Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 46
„Þetta eru upplýsingar sem liggja
ekki endilega á lausu og svara von-
andi einhverjum af þeim spurn-
ingum sem vakna hjá þeim sem
standa í þessum sporum hverju
sinni. Þá hef ég uppfært færsluna
eftir föngum; bæði fyrir lesend-
ur og sjálfa mig enda á ég eftir að
ferma eitt barn til viðbótar.“
Dröfn var með ýmsa smárétti í
veislunni enda er hún hrifnust af
þeim. „Helsti ókosturinn er að þeir
geymast illa og til að þurfa ekki að
vera á haus dagana fyrir ferming-
una ákvað ég að panta um það bil
helming veislufanga en gera helm-
inginn sjálf.“ Dröfn gerði meðal
annars kjúklingaspjót og laxarúll-
ur og féllst á að deila uppskriftun-
um. Sömuleiðis uppskrift að asísk-
um kjötbollum sem hún gerði fyrir
aðra veislu en allt eru þetta tilvald-
ir réttir á smáréttahlaðborð. „Svo
er hægt að panta sushi, djúpsteikt-
ar rækjur og fleira í þeim dúr á
móti.“ vera@365.is
KjúKlingaspjót í
taílensKri grillsósu
Um það bil 14 grillspjót með 4-5
bitum hvert
4 msk. Huntz tómatpúrra
4 msk. púðursykur
4 msk. Blue Dragon sojasósa
2 tsk. cumin (krydd)
2 tsk. saxað kóríander í
krukku frá Blue Dragon
4 msk. Blue Dragon sweet
chili sósa
5 hvítlauksrif, pressuð eða
söxuð smátt
1 dós Blue Dragon
kókosmjólk (400 ml)
900 g kjúklingabringur frá
Rose Poultry (líka hægt að
nota kjúklingalundir en þær
verða mjög meyrar og góðar).
Grillspjót (tréspjót þarf að
leggja í bleyti í 30 mínútur
fyrir notkun)
l Öllum hráefnunum í sósuna, fyrir
utan hvítlauk og kókosmjólk, er
blandað saman í pott. Á meðan
suðan kemur upp er hrært stöð
ugt í blöndunni þar til púðursyk
urinn er búinn að leysast upp. Þá
er hvítlauknum og kókosmjólkinni
bætt út í pottinn og sósan látin ná
suðu. Því næst er potturinn tekinn
af hellunni og sósan látin kólna.
l Kjúklingabringurnar eða lundirnar
eru skornar niður í hæfilega stóra
bita. Þeim er svo blandað saman
við tæplega helminginn
eða 2/3 af sósunni og
sett í kæli í nokkr
ar klukkustund
ir, helst yfir nótt.
Kjúklingabitarn
ir eru því næst
þræddir upp á
grillspjót og þau
grilluð við meðal
háan hita í um það
bil 1012 mínút
ur eða þar til kjötið er
grillað í gegn – tíminn er
breytilegur eftir grillum.
l Það er líka hægt að grilla kjúk
lingaspjótin í bakarofni við 225
gráður. Spjótin eru borin fram heit
eða köld með restinni af heitri
sósunni. Dröfn notaði spjót með
flötum endum úr Þinni verslun.
Hún segir gott að setja álpapp
ír utan um endana á spjótun
um á meðan þau eru grilluð því
annars verða þau svört. Eins er
hægt að stinga þeim í eftir á.
laxarúllur
500-600 g reyktur lax
200 g rjómaostur (ég nota
Philadelphia)
1 dós 18% sýrður rjómi
1-2 msk. piparrótarmauk
(er yfirleitt geymt hjá
kryddunum)
Salt og pipar
Ferskt dill, saxað smátt
5 burritos-pönnukökur
l Rjómaosti, sýrðum rjóma og
piparrótarmauki hrært
saman. Bragðbætt með
salti, pipar og fersku
dilli. Kreminu er
smurt fremur
þykkt á burritos
pönnukökurn
ar, reyktur lax
sneiddur þunnt
og raðað þar
ofan á. Pönnu
kökunum rúll
að þétt saman og
pakkað þétt inn í
plastfilmu. Rúllurnar
geymdar í ísskáp í minnst
hálftíma áður en þær eru skorn
ar niður í hæfilegar þykkar
sneiðar.
