Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 50
Guðlaugur fermdist í Bústaða-
kirkju. Hann segir að það sé mikið
matarfólk í kringum sig svo það
var blandað steikarhlaðborð í
veislunni og síðan taílenskir rétt-
ir, en móðir hans er frá Taílandi.
„Það var mjög flott veisla,“ segir
hann.
„Ég myndi hafa heita og kalda
smárétti á borðum ef ég væri
sjálfur að halda fermingarveislu.
Ég útbjó nokkrar slíkar veislur
fyrir nokkrum árum en núna er
of mikið að gera hjá mér á veit-
ingastaðnum,“ segir hann. „Mér
finnst mjög flott að bjóða upp á
súpu og salat, þá gjarnan upp úr
hádeginu. Súpa er orðin vinsæl í
fermingum og síðan er hægt að
hafa hlaðborð með léttum rétt-
um. Þar má vera salat, kjúklinga-
spjót, eitthvað djúpsteikt, brauð
og pestó svo eitthvað sé nefnt.
Síðan er gott að hafa tertu með
kaffinu,“ segir hann.
Guðlaugur segist hafa gaman
af því að blanda íslenskri og as-
ískri matargerð saman. „Ég set
til dæmis sítrónugras í humar-
súpuna sem gerir hana pínulítið
austurlenska. Á yngri árum heim-
sótti ég Taíland en hef ekki komið
þangað eftir að ég kláraði kokk-
inn. Það er á dagskrá hjá mér að
fara einhvern tíma og kynna mér
betur matargerðina þar. Ég elda
stundum taílenskan mat heima og
það er vinsælt. Annars erum við
mest í hefðbundnum íslenskum
mat,“ segir Guðlaugur en hann og
kona hans, Gréta Halldórsdóttir,
eiga eitt barn. elin@365.is
Humarsúpa
Uppskrift fyrir 8 manns
4 hvítlauksgeirar
1 meðalstór laukur
2 skallotlaukar
1 chillipipar
500 g
Kræklingur
350 ml
hvítvín
200 g
tómat-purre
5 l humarsoð
1 lítri rjómi
2 stk.
sítrónugras
2 limelauf
4 stk. anísstjörnur
8 stk. kardimommur
200 g smjör
Safi úr hálfri sítrónu
Salt og pipar eftir smekk
l Steikið allt grænmetið,
anísstjörnurnar og
kardimommurnar í stórum
potti, bætið tómat-purre við
ásamt kræklingnum og steikið
þetta aðeins. Bætið hvítvíninu í
og fáið suðuna upp. Setjið soðið
út í og sjóðið niður um ca. 3/4.
l Bætið svo rjómanum við og
sjóðið í 10 mínútur.
Skerið smjörið í kubba og
hrærið því saman við í smá
skömmtum.
l Smakkið til með salti, pipar og
sítrónusafa.
meðlæti í súpuna
Humarhalar
Rækjur
Hörpuskel
Sýrður rjómi
Dilltoppar til að skreyta
Uppskrift fyrir 6 manns
salatið
Spínat, þvegið
Kóríander, pillað
Minta, pilluð
Greipaldin, skorið í bita
Mandarínubátar
Baby mozzarella-ostur
Granatepli
Steiktur laukur
Mintu- og
kóríander-vinaigrette til að
dressa salatið
andalæri
4 andalæri
Salt
Olía þannig að það fjóti yfir
lærin (fer eftir íláti)
2 stk. anísstjörnur
5 stk. kardimommur
2 stk. lárviðarlauf
10 svört piparkorn
l Lærin á að salta
vel og láta standa
í 15-20 mínútur,
síðan er saltið
skolað af.
Setjið kryddin
í grisju
og setjið í
ofnfast mót
eða pott með
lærunum og
olíu þannig að
það flæði yfir
lærin. Eldið á 120°C í
um það bil 6 klst. Þá ætti kjötið
að detta af beinunum.
l Takið kjötið af beinunum og
mestu fituna frá. Rífið kjötið vel
niður.
l Kjötinu er svo blandað saman
við döðlusultu og sojadressingu
eftir smekk.
döðlusulta
200 g döðlur, steinlausar
½ laukur, meðalstór
2 hvítlauksgeirar
1 stk. sítrónugras
50 g sykur
250 ml mirin
100 ml vatn
Salt og pipar
l Laukur og hvítlaukur er skorið
og svitað í potti. Sítrónugras er
brotið til að opna það en ekki
alveg í tvennt. Sett út í pottinn.
Döðlum, sykri og mirin er bætt
út í pottinn og fyllt upp með
vatni þar til flýtur yfir döðlurnar.
Soðið þar til döðlurnar eru
orðnar mjúkar. Sítrónugras
veitt upp úr pottinum og hent.
Döðlurnar maukaðar í blandara,
Athugið að bæta meira vatni út í
eftir þörfum.
soja-mirin-sesam-dressing
50/50 soja og mirin
Sesamfræ, svört og hvít
mintu- og kóríander
viniagrette:
50 g minta
75 g kóríander
1 skalottlaukur
75 ml eplaedik
150 ml ólífuolía
Smá salt
l Allt sett í blandara, smakkað
til með eplaediki og salti.
Humarsúpa og andasalat
Guðlaugur Frímannsson, matreiðslumaður og einn eigenda Grillmarkaðarins,
segir að flestir vilji hafa súpu og smárétti á fermingarborðinu. Einfalt sé að útbúa
það. Hér gefur hann uppskrift að ljúffengri humarsúpu og andasalati.
Guðlaugur Frímannsson, matreiðslu-
maður og einn eigenda Grillmarkaðar-
ins. MYND/PJETUR
Girnilegt andasalat. MYND/PJETUR
Humarsúpan hans Gulla. Hann setur
sjávarréttina á diskinn og ber síðan súpuna
fram í könnu. MYND/PJETUR
Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til
styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.
Íslenskt handverk. Fæst um land allt.
Þríkrossinn
Stuðningur til sjálfstæðis
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Jakki á 7.900 kr.
2 litir:
Beinhvítt og svart.
Kjóll á 7.900 kr.
2 litir:
Blátt og svart
Kjóll á 7.900 kr.
Margir litir og mynstur
Flottir
kjólar
Opið virka daga kl.
11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
Lifandi blóm gera mikið fyrir
veisluborðið. Til að fá blóm í
þeim litum sem fermingarbarn-
ið kýs mætti á einfaldan hátt
lita þau heima. Eina sem þarf er
afskorin blóm, helst hvít, blek
eða matarlitur, vatn og dags-
fyrirvari. Kjörið er að setja ferm-
ingarbarnið sjálft í þetta verk-
efni.
Hellið vatni í nokkra blómavasa
eða krukkur og blandið litarefn-
inu út í svo vatnið verði sterklit-
að. Stingið svo blómunum í vatnið
og þau munu sjúga upp í sig litinn
á nokkrum klukkutímum. Sniðugt
er að nota blóm sem þurfa mikið
vatn eins og túlípana eða nellikur.
Hvítar rósir verða afar skemmti-
legar á litinn með þessari aðferð.
Heimalituð blóm með
matarlit vatni og bleki
FERMiNG Kynningarblað
23. febrúar 201634