grein eftir Hörð Arnarson for-stjóra Landsvirkjunar undir heit- inu Skýrar reglur eru forsenda sáttar. Tilefnið er umræða undanfarna daga um drög að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Drögin birtust á vef umhverfisráðu- neytisins í byrjun febrúar og voru að miklu leyti eftir forskrift Landsvirkj- unar, sbr. grein framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 16. þ.m. Landvernd er hjartanlega sammála forstjóra Landsvirkjunar um það að skýrar reglur eru nauðsynlegar í þessu mikilvæga og viðkvæma ferli og að um þær þurfi að ríkja einhvers konar sátt í þeim skilningi að fólk hafi það á tilfinningunni að unnið sé eftir anda laganna. Samtökin hafna því aftur á móti algerlega að þær breytingar sem Landsvirkjun hefur hlutast til um stuðli að sátt eða séu samkvæmt bók- staf og anda rammaáætlunarlaga. Megintilgangur rammaáætlunar er auðvitað sá að orkunýting vegist á við aðra nýtingu landsvæða (vernd er líka nýting) í faglegu ferli þar sem sérfræð- ingar leggja mat á náttúrufar, verndar- gildi, hagkvæmni virkjanakosta, samfélagsleg áhrif o.s.frv., til þess að tryggja að við förum ekki fram úr okkur í einhliða orkunýtingu. Náttúra landsins er nefnilega ekki bara óvið- jafnanlegur orkugjafi, eins og skilja má af orðum Harðar, heldur á hún sér tilverurétt óháð mönnum, er hluti af menningu okkar og þjóðarsál, fjöregg ferðaþjónustunnar og óviðjafnanleg uppspretta andlegrar næringar. Hlutverk Orkustofnunar ofmetið Landvernd dregur ekki í efa hlutverk Orkustofnunar við að skilgreina og leggja fram lista nýrra virkjunarkosta, sbr. 2. mgr. 9. gr. laganna. Deilan snýst um endurupptöku virkjunarkosta á svæðum sem Alþingi hefur þegar sett í nýtingarflokk eða verndarflokk og um verklag varðandi það endurmat. Landsvirkjun heldur því fram að verk- efnisstjórn beri, skv. lögum, að fara í öllu að tilmælum Orkustofnunar, líka þegar um er að ræða endurmat virkj- unarkosta á skilgreindum verndar- eða orkunýtingarsvæðum. Fyrirtæk- inu var eins og kunnugt er misboðið þegar verkefnisstjórn hafnaði mati á Kjalölduveitu á þeim forsendum að um væri að ræða lítt breytta Norð- lingaölduveitu, nota bene á land- svæði sem þegar er í verndarflokki. Landvernd hafnar lagatúlkun Landsvirkjunar. Í því sambandi er rétt að benda á að Orkustofnun leggur ekki mat á landsvæði og rammaáætl- unarlögin kveða skýrt á um hlutverk verkefnisstjórnar varðandi endurmat, sbr. 3. mgr. 9. gr.: „Verkefnisstjórn getur … endurmetið virkjunarkosti og landsvæði sem gildandi áætlun nær til og lagt til breytingar á henni“. Flokkun Alþingis í verndarflokk er yfirlýsing um friðun Flokkun svæðis í verndarflokk er yfirlýsing um að svæðið sé svo verðmætt í náttúrufarslegu, menn- ingarlegu og/eða samfélagslegu til- liti að það beri að friðlýsa fyrir orku- nýtingu. Enda segja lögin skýrt að stjórnvöld skuli hefja undirbúning friðlýsingar svæða í verndarflokki strax og Alþingi hefur samþykkt tiltekinn áfanga rammaáætlunar (4. mgr. 6. gr.). Orkufyrirtæki geta á sama hátt hafið undirbúning að nýtingu svæða í nýtingarflokki. Samkvæmt rammaáætlunarlögum heyrir endurmat þessara flokka til undantekninga: „Ætla má að það verði einkum virkjunarkostir sem eru í biðflokki áætlunarinnar sem færist í annan flokk þótt ekki sé úti- lokað að virkjunarkostir í öðrum Sátt Landsvirkjunar er ólán náttúrunnar flokkum geti færst á milli flokka.“ (aths. með frumvarpi til laga nr. 48/2011, undirstrikun höfundar). Það er fullkomlega óeðlilegt að stjórnsýslustofnun orkumála, Orku- stofnun, hafi vald til að skikka verk- efnisstjórn rammaáætlunar, þessa yfirlýsta sáttaferlis, til að endurmeta svæði sem ber að friðlýsa að lögum. Ríkir jafnræði? Orkugeirinn bendir á að jafnræði ríki í þessum efnum þar sem einn- ig megi taka upp virkjunarkosti í nýtingarflokki. En er jafnræðið e.t.v. meira í orði en á borði? Hafa náttúruverndarsamtök, ferðaþjón- ustuaðilar og aðrir sem bera hag náttúrunnar fyrir brjósti sama efna- hagslegt bolmagn og stór orkufyrir- tæki til að móta tillögu um endur- mat og fylgja henni eftir? Aðrar tillögur til breytinga á starfsreglum verkefnisstjórnar sem Landsvirkjun hefur haft frumkvæði að eru ennfremur til þess fallnar að gera ferlið pólitískara og tortryggi- legra, ekki skýrara, þar á meðal til- laga um að umhverfisráðherra fari með yfirstjórn verkefnisstjórnar og faghópanna. Of langt mál er að fara út í þá sálma í þessari grein. Vel má vera að endurskoðaðar starfsreglur að hætti Landsvirkjunar auki sátt á þeim bæ og öðrum orkubæjum. En fari þær óbreyttar í gegn munu þær rústa sátt og tiltrú Landverndar á þessu mikilvæga ferli og ég hygg allra þeirra sem vita að framleiðsla unaðsstunda er ekki síður mikilvæg þjónusta náttúrunnar en framleiðsla kílóvattstunda. Nái breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnar ramma- áætlunar fram að ganga munu þær rústa sátt og tiltrú Landverndar á þessu mikil- væga ferli og ég hygg allra þeirra sem vita að fram- leiðsla unaðsstunda er ekki síður mikilvæg þjónusta náttúrunnar en framleiðsla kílóvattstunda. Snorri Baldursson formaður Landverndar Vélarnar fást eingöngu í Bosch-búðinni. Tilboð gildir til 1. mars eða á meðan birgðir endast. Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Bosch, þvottavél Serie 4, WAN 282B7SN Ný 7 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín. og í orkuflokki A+++. Mjög hljóðlátur, kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð. Kynningarverð: 89.900 kr. Fullt verð: 129.900 kr. Bosch, þurrkari Serie 4, WTH 8520SSN Nýr 8 kg þurrkari með íslensku stjórnborði og rafrænum rakaskynjara. Orkuflokkur A++. 40 mínútna hraðkerfi. Krumpuvörn við lok þurrkunar. Fullt verð: 129.900 kr. Kynningarverð: 89.900 kr. Bjóðum nú nýja þvottavél og nýjan þurrkara á einstöku kynningarverði. 8 Frábært par, sem hugsar vel um þig. Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 2 3 . F e B R ú A R 2 0 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.