Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 34
ferming Kynningarblað
23. febrúar 201618
Fermingarundirbúningur Davíðs
Freys Þorsteinssonar er með nokk-
uð óhefðbundnum hætti enda býr
hann í Brussel í Belgíu ásamt fjöl-
skyldu sinni. Davíð sótti fjögurra
daga námskeið ásamt nokkrum ís-
lenskum unglingum í Ardennes-
fjöllum á landamærum Belgíu og
Þýskalands fyrr í febrúar en mun
hins vegar fermast í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði í apríl.
Hann segir fermingarundirbún-
inginn hafa verið áhugaverðan og
skemmtilegan þrátt fyrir stuttan
tíma en þó standi kvöldvökurnar
upp úr. „Þar áttum við að leysa alls
kyns þrautir og tókum þátt í hæfi-
leikasýningu. Í sjálfri fræðslunni
fannst mér Jóhannesarguðspjall-
ið áhugaverðast en ég ætla að fara
með það sem ritningu við sjálfa
fermingarathöfnina.“
Vinátta myndaðist
Námskeiðið fór fram á gistiheim-
ili og sá séra Sjöfn Müller Thor
um það en hún er íslenskur prest-
ur sem býr í Þýskalandi. „Með mér
á námskeiðinu voru þrjár stelpur
frá Lúxemborg og ein frá Þýska-
landi og urðum við öll ágætir vinir.
Við dvöldum saman á gistiheimil-
inu þessa fjóra daga og sáum m.a.
sjálf um matinn og allan frágang.
Við fórum einnig í göngutúra og
styttri skoðunarferðir. Ég mun
síðan fermast með öðrum krökk-
um úr Fríkirkjunni sem völdu
sama dag og ég.“
Davíð og fjölskylda hafa búið
í Belgíu í tæplega þrjú ár. Þar
gengur hann í alþjóðaskólann ISB
ásamt fleiri unglingum frá Íslandi.
„Námið í skólanum er að mestu á
ensku en ég mæti einnig daglega í
frönskutíma. Ég hef mest gaman
af vísindum og stærðfræði og
helstu áhugamál mín eru Rubik-
kubbar og tónlist. Ég hef stundað
nám á bassa í þrjú ár en áður lærði
ég líka á píanó. Einnig hef ég verið
í skólaliðinu í fótbolta en það spilar
samt ekki allt árið eins og íþrótta-
félögin á Íslandi. Síðasta haust tók
ég líka þátt í Þýskalandsmeistara-
mótinu í Rubik’s en ég leysi kubb-
inn vanalega á 18-20 sekúndum.
Metið mitt er samt rúmar 13 sek-
úndur.“
Hlakkar til dagsins
Fermingardagurinn er 9. apríl og
segist hann hlakka mikið til þótt
hann sé ekki alveg með á hreinu
hvernig athöfnin fari fram. „Ég
hef bara einu sinni verið við-
staddur fermingarathöfn og það
var hér í Brussel fyrir tveimur
árum. Ég geri ráð fyrir að hitta
prestana í Fríkirkjunni snemma
í apríl til að undirbúa mig fyrir
athöfnina.“
Sjálfur vildi hann alltaf ferm-
ast heima á Íslandi, nálægt stór-
fjölskyldu sinni og vinum. „Veisl-
an verður á Hótel Borg og býst
ég við um 80-100 gestum. Hótel-
ið sér um veitingarnar en ég ósk-
aði samt sérstaklega eftir því að
koma með kransaköku sem mér
finnst ferlega góð. Við fljúg-
um síðan strax aftur til Brussel
sunnudaginn eftir því ég þarf að
mæta aftur í skólann á mánudeg-
inum þegar vetrarfríinu lýkur.“
Sumarið fram undan verður að
öllum líkindum spennandi og við-
burðaríkt. „Við förum í sumarfrí
til Grikklands í tvær vikur og svo
erum við líka búin að fá miða á
leik Íslands á móti Austurríki á
EM í fótbolta. Leikurinn fer fram
í París en það tekur bara þrjá
tíma að keyra þangað frá Brussel.
Annars fáum við oft marga gesti
á sumrin en ég á þó ekki von á að
við komum aftur til Íslands í frí
fyrr en í haust en við reynum oft-
ast að koma heim í vetrarfríinu í
október.“ starri@365.is
mætir með kransakökuna í veisluna
Fermingarundirbúningurinn í Belgíu er talsvert styttri en heima á Íslandi. Davíð freyr eyddi fjórum dögum á gistiheimili ásamt nokkrum
íslenskum unglingum. Eftirvæntingin eftir stóra deginum er mikil en hann mun fermast á Íslandi nálægt stórfjölskyldunni og vinum.
Davíð freyr býr í Belgíu en fermist á
Íslandi í sumar. Hann hefur spilað á
bassa í þrjú ár. mYnD/Úr einKASAfni
fermingarbarnið Davíð freyr Þorsteinsson ásamt yngri bróður sínum, Arnari frey. mYnD/Úr einKASAfni
Veislubakkar við öll tækifæri
OSUSHI • Sími 561 0562
www.osushi.is
Veislubakki nr. 18
60 bitar
• 10 x laxa nigiri
• 5 x rækju nigiri
• 5 x túnfisk nigiri
• 5 x i/o maki California
• 5 x i/o maki m/ kjúklingasalati
• 5 x maki m rækju & mango
• 5 x maki m túnfisk & vorlauk
• 5 x i/o litlir maki m/ lax
• 5 x i/o litlir maki m/ túnfisk
• 5 x i/o litlir maki m/ gúrku
• 5 x i/o litlir maki m/ surimi
Kr. 8.900,- 8.455,-
Veislubakki nr . 17
60 bita
• 15 x teriyaki kjúklingaspjót
• 15 x risa rækjur
• 15 x vorrúllubitar
• 15 x hrossaspjót
Kr. 9.900,- 9.405,-
Veislubakki nr. 19 - Lítil veisla
54 bitar
• 12 x laxa nigir
• 12 x i/o litlir maki m/ túnfisk
• 6 x litlir maki m/ lax
• 6 x litlir maki m/ túnfisk
• 6 x litlar maki m/ surimi
• 6 x litlir maki m/ gúrku
• 6 x litlir maki m/ avocado
Kr. 7.700,- 7.315,-
Veislubakki nr. 23
60 bitar
• 8 x i/o maki m kjúklingasalati
• 8 x maki m blönduðu græn-
meti & elduðum lax utan um
• 8 x maki Haf & Hagi
(djúpsteikt rækja inni í,
hrossakjöt utan um)
• 8 x maki m crispy kjúklingi
& avocado
• 8 x i/o maki California
• 8 x i/o maki m avocado
• 6 x i/o litlar maki m lax
• 6 x i/o litlar maki m gúrku
Kr. 10.010,- 9.510,-