Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 22
Ásta Bína er alin upp í Hafnar­ firði og stundar nám í Víðistaða­ skóla. Það var því nærtækast að fermast með skólafélögunum. „Ég var alltaf ákveðin í að ferm­ ast,“ segir hún. „Veislan var hald­ in í golfskálanum Keili og gestir voru um eitt hundrað. Mig lang­ aði að hafa kökur og létta rétti. Fjölskyldur mínar tóku þátt í að búa til veitingar svo allir hjálp­ uðust að. Vinkona mömmu, Bent­ ína Tryggvadóttir, söng tvö lög, Ást og Ég er komin heim, og kær­ asti hennar lék undir á gítar. Sjálf söng ég eitt lag. Foreldrar mínir, Jóna Ellen Valdimarsdóttir og Lárus Long, héldu fallegar ræður og mamma flutti ljóð til mín sem bróðir hennar samdi af þessu til­ efni,“ segir Ásta Bína sem var mjög ánægð með daginn. „Ég var ekkert stressuð þennan dag og held að ég hafi verið sú eina í fjöl­ skyldunni sem var róleg,“ segir hún og brosir. Ásta bætir við að hún hafi líka haft ákveðna skoðun á fermingar­ kjólnum. „Við mamma fórum í búðir til að skoða kjóla og það komu tveir til greina. Ég valdi ljósan ermalausan kjól úr Flash og jakka yfir frá Zöru. Ég var líka með ákveðna hugmynd um greiðslu og mamma sá um að greiða mér,“ segir Ásta Bína en móðir hennar, Jóna Ellen, er dóttir hárgreiðslumeistara og kann því ýmislegt fyrir sér í hárgreiðslu þótt hún starfi sem hjúkrunar­ fræðingur á skurðdeild. Það var síðan afi Ástu Bínu, Jóhannes Lárusson, sem tók ferm­ ingarmyndirnar í Hellisgerði í Hafnarfirði. „Hann er áhugaljós­ myndari og tekur mikið af frá­ bærum myndum af fjölskyldunni.“ Ásta Bína bætir við að það hafi snjóað smá á meðan á myndatök­ unni stóð og verið kalt þennan dag. Ásta Bína segist hafa fengið mikið af góðum gjöfum. „Besta gjöfin var frá mömmu, pabba og Lenu en ég fékk iPad Air frá þeim. Það var einnig gaman að fá pening til þess að geyma fyrir eitthvað sérstakt en ég hef ekki ákveðið enn hvað það verður.“ elin@365.is Söng lag fyrir gestina í veislunni Ásta Bína Long fermdist í Víðistaðakirkju 2. apríl í fyrra. Hún segist hafa tekið fullan þátt í undirbúningnum og segir að dagurinn hafi verið mjög eftirminnilegur. Ásta Bína söng lagið Hjá þér fyrir gesti sína í fermingarveislunni. Einnig söng vinkona móður hennar tvö lög. Afi Ástu Bínu, Jóhannes Lárusson, tók fermingarmyndirnar í Hellisgerði. Þær eru einstaklega skemmtilegar. MYND/JÓHANNES Mæðgurnar Ásta Bína og Jóna Ellen. Þær eru afar sáttar við hvernig til tókst með ferminguna í fyrra. MYND/ANTON BRINK commaIceland Smáralind FERMINGAR FALLEGT, FÁGAÐ, TÖFF OG ALLT FULLT AF KJÓLUM fERMINg Kynningarblað 23. febrúar 20166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.