Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 34
ferming Kynningarblað 23. febrúar 201618 Fermingarundirbúningur Davíðs Freys Þorsteinssonar er með nokk- uð óhefðbundnum hætti enda býr hann í Brussel í Belgíu ásamt fjöl- skyldu sinni. Davíð sótti fjögurra daga námskeið ásamt nokkrum ís- lenskum unglingum í Ardennes- fjöllum á landamærum Belgíu og Þýskalands fyrr í febrúar en mun hins vegar fermast í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í apríl. Hann segir fermingarundirbún- inginn hafa verið áhugaverðan og skemmtilegan þrátt fyrir stuttan tíma en þó standi kvöldvökurnar upp úr. „Þar áttum við að leysa alls kyns þrautir og tókum þátt í hæfi- leikasýningu. Í sjálfri fræðslunni fannst mér Jóhannesarguðspjall- ið áhugaverðast en ég ætla að fara með það sem ritningu við sjálfa fermingarathöfnina.“ Vinátta myndaðist Námskeiðið fór fram á gistiheim- ili og sá séra Sjöfn Müller Thor um það en hún er íslenskur prest- ur sem býr í Þýskalandi. „Með mér á námskeiðinu voru þrjár stelpur frá Lúxemborg og ein frá Þýska- landi og urðum við öll ágætir vinir. Við dvöldum saman á gistiheimil- inu þessa fjóra daga og sáum m.a. sjálf um matinn og allan frágang. Við fórum einnig í göngutúra og styttri skoðunarferðir. Ég mun síðan fermast með öðrum krökk- um úr Fríkirkjunni sem völdu sama dag og ég.“ Davíð og fjölskylda hafa búið í Belgíu í tæplega þrjú ár. Þar gengur hann í alþjóðaskólann ISB ásamt fleiri unglingum frá Íslandi. „Námið í skólanum er að mestu á ensku en ég mæti einnig daglega í frönskutíma. Ég hef mest gaman af vísindum og stærðfræði og helstu áhugamál mín eru Rubik- kubbar og tónlist. Ég hef stundað nám á bassa í þrjú ár en áður lærði ég líka á píanó. Einnig hef ég verið í skólaliðinu í fótbolta en það spilar samt ekki allt árið eins og íþrótta- félögin á Íslandi. Síðasta haust tók ég líka þátt í Þýskalandsmeistara- mótinu í Rubik’s en ég leysi kubb- inn vanalega á 18-20 sekúndum. Metið mitt er samt rúmar 13 sek- úndur.“ Hlakkar til dagsins Fermingardagurinn er 9. apríl og segist hann hlakka mikið til þótt hann sé ekki alveg með á hreinu hvernig athöfnin fari fram. „Ég hef bara einu sinni verið við- staddur fermingarathöfn og það var hér í Brussel fyrir tveimur árum. Ég geri ráð fyrir að hitta prestana í Fríkirkjunni snemma í apríl til að undirbúa mig fyrir athöfnina.“ Sjálfur vildi hann alltaf ferm- ast heima á Íslandi, nálægt stór- fjölskyldu sinni og vinum. „Veisl- an verður á Hótel Borg og býst ég við um 80-100 gestum. Hótel- ið sér um veitingarnar en ég ósk- aði samt sérstaklega eftir því að koma með kransaköku sem mér finnst ferlega góð. Við fljúg- um síðan strax aftur til Brussel sunnudaginn eftir því ég þarf að mæta aftur í skólann á mánudeg- inum þegar vetrarfríinu lýkur.“ Sumarið fram undan verður að öllum líkindum spennandi og við- burðaríkt. „Við förum í sumarfrí til Grikklands í tvær vikur og svo erum við líka búin að fá miða á leik Íslands á móti Austurríki á EM í fótbolta. Leikurinn fer fram í París en það tekur bara þrjá tíma að keyra þangað frá Brussel. Annars fáum við oft marga gesti á sumrin en ég á þó ekki von á að við komum aftur til Íslands í frí fyrr en í haust en við reynum oft- ast að koma heim í vetrarfríinu í október.“ starri@365.is mætir með kransakökuna í veisluna Fermingarundirbúningurinn í Belgíu er talsvert styttri en heima á Íslandi. Davíð freyr eyddi fjórum dögum á gistiheimili ásamt nokkrum íslenskum unglingum. Eftirvæntingin eftir stóra deginum er mikil en hann mun fermast á Íslandi nálægt stórfjölskyldunni og vinum.    Davíð freyr býr í Belgíu en fermist á Íslandi í sumar. Hann hefur spilað á bassa í þrjú ár. mYnD/Úr einKASAfni fermingarbarnið Davíð freyr Þorsteinsson ásamt yngri bróður sínum, Arnari frey. mYnD/Úr einKASAfni Veislubakkar við öll tækifæri OSUSHI • Sími 561 0562 www.osushi.is Veislubakki nr. 18 60 bitar • 10 x laxa nigiri • 5 x rækju nigiri • 5 x túnfisk nigiri • 5 x i/o maki California • 5 x i/o maki m/ kjúklingasalati • 5 x maki m rækju & mango • 5 x maki m túnfisk & vorlauk • 5 x i/o litlir maki m/ lax • 5 x i/o litlir maki m/ túnfisk • 5 x i/o litlir maki m/ gúrku • 5 x i/o litlir maki m/ surimi Kr. 8.900,- 8.455,- Veislubakki nr . 17 60 bita • 15 x teriyaki kjúklingaspjót • 15 x risa rækjur • 15 x vorrúllubitar • 15 x hrossaspjót Kr. 9.900,- 9.405,- Veislubakki nr. 19 - Lítil veisla 54 bitar • 12 x laxa nigir • 12 x i/o litlir maki m/ túnfisk • 6 x litlir maki m/ lax • 6 x litlir maki m/ túnfisk • 6 x litlar maki m/ surimi • 6 x litlir maki m/ gúrku • 6 x litlir maki m/ avocado Kr. 7.700,- 7.315,- Veislubakki nr. 23 60 bitar • 8 x i/o maki m kjúklingasalati • 8 x maki m blönduðu græn- meti & elduðum lax utan um • 8 x maki Haf & Hagi (djúpsteikt rækja inni í, hrossakjöt utan um) • 8 x maki m crispy kjúklingi & avocado • 8 x i/o maki California • 8 x i/o maki m avocado • 6 x i/o litlar maki m lax • 6 x i/o litlar maki m gúrku Kr. 10.010,- 9.510,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.