Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 50
Guðlaugur fermdist í Bústaða- kirkju. Hann segir að það sé mikið matarfólk í kringum sig svo það var blandað steikarhlaðborð í veislunni og síðan taílenskir rétt- ir, en móðir hans er frá Taílandi. „Það var mjög flott veisla,“ segir hann. „Ég myndi hafa heita og kalda smárétti á borðum ef ég væri sjálfur að halda fermingarveislu. Ég útbjó nokkrar slíkar veislur fyrir nokkrum árum en núna er of mikið að gera hjá mér á veit- ingastaðnum,“ segir hann. „Mér finnst mjög flott að bjóða upp á súpu og salat, þá gjarnan upp úr hádeginu. Súpa er orðin vinsæl í fermingum og síðan er hægt að hafa hlaðborð með léttum rétt- um. Þar má vera salat, kjúklinga- spjót, eitthvað djúpsteikt, brauð og pestó svo eitthvað sé nefnt. Síðan er gott að hafa tertu með kaffinu,“ segir hann. Guðlaugur segist hafa gaman af því að blanda íslenskri og as- ískri matargerð saman. „Ég set til dæmis sítrónugras í humar- súpuna sem gerir hana pínulítið austurlenska. Á yngri árum heim- sótti ég Taíland en hef ekki komið þangað eftir að ég kláraði kokk- inn. Það er á dagskrá hjá mér að fara einhvern tíma og kynna mér betur matargerðina þar. Ég elda stundum taílenskan mat heima og það er vinsælt. Annars erum við mest í hefðbundnum íslenskum mat,“ segir Guðlaugur en hann og kona hans, Gréta Halldórsdóttir, eiga eitt barn. elin@365.is Humarsúpa Uppskrift fyrir 8 manns 4 hvítlauksgeirar 1 meðalstór laukur 2 skallotlaukar 1 chillipipar 500 g Kræklingur 350 ml hvítvín 200 g tómat-purre 5 l humarsoð 1 lítri rjómi 2 stk. sítrónugras 2 limelauf 4 stk. anísstjörnur 8 stk. kardimommur 200 g smjör Safi úr hálfri sítrónu Salt og pipar eftir smekk l Steikið allt grænmetið, anísstjörnurnar og kardimommurnar í stórum potti, bætið tómat-purre við ásamt kræklingnum og steikið þetta aðeins. Bætið hvítvíninu í og fáið suðuna upp. Setjið soðið út í og sjóðið niður um ca. 3/4. l Bætið svo rjómanum við og sjóðið í 10 mínútur. Skerið smjörið í kubba og hrærið því saman við í smá skömmtum. l Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa. meðlæti í súpuna Humarhalar Rækjur Hörpuskel Sýrður rjómi Dilltoppar til að skreyta Uppskrift fyrir 6 manns salatið Spínat, þvegið Kóríander, pillað Minta, pilluð Greipaldin, skorið í bita Mandarínubátar Baby mozzarella-ostur Granatepli Steiktur laukur Mintu- og kóríander-vinaigrette til að dressa salatið andalæri 4 andalæri Salt Olía þannig að það fjóti yfir lærin (fer eftir íláti) 2 stk. anísstjörnur 5 stk. kardimommur 2 stk. lárviðarlauf 10 svört piparkorn l Lærin á að salta vel og láta standa í 15-20 mínútur, síðan er saltið skolað af. Setjið kryddin í grisju og setjið í ofnfast mót eða pott með lærunum og olíu þannig að það flæði yfir lærin. Eldið á 120°C í um það bil 6 klst. Þá ætti kjötið að detta af beinunum. l Takið kjötið af beinunum og mestu fituna frá. Rífið kjötið vel niður. l Kjötinu er svo blandað saman við döðlusultu og sojadressingu eftir smekk. döðlusulta 200 g döðlur, steinlausar ½ laukur, meðalstór 2 hvítlauksgeirar 1 stk. sítrónugras 50 g sykur 250 ml mirin 100 ml vatn Salt og pipar l Laukur og hvítlaukur er skorið og svitað í potti. Sítrónugras er brotið til að opna það en ekki alveg í tvennt. Sett út í pottinn. Döðlum, sykri og mirin er bætt út í pottinn og fyllt upp með vatni þar til flýtur yfir döðlurnar. Soðið þar til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Sítrónugras veitt upp úr pottinum og hent. Döðlurnar maukaðar í blandara, Athugið að bæta meira vatni út í eftir þörfum. soja-mirin-sesam-dressing 50/50 soja og mirin Sesamfræ, svört og hvít mintu- og kóríander viniagrette: 50 g minta 75 g kóríander 1 skalottlaukur 75 ml eplaedik 150 ml ólífuolía Smá salt l Allt sett í blandara, smakkað til með eplaediki og salti. Humarsúpa og andasalat Guðlaugur Frímannsson, matreiðslumaður og einn eigenda Grillmarkaðarins, segir að flestir vilji hafa súpu og smárétti á fermingarborðinu. Einfalt sé að útbúa það. Hér gefur hann uppskrift að ljúffengri humarsúpu og andasalati. Guðlaugur Frímannsson, matreiðslu- maður og einn eigenda Grillmarkaðar- ins. MYND/PJETUR Girnilegt andasalat. MYND/PJETUR Humarsúpan hans Gulla. Hann setur sjávarréttina á diskinn og ber síðan súpuna fram í könnu. MYND/PJETUR Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Jakki á 7.900 kr. 2 litir: Beinhvítt og svart. Kjóll á 7.900 kr. 2 litir: Blátt og svart Kjóll á 7.900 kr. Margir litir og mynstur Flottir kjólar Opið virka daga kl. 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Lifandi blóm gera mikið fyrir veisluborðið. Til að fá blóm í þeim litum sem fermingarbarn- ið kýs mætti á einfaldan hátt lita þau heima. Eina sem þarf er afskorin blóm, helst hvít, blek eða matarlitur, vatn og dags- fyrirvari. Kjörið er að setja ferm- ingarbarnið sjálft í þetta verk- efni. Hellið vatni í nokkra blómavasa eða krukkur og blandið litarefn- inu út í svo vatnið verði sterklit- að. Stingið svo blómunum í vatnið og þau munu sjúga upp í sig litinn á nokkrum klukkutímum. Sniðugt er að nota blóm sem þurfa mikið vatn eins og túlípana eða nellikur. Hvítar rósir verða afar skemmti- legar á litinn með þessari aðferð.  Heimalituð blóm með matarlit vatni og bleki FERMiNG Kynningarblað 23. febrúar 201634
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.