asísKar Kjötbollur
900 g nautahakk
2 tsk. sesamolía
2,5 dl brauðmylsna
1 tsk. engifer (krydd)
Salt & pipar
2 egg
3-4 hvítlauksrif, pressuð eða
skorin smátt
1 búnt vorlaukur (hvíti
hlutinn saxaður smátt –
græni hlutinn geymdur)
sósa
2 dl Hoisin-sósa
4 msk. hrísgrjónaedik (rice
vinegar)
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk. sojasósa
1 tsk. sesamolía
1 tsk. engifer (krydd)
l Sesamfræ og græni hlutinn af vor
lauknum notuð til skreytingar.
l Ofn hitaður í 200 gráður. Nauta
hakkið er sett í skál ásamt kryddi,
eggjum, brauðmylsnu, hvítlaukn
um og vorlauk, blandað vel saman.
Litlar bollur eru mótaðar úr hakk
inu og raðað á ofnplötu klædda
bökunarpappír. Bakað í ofni við
200 gráður í um 1012 mínútur eða
þar til bollurnar eru tilbúnar.
l Á meðan bollurnar eru í ofnin
um er sósan útbúin. Öllum hrá
efnunum í sósuna er blandað vel
saman. Þegar bollurnar eru til
búnar er þeim velt upp úr sós
unni eða henni hellt yfir bollurn
ar. Græni hlutinn af vorlauknum
er saxaður og dreift yfir ásamt
sesam fræjum.
Uppfull af gagnlegum veislufróðleik
Upplýsingafræðingurinn Dröfn Vilhjálmsdóttir hefur haldið úti matarblogginu Eldhússögur úr Kleifarseli síðastliðin fjögur ár. Sonur hennar,
Vilhjálmur Jón Elfarsson, fermdist fyrir tveimur árum og setti hún inn ítarlega færslu um undirbúninginn og veisluna á bloggið í kjölfarið.
Færslan hefur verið mikið lesin síðan og eykst umferðin sérstaklega á þessum tíma árs enda er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.
nokkur gagnleg ráð frá Dröfn
l Ég mæli með því að fólk velji ein
föld fermingarkort, þ.e.a.s. ekki
samanbrotin því margir hengja
þau upp á ísskáp. Þar njóta þau
sín betur einföld.
l Mér finnst númer eitt, tvö og
þrjú að geta notið dagsins og því
er best að gera sem flest með
góðum fyrirvara og velja veiting
ar sem hægt er að frysta. Þeir
sem hafa tök á geta pantað hluta
veislufanga til að létta sér lífið. Þá
er um að gera að biðja nákomna
um aðstoð.
l Ég mæli með því að hafa góðan
tíma á milli athafnar og veislu til
að geta klárað undirbúninginn í
góðu tómi.
l Ég mæli með því að fermingar
myndirnar séu teknar fyrir ferm
ingardaginn. Þá er hægt að stilla
einni eða fleiri upp í veislunni.
Fjölmörg önnur ráð er að finna á
eldhussogur.com undir leitarorð-
inu fermingarveisla.
Laxarúllur eru tilvaldar á smáréttaborð.
Dröfn segir mun hagstæðara að gera eigin kjúklingaspjót
en að kaupa þau tilbúin. „Við vorum með 230 spjót og
grilluðum þau að morgni fermingardagsins. Það tók ekki
nema u.þ.b. klukkustund.“Kjötbollur fara vel á smáréttaborði.
10 heppnir sem versla frá 1. mars til 15. maí
vinna miða á Justin Bieber.
KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur
iPad ölskyldan
- Með heiminn í lófanum
iPad Pro
iPad Mini
iPad Air
Ferming Kynningarblað
23. febrúar 201630