Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 2
Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á íslandi Lítils háttar éljabakki gengur upp að landinu með éljum við ströndina, en áfram úrkomulaust með norðurströndinni. Um hádegi hvessir af suðaustri í skamma stund, en síðdegis snýst í hæga vestlæga átt með snjómuggu en áfram verður hægviðri og léttskýjað um norðan- og austanvert landið. Sjá Síðu 30 Veður Fokker skipt út NorskIr brjóstdropar róar hósta, dregur úr sársauka og losar um í ennis- og kinnholum. daNskIr brjóstdropar mÝkir háls og stillir Þrálátan hósta. Fást í næsta apóteki Samfélag Á komandi ársþingi Sam- takanna ’78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir með- limi Samtakanna ’78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtök- unum ’78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Nor- egi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hin- seginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félags- mótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Sam- takanna ’78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart ung- lingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem ung- lingar fái í dag séu að þeir eigi að vera bæði sterkir og sjálfstæðir. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkyn- hneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús. snaeros@frettabladid.is Vilja kynna BDSM fyrir unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna ’78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoð- anir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. Fyrsta Bombardier Q400 flugvél Flugfélags Íslands í lágflugi í gær fyrir ofan gamlan Fokker 50 sem stendur á Reykjavíkurflugvelli. Taka á tvær Q400- vélar í notkun til viðbótar þessari. Þær koma í stað Fokker-véla félagsins. „Við erum mjög spennt fyrir nýju flugvélunum,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Q400-vélarnar séu stærri, rýmri, nýrri og þægilegri en Fokker-vélarnar. Fréttablaðið/Vilhelm bDSm á Íslandi er fræðslu- og hagsmunafélags bDSm-iðkenda. Félagið stendur fyrir námskeiðum og heldur reglulega viðburði. Árið 2014 var félaginu neitað um þátttöku í Gleðigöngunni. NorDicPhotoS/Getty Bandaríkin Donald Trump er orðinn harla sigurviss eftir velgengni sína í þriðju forkosningum Repúblikana- flokksins í röð. Hann vann öruggan sigur í Nevada á þriðjudaginn, eftir að hafa sigrað bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu. „Þetta verða frábærir tveir mán- uðir,“ sagði hann um framhaldið, en næsti áfangi hjá repúblikönum verður ofurþriðjudagurinn svonefndi, 1. mars. Þann dag verða forkosningar hjá bæði repúblikönum og demókrötum í 14 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Þetta er stærsti kosningadagurinn þann- ig að fastlega má reikna með því að málin verði farin að skýrast verulega eftir það. Enn keppa fjórir repúblikanar við Trump um að verða forsetaefni flokks- ins. Þetta eru þeir Ted Cruz, Marco Rubio, John Kasich og Ben Carson. Til þessa hafa einungis Cruz og Rubio náð árangri, sem mark er á takandi. – gb Trump orðinn sigurviss ungverjaland Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tilkynnt að haldin verði þjóð- aratkvæðagreiðsla um flóttamanna- kvóta Evrópusambandsins. Orban segir Evrópusambandið hafa misnotað völd sín með því að þröngva aðildarríkjunum til að taka við ákveðnum fjölda flóttafólks. Evrópusambandið samþykkti á síðasta ári að deila flóttafólki, sem komið hefur til Evrópusam- bandsins, niður á aðildarríkin eftir ákveðnu kvótakerfi, þar sem tekið er tillit til fólksfjölda, efnahags og annarra þátta í hverju aðildarríki fyrir sig. Reyndar eru gerðar ákaflega litlar kröfur til Ungverjalands í þessum reglum Evrópusambandsins, því tilgangurinn var að létta álaginu af Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi með því að láta önnur aðildarlönd en þessi þrjú taka við þeim flótta- mönnum, sem þangað hafa flykkst. Á atkvæðaseðlinum í Ungverja- landi verður þessi spurning: „Vilt þú að Evrópusambandið ákveði með bindandi hætti innflutning til Ungverjalands á fólki, sem ekki er ungverskir ríkisborgarar, jafnvel án samþykkis þingsins?“ – gb Lætur kjósa um ákvarðanir ESB StjórnSýSla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur bindandi álit skattayfir- valda á Íslandi, í Noregi og Liechten- stein, sem stofnunin skoðaði, sam- ræmast reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð. ESA tilkynnti í gær að stofnunin hefði lokið rannsókn sinni á bindandi áliti skattayfirvalda í löndunