Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 18
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
„Fermingin var hér áður fyrr
miklu stærri áfangi en við, sem
þekkjum bara kransakökuferm-
ingarnar, getum nokkurn tíma
gert okkur grein fyrir,“ segir Sól-
veig Ólafsdóttir sagnfræðingur.
Sólveig vinnur með Sigurði
Gylfa Magnússyni, prófess-
or í sagnfræði, að því að gefa út
bók með þurfamannaskránni frá
1902. „Þetta er mjög ítarleg og ná-
kvæm skrá um alla sem skráðir
voru þurfamenn; börn, fullorðna
og fjölskyldur. Sigurður Gylfi bað
mig um að leita að sögunum á bak
við nöfnin,“ segir Sólveig sem fór
á stúfana og reyndi að rekja slóðir
fólks sem nefnt er í manntölum og
öðrum opinberum heimildum. „Ég
leitaði sér í lagi eftir upplýsingum
um börn á fermingaraldri. Þá kom
í ljós að í biskupsskjalasafninu
liggur gífurlegt magn af undan-
þágubeiðnum frá prestum og pró-
föstum til handa börnum sem ekki
höfðu náð fermingaraldri á ferm-
ingardaginn.“
Sólveig upplýsir að hefði barn
ekki náð 14 ára aldri á fermingar-
daginn, sem iðulega var að vori,
þurfti það að bíða í heilt ár eftir
að fermast, og það þó ekki vantaði
nema nokkrar vikur upp á að þess-
um aldrei væri náð. „Það þýddi að
barnið var heilt ár á framfæri for-
eldra eða hreppsins til viðbótar.“
Því var oft gripið til þess að
senda undanþágubréf til biskups.
„Bréfin eru öll dálítið keimlík og
mjög formleg. Þeim fylgir umsögn
um hvað börnin kunna, hvernig
þau haga sér, hvort þau eru sið-
prúð, hvað þau hafa lært og þá er
sérstaklega tilgreint ef þau eru af
fátækum komin,“ segir Sólveig en
aðalástæða fyrir flestum beiðn-
unum var sú að fermingarbörnin
þyrftu að komast sem fyrst á eigin
framfærslu vegna fátæktar.
„Stundum kemur fram ef þau
hafa lent í einhverju. Til dæmis
er ég með bréf frá árinu 1881 frá
Görðum á Akranesi þar sem er
verið að biðja um undanþágu fyrir
þrjú börn. Þar segir að þau hafi öll
síðastliðinn veturinn notið kennslu
barnaskóla, séu nokkurn veg-
inn skrifandi og hafi numið ein-
hvern reikning. Einkum er mælt
með einum dreng þar sem missti
föður sinn um veturinn og átti
móður bláfátæka sem átti mörg
börn önnur í ómegð,“ segir Sól-
veig en tilgangurinn var vitanlega
að losa hreppinn undan drengnum
svo hann gæti séð fyrir sér sjálf-
ur. „Þar sem þetta er á Akranesi
var líklega eina leiðin fyrir þenn-
an dreng að fara beint á sjóinn og
jafnvel var hann þegar byrjaður,
það vitum við ekki.“
Sólveig segir auðvelt að lesa á
milli línanna í bréfunum hversu
hræðilega fátæk og umkomulaus
íslenska þjóðin hafi verið á síðustu
áratugum nítjándu aldar. „Foreldr-
ar þurftu að láta börnin frá sér, til
dæmis í vist, vegna ómegðar, fá-
tæktar og til að létta á fjölskyldu
og foreldrum. Þarna var blákalt
verið að koma þessum tæplega
fjórtán ára börnum út á vinnu-
markaðinn.“
Sólveig segir dreifingu bréf-
anna jafna um allt landið og sama
megi segja um kynjahlutfallið.
„Undanþágubeiðnirnar voru sam-
þykktar í flestum tilvikum en alls
ekki alltaf. Það eru til dæmi þess
að biskup hafni undanþágu þar
sem hann taldi börnin ekki tilbú-
in, til dæmis vegna þess að þau
kunnu ekki nóg.“
Sólveig segir þessar heimildir
afar áhugaverðar. „Ég á eftir að
skoða þær mun betur en ég held
að þessi bréf muni geta sagt okkur
heilmikið um lífshlaup fólks á nítj-
ándu öld.“ solveig@365.is
fermingin skipti oft sköpum á 19. öld
Talað er um að fermingarbörn komist í fullorðinna manna tölu. Þó þetta séu orðin tóm í dag skipti fermingin miklu máli síðla á nítjándu öld
því hún þýddi að börnin gátu séð fyrir sér sjálf. Töluverður fjöldi undanþágubréfa barst biskupi þar sem óskað var eftir að börn fengju að
fermast þó þau hefðu ekki náð fjórtán ára aldri. Sólveig ólafsdóttir sagnfræðingur hefur gluggað í þessi bréf og komist að ýmsu.
mikilvægt var fyrir fátæk heimili að börnin gætu sem fyrst komist í vist annars
staðar. mynd/Hag
Sólveig ólafsdóttir sagnfræðingur kynnti sér undanþágubréf sem send voru biskupi þar sem óskað var eftir að börn mættu
fermast þó fermingaraldri væri ekki náð. mynd/anton brink
foreldrar þurftu að
láta börnin frá sér, til
dæmis í vist, vegna
ómegðar, fátæktar og til
að létta á fjölskyldu og
foreldrum.
Sólveig Ólafsdóttir
100% náttúruleg fegurð
Hver er þinn
UPPÁHALDS?
ferming kynningarblað
23. febrúar 20162