Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 22

Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 22
Ásta Bína er alin upp í Hafnar­ firði og stundar nám í Víðistaða­ skóla. Það var því nærtækast að fermast með skólafélögunum. „Ég var alltaf ákveðin í að ferm­ ast,“ segir hún. „Veislan var hald­ in í golfskálanum Keili og gestir voru um eitt hundrað. Mig lang­ aði að hafa kökur og létta rétti. Fjölskyldur mínar tóku þátt í að búa til veitingar svo allir hjálp­ uðust að. Vinkona mömmu, Bent­ ína Tryggvadóttir, söng tvö lög, Ást og Ég er komin heim, og kær­ asti hennar lék undir á gítar. Sjálf söng ég eitt lag. Foreldrar mínir, Jóna Ellen Valdimarsdóttir og Lárus Long, héldu fallegar ræður og mamma flutti ljóð til mín sem bróðir hennar samdi af þessu til­ efni,“ segir Ásta Bína sem var mjög ánægð með daginn. „Ég var ekkert stressuð þennan dag og held að ég hafi verið sú eina í fjöl­ skyldunni sem var róleg,“ segir hún og brosir. Ásta bætir við að hún hafi líka haft ákveðna skoðun á fermingar­ kjólnum. „Við mamma fórum í búðir til að skoða kjóla og það komu tveir til greina. Ég valdi ljósan ermalausan kjól úr Flash og jakka yfir frá Zöru. Ég var líka með ákveðna hugmynd um greiðslu og mamma sá um að greiða mér,“ segir Ásta Bína en móðir hennar, Jóna Ellen, er dóttir hárgreiðslumeistara og kann því ýmislegt fyrir sér í hárgreiðslu þótt hún starfi sem hjúkrunar­ fræðingur á skurðdeild. Það var síðan afi Ástu Bínu, Jóhannes Lárusson, sem tók ferm­ ingarmyndirnar í Hellisgerði í Hafnarfirði. „Hann er áhugaljós­ myndari og tekur mikið af frá­ bærum myndum af fjölskyldunni.“ Ásta Bína bætir við að það hafi snjóað smá á meðan á myndatök­ unni stóð og verið kalt þennan dag. Ásta Bína segist hafa fengið mikið af góðum gjöfum. „Besta gjöfin var frá mömmu, pabba og Lenu en ég fékk iPad Air frá þeim. Það var einnig gaman að fá pening til þess að geyma fyrir eitthvað sérstakt en ég hef ekki ákveðið enn hvað það verður.“ elin@365.is Söng lag fyrir gestina í veislunni Ásta Bína Long fermdist í Víðistaðakirkju 2. apríl í fyrra. Hún segist hafa tekið fullan þátt í undirbúningnum og segir að dagurinn hafi verið mjög eftirminnilegur. Ásta Bína söng lagið Hjá þér fyrir gesti sína í fermingarveislunni. Einnig söng vinkona móður hennar tvö lög. Afi Ástu Bínu, Jóhannes Lárusson, tók fermingarmyndirnar í Hellisgerði. Þær eru einstaklega skemmtilegar. MYND/JÓHANNES Mæðgurnar Ásta Bína og Jóna Ellen. Þær eru afar sáttar við hvernig til tókst með ferminguna í fyrra. MYND/ANTON BRINK commaIceland Smáralind FERMINGAR FALLEGT, FÁGAÐ, TÖFF OG ALLT FULLT AF KJÓLUM fERMINg Kynningarblað 23. febrúar 20166

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.