Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 20
Í Lindakirkju í Kópavogi koma átta starfsmenn að ferming- arfræðslunni í ár en grunná- hersla hennar er sem fyrr að vekja áhuga á þeim gildum, iðk- unum og loforðum sem krist- in trú byggir á, að sögn Guðna Más Harðarsonar, prests í Linda- kirkju. „Það þýðir að við erum öll jafn mikilvæg í augum Guðs, óháð kennitölu, kyni, kynþætti, kynhneigð, menntun, stétt eða áhugasviðum. Jafnframt erum við öll einstök, með hæfileika sem við eigum að nota öðrum til blessunar.“ Í fermingarfræðslunni í Lindakirkju er auk þess reynt að undir strika mikilvægi þess að koma trúnni í verk og gera eitt- hvað skapandi, að sögn Guðna. „Þannig hefur séra Sveinn gert klippi listaverk með krökkun- um út frá trúarjátningunni. Þau fá að sýna þakklæti með því að velja einstakling, sem er þeim hjartfólginn, og skrifa þakkar- bréf til hans. Við frímerkjum bréfin sem sá birtu og yl þegar þau birtast óvænt í póstinum. Á haustin ganga síðan fermingar- börn um allt land í hús og safna fyrir verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og sýna þannig náungakærleik í verki.“ Breyttar aðferðir Ýmislegt breytist með árunum í kirkjum landsins þegar kemur að fermingarfræðslu og er Linda- kirkja engin undantekning. „Guðmundur Karl sóknarprest- ur lagði til að við myndum af- nema skyldumætingar í messu en þess í stað hafa aðra hverja fermingar fræðslustund byggða á söng og helgistund. Þetta hefur sannað gildi sitt þó ég sjálfur hafi verið efins í fyrstu! Söng- urinn stuðlar að samkennd en Áslaug Helga, tónlistarkennari, sálmaskáld og djákni í Linda- kirkju, leiðir sönginn og hríf- ur krakkana með. Það að sækja kirkju má ekki vera kvöð. Mess- urnar þurfa að vera þannig að fólk vilji sjálft koma en ekki bara til að fá mætingarstimpil.“ Kennsluefnið sjálft tekur líka breytingum. „Sem dæmi er ástin og kynlíf nú kafli í fermingar- fræðslubókinni, við sýnum tón- listarmyndbönd sem fjalla um trú og svo er kominn sérstak- ur fermingarfræðsluvefur. Upp- lýsingabyltingin, fjölmenning- in og samfélagsmiðlarnir hafa opnað fleiri sjónarhorn. Það að fermast í kirkju án þess að velta fleiri möguleikum fyrir sér er liðin tíð. Yfirleitt hafa ferming- arbörnin farið í gegnum það með foreldrum sínum hvaða leið þau vilja fara. Þau sem velja kirkjuna eru staðfastari í að trúin og hin kristnu gildi skipti máli.“ Áhugasamari en áður Aðspurður hvort unglingar í dag velti mikið fyrir sér kristinni trú eða hvort gjafirnar heilli meira, rifjar Guðni upp atvik sem átti sér stað í Lindakirkju þegar hann hafði nýhafið störf í miðju bankahruni árið 2008. „Tveir drengir löbbuðu inn í fræðsluna þegar annar spyr: „Hérna, ert þú að fermast út af trúnni eða pen- ingunum?“ Hinn svaraði stór- hneykslaður: „Auðvitað trúnni, það er ekkert hægt að ferma sig lengur út af peningum, það er komin kreppa!“ Ég upplifi ung- linga velta öðrum trúarbrögum og lífi með eða án trúar fyrir sér og held að þeir séu allajafna ein- lægir í leit sinni að æðri tilgangi. Mörg þeirra tala einnig af þakk- læti um þau sem fóru með bænir með þeim fyrir svefninn þegar þau voru lítil.“ Unga fólkið í dag er bæði áhugasamara og óhræddara við að spyrja, að mati Guðna. „En í grunninn held ég þetta sé eins og áður. Þau eru að upplifa spenn- andi tíma þar sem margt er að breytast og mótast, og bæði vonir en líka áhyggjur eru að kvikna. Þar vona ég að kirkjunni takist að sýna að hún stendur með fólki jafnt í gleði sem sorg.“ starri@365.is Kirkjusókn má alls ekki vera kvöð „Upplýsingabyltingin, fjölmenningin og samfélagsmiðlarnir hafa opnað fleiri sjónarhorn,“ segir Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju í Kópavogi. MYND/ANTON BRINK Ég upplifi unglinga velta öðrum trúarbrög- um og lífi með eða án trúar fyrir sér og held að þeir séu einlægir í leit sinni að æðri tilgangi. Guðni Már Harðarson ALLT AÐ RAKA AUKNING EFTIR EINA NOTKUN. Varðveitir rakann og gefur aukinn ljóma dag eftir dag. Stöðug rakagjöf í 8 tíma. Útsölustaðir: Hagkaup Kringlunni, Lyfju Smáratorgi, Neskaupsstað og Keflavík, Árbæjarapotek, Garðsapótek, Apotek Siglufjarðar, Stjörnusól, Snyrtistofan Hilma, Snyrtistofan Arona, Snyrtistofan Abaco, Snyrtistofan Fagra, Snyrtistofan Wanita, Snyrtistofan Dekurdís og Hárgreiðslustofan Flikk. Frískleg og ljómandi fyrir ferminguna Fæst á Academie snyrtistofum, flestum verslunum Lyfju og í Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Skeifunni. Bronz´express Brúnkuvökvi sem virkar strax og gefur einstaklega fallegan og náttúrulegan lit. Hentar öllu húðtegundum. Grunnáherslan í fermingarfræðslunni í Lindakirkju í Kópavogi snýr að því að vekja áhuga á þeim gildum, iðkunum og loforðum sem kristin trú byggir á. Upplýsingabyltingin, fjölmenningin og samfélagsmiðlarnir hafa opnað fleiri sjónarhorn en voru áður. feRMING Kynningarblað 23. febrúar 20164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.