Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 25
Um 2.500 fermingarbörn í 66 sóknum um allt land gengu í hús dagana 2. til 6. nóvember á síðasta ári og söfnuðu rúmlega 7,7 millj­ ónum króna fyrir vatnsverkefni Hjálpar starfs kirkjunnar í Eþíópíu. Þetta er sautjánda árið í röð sem slík söfnun fer fram en frá árinu 1998 hafa íslensk fermingarbörn safnað um 104 milljónum króna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar. Áður en söfnunin hófst fengu fermingarbörnin fræðslu um mikil­ vægi þess að hafa aðgengi að hreinu vatni og um aðstæður fólks sem býr við vatns­ skort. Börnin fræddust um leið um árangur af verkefnum Hjálpar­ starfs kirkjunn­ ar og sáu hvernig hægt er að safna rign­ ingarvatni og grafa brunna sem gjörbreyta lífinu til hins betra. Söfnunin gefur ferm­ ingarbörn­ um kærkomið tækifæri til að bæði láta til sín taka og gefa landsmönn­ um möguleika til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar þeim sem búa við erfið lífsskilyrði og mikla fá­ tækt. Safnað fyrir vatni Ætlar þú að gera fallegar bollakök­ ur fyrir fermingarveisluna? Hér er uppskrift að ljúffengri köku, kremið er hægt að lita eftir því hvað hentar best á fermingarborðið. Uppskriftin nægir í 10 kökur 240 g hveiti 280 g sykur 3 tsk. lyftiduft Örlítið salt ½ tsk. vanillusykur 80 g smjör 2 egg 2 ½ dl mjólk Krem 500 g flórsykur 80 g smjör ½ dl mjólk 1 tsk. vanillusykur Litur að eigin vali Hrærið saman hveiti, sykur, lyfti­ duft, salt, vanillusykur, smjör, egg og mjólk þar til blandan verður létt og fín. Setjið í múffuform og fyllið 2/3 hluta. Bakið kökurnar neðst í ofni við 175°C í 25 mínútur. Blandið saman þurrefnum í kremið. Bætið síðan mjólk og lit saman við. Hrærið á miðlungs­ hraða í hrærivél þar til blandan er létt og fín. Sprautið kreminu með rjómasprautu. Hægt er að skreyta kökurnar með jarðarberi, kirsuberi eða kökuskrauti. Fallegar bollakökur Blini með reyKtUm laxi Rússneskar blini­pönnukökur eru borðaðar með kavíar. Þær eru þó ekki síður góðar með reyktum laxi og sýrðum rjóma. Ólíkt venju­ legum pönnukökum er notað lyftiduft í blini auk þess sem í þær eru notað bókhveiti. 200 g bókhveiti 80 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 3,5 dl volg mjólk 2 egg 250 g brætt smjör Bræðið smjörið og kælið svo niður þar til það er volgt. Skiljið eggin og stífþeytið eggjahvít­ ur. Hrærið volga mjólkina og eggjarauðurnar saman við þurrefnin. Hrærið smjörið saman við deigið. Bætið svo stífþeyttum eggjahvít­ unum varlega saman við. Hitið pönnukökupönnu á meðalhita og setjið smávegis smjör á pönnuna. Í hverja blini þarf um það bil tvær matskeiðar af deigi. Snúið kökunum við þegar þær byrja að stífna. Ofan á hverja blini má síðan raða þunnt sneiddum reyktum laxi, sýrðum rjóma og fersku dilli til skreytingar. Uppskrift að blini-deiginu er fengið af Vinotek.is Gefðu sparnað í fermingargjöf Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðar- leiðir fyrir fermingarbarnið á klassi.is. Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingar- gjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig getur gjafakortið lagt grunn að góðum fjárhag. Erna Sóley Eyjólfsdóttir Klassafélagi og Karate–lærlingur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Kynningarblað Ferming 23. febrúar 2016 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.