Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 16
2 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur og heilsumarkþjálfi, segir að allt of margir eigi það til að ruglast á þörf okkar fyrir hefðbundna næringu og andlega næringu. „Það er, við borðum mat þegar við erum í raun að leita að annars konar nær- ingu.“ MYND/ERNIR Í umræðu um heilbrigði sem hefur verið afar fyrirferðarmik- il á undanförnum árum hefur mataræði og hreyfing verið það sem helst hefur verið um rætt. Heilbrigði saman stendur af fleiri þáttum sem öllum þarf að huga að og rækta, að sögn Huldu Sólveigar Jóhannsdóttur, íþróttafræðings og heilsumark- þjálfa.  „Mataræði og hreyfing skiptir auðvitað miklu máli þegar talað er um heilbrigði, ég ætla ekki að draga úr því, en þetta eru þó bara tveir þættir af svo mörg- um. Segjum að einhver sé, svo dæmi sé tekið, í óhamingjusömu hjónabandi þá leysir það eitt og sér að neyta meira af hollri fæðu ekki vandamálið sem taka þarf á. Ef fólk er hamingjusamt, sátt og ánægt þá eru miklar líkur á að það borði hollari mat, hreyfi sig meira og líti almennt jákvæð- um augum á lífið, með öðrum orðum, sé líklegra til að vera heilbrigðara en ella,“ útskýrir Hulda. Allir fArA AllA leið Til að verða betra eintak af sjálf- um sér þarf hver og einn að átta sig á hvaða þætti þeir vilji leggja áherslu á og bæta í sínu lífi, að sögn Huldu. „Við Íslendingar erum mjög „keppnis“, förum alla leið og erum stolt af því. Við stefnum á maraþon og tökum þátt í Járnkarlinum svo eitthvað sé nefnt. Það að fara alla leið er alls ekki fyrir alla. Til hvers að fara alla leið í hreyfingu eða mataræði ef það eru aðrir þættir í lífinu sem fólk er ósátt við og ætti í raun að leggja áherslu á að vinna í? Ef við erum ekki á „all in“ braut- inni þá virðumst við vera dugleg við að rífa okkur niður, þar sem samfélagið er duglegt að minna okkur á hvað við eigum að vera að gera til að öðlast betri heilsu og heilbrigði. Face book með allar myndirnar af maraþonun- um, göngunum og svo framveg- is, auglýsingarnar í miðlunum sem segja okkur hvað við eigum að borða og hvernig við eigum að æfa eða hreyfa okkur til að líða betur. Málið er ekki svona einfalt, um ólíka einstaklinga er að ræða, það sem hentar einum í hreyfingu eða mataræði hentar öðrum ekkert endilega.“ Hulda bendir einnig á að óþarfi sé að fara alla leið ef gera á breytingar á lífsstílnum. „Það er svo miklu skemmtilegra að fara rólega í sakirnar og ýta óhollum venjum smám saman út, með jákvæðum venjum. Þar sem við erum allt of einbeitt í að fara alla leið þá erum við oft mjög dugleg í að rífa okkur niður ef okkur gengur ekki sem skyldi í lífsstílsbreytingunni, verðum pirruð og jafnvel hættum bara. Það er svo miklu betra að fagna þeim æfingum sem við komust á heldur en pirr ast á þeim æfing- um sem við slepptum eða þeim dögum sem matar æðið var ekki sem skyldi. Lífsstílsbreyting er langhlaup, ekki spretthlaup,“ segir hún með áherslu. NæriNg á tvo vegu Aðspurð að því hvort ósáttur ein- staklingur sem borðar algjör- lega hollt fæði sé heilbrigðari en sá hamingjusami sem fylgir ekki hollu mataræði segir hún að hægt sé að líta á hugtakið nær- ingu á tvo vegu, það er sem nær- ingu í gegnum fæðu sem er inn- byrt og svo andlega næringu. „Ef við berum saman tvo ein- staklinga sem báðir einbeita sér að því að borða hollt fæði, þeir stunda báðir hreyfingu og líta á sig sem heilbrigða einstak- linga. Annar aðilinn á ástríka fjölskyldu, góða skilningsríka vini, hann er jákvæður, ánægð- ur í vinnunni, hann er hamingju- samur, sáttur, sefur vel. Hinn einstaklingurinn hefur ekki þetta stuðningsnet og er ekki í þessu andlega jafnvægi. Það gefur augaleið hvor er heil- brigðari. Næring er meira en það sem sett er á diskinn, það má segja að við fáum ákveðna nær- ingu í gegnum daglegar athafnir og líðan. Ef fólk líður ekki skort, það er, það sveltur ekki, þá eru meiri líkur á að það njóti betur andlegu næringarinnar en þeirr- ar næringar sem innbyrt er. Mín skoðun er að allt of margir eigi það til að ruglast á þessari þörf okkar fyrir næringu, það er, við borðum mat þegar við erum í raun að leita að annars konar næringu,“ segir Hulda. liljabjork@365.is lífsstílsbreytiNg er lANghlAup Fleiri þættir en mataræði og hreyfing skipta máli þegar rætt er um heilbrigði. Betra er að fara rólega í sakirnar og ýta óhollum venjum út og taka jákvæðar inn smátt og smátt en að fara alla leið í einu skrefi. Ef fólk líður ekki skort, það er, það sveltur ekki, þá eru meiri líkur á að það njóti betur andlegu næringarinnar en þeirrar næringar sem innbyrt er. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir SagaPro fæst í helstu apótekum, heilsu- og matvöruverslunum www.sagamedica.is Náttúruvara úr íslenskri hvönn SagaPro Minna mál með f ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.