Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 13

Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 13
Fréttablaðið birti þann 18. febrúar sl. grein eftir Hörð Arnarson for-stjóra Landsvirkjunar undir heit- inu Skýrar reglur eru forsenda sáttar. Tilefnið er umræða undanfarna daga um drög að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Drögin birtust á vef umhverfisráðu- neytisins í byrjun febrúar og voru að miklu leyti eftir forskrift Landsvirkj- unar, sbr. grein framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 16. þ.m. Landvernd er hjartanlega sammála forstjóra Landsvirkjunar um það að skýrar reglur eru nauðsynlegar í þessu mikilvæga og viðkvæma ferli og að um þær þurfi að ríkja einhvers konar sátt í þeim skilningi að fólk hafi það á tilfinningunni að unnið sé eftir anda laganna. Samtökin hafna því aftur á móti algerlega að þær breytingar sem Landsvirkjun hefur hlutast til um stuðli að sátt eða séu samkvæmt bók- staf og anda rammaáætlunarlaga. Megintilgangur rammaáætlunar er auðvitað sá að orkunýting vegist á við aðra nýtingu landsvæða (vernd er líka nýting) í faglegu ferli þar sem sérfræð- ingar leggja mat á náttúrufar, verndar- gildi, hagkvæmni virkjanakosta, samfélagsleg áhrif o.s.frv., til þess að tryggja að við förum ekki fram úr okkur í einhliða orkunýtingu. Náttúra landsins er nefnilega ekki bara óvið- jafnanlegur orkugjafi, eins og skilja má af orðum Harðar, heldur á hún sér tilverurétt óháð mönnum, er hluti af menningu okkar og þjóðarsál, fjöregg ferðaþjónustunnar og óviðjafnanleg uppspretta andlegrar næringar. Hlutverk Orkustofnunar ofmetið Landvernd dregur ekki í efa hlutverk Orkustofnunar við að skilgreina og leggja fram lista nýrra virkjunarkosta, sbr. 2. mgr. 9. gr. laganna. Deilan snýst um endurupptöku virkjunarkosta á svæðum sem Alþingi hefur þegar sett í nýtingarflokk eða verndarflokk og um verklag varðandi það endurmat. Landsvirkjun heldur því fram að verk- efnisstjórn beri, skv. lögum, að fara í öllu að tilmælum Orkustofnunar, líka þegar um er að ræða endurmat virkj- unarkosta á skilgreindum verndar- eða orkunýtingarsvæðum. Fyrirtæk- inu var eins og kunnugt er misboðið þegar verkefnisstjórn hafnaði mati á Kjalölduveitu á þeim forsendum að um væri að ræða lítt breytta Norð- lingaölduveitu, nota bene á land- svæði sem þegar er í verndarflokki. Landvernd hafnar lagatúlkun Landsvirkjunar. Í því sambandi er rétt að benda á að Orkustofnun leggur ekki mat á landsvæði og rammaáætl- unarlögin kveða skýrt á um hlutverk verkefnisstjórnar varðandi endurmat, sbr. 3. mgr. 9. gr.: „Verkefnisstjórn getur … endurmetið virkjunarkosti og landsvæði sem gildandi áætlun nær til og lagt til breytingar á henni“. Flokkun Alþingis í verndarflokk er yfirlýsing um friðun Flokkun svæðis í verndarflokk er yfirlýsing um að svæðið sé svo verðmætt í náttúrufarslegu, menn- ingarlegu og/eða samfélagslegu til- liti að það beri að friðlýsa fyrir orku- nýtingu. Enda segja lögin skýrt að stjórnvöld skuli hefja undirbúning friðlýsingar svæða í verndarflokki strax og Alþingi hefur samþykkt tiltekinn áfanga rammaáætlunar (4. mgr. 6. gr.). Orkufyrirtæki geta á sama hátt hafið undirbúning að nýtingu svæða í nýtingarflokki. Samkvæmt rammaáætlunarlögum heyrir endurmat þessara flokka til undantekninga: „Ætla má að það verði einkum virkjunarkostir sem eru í biðflokki áætlunarinnar sem færist í annan flokk þótt ekki sé úti- lokað að virkjunarkostir í öðrum Sátt Landsvirkjunar er ólán náttúrunnar flokkum geti færst á milli flokka.“ (aths. með frumvarpi til laga nr. 48/2011, undirstrikun höfundar). Það er fullkomlega óeðlilegt að stjórnsýslustofnun orkumála, Orku- stofnun, hafi vald til að skikka verk- efnisstjórn rammaáætlunar, þessa yfirlýsta sáttaferlis, til að endurmeta svæði sem ber að friðlýsa að lögum. Ríkir jafnræði? Orkugeirinn bendir á að jafnræði ríki í þessum efnum þar sem einn- ig megi taka upp virkjunarkosti í nýtingarflokki. En er jafnræðið e.t.v. meira í orði en á borði? Hafa náttúruverndarsamtök, ferðaþjón- ustuaðilar og aðrir sem bera hag náttúrunnar fyrir brjósti sama efna- hagslegt bolmagn og stór orkufyrir- tæki til að móta tillögu um endur- mat og fylgja henni eftir? Aðrar tillögur til breytinga á starfsreglum verkefnisstjórnar sem Landsvirkjun hefur haft frumkvæði að eru ennfremur til þess fallnar að gera ferlið pólitískara og tortryggi- legra, ekki skýrara, þar á meðal til- laga um að umhverfisráðherra fari með yfirstjórn verkefnisstjórnar og faghópanna. Of langt mál er að fara út í þá sálma í þessari grein. Vel má vera að endurskoðaðar starfsreglur að hætti Landsvirkjunar auki sátt á þeim bæ og öðrum orkubæjum. En fari þær óbreyttar í gegn munu þær rústa sátt og tiltrú Landverndar á þessu mikilvæga ferli og ég hygg allra þeirra sem vita að framleiðsla unaðsstunda er ekki síður mikilvæg þjónusta náttúrunnar en framleiðsla kílóvattstunda. Nái breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnar ramma- áætlunar fram að ganga munu þær rústa sátt og tiltrú Landverndar á þessu mikil- væga ferli og ég hygg allra þeirra sem vita að fram- leiðsla unaðsstunda er ekki síður mikilvæg þjónusta náttúrunnar en framleiðsla kílóvattstunda. Snorri Baldursson formaður Landverndar Vélarnar fást eingöngu í Bosch-búðinni. Tilboð gildir til 1. mars eða á meðan birgðir endast. Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Bosch, þvottavél Serie 4, WAN 282B7SN Ný 7 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín. og í orkuflokki A+++. Mjög hljóðlátur, kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð. Kynningarverð: 89.900 kr. Fullt verð: 129.900 kr. Bosch, þurrkari Serie 4, WTH 8520SSN Nýr 8 kg þurrkari með íslensku stjórnborði og rafrænum rakaskynjara. Orkuflokkur A++. 40 mínútna hraðkerfi. Krumpuvörn við lok þurrkunar. Fullt verð: 129.900 kr. Kynningarverð: 89.900 kr. Bjóðum nú nýja þvottavél og nýjan þurrkara á einstöku kynningarverði. 8 Frábært par, sem hugsar vel um þig. Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 2 3 . F e B R ú A R 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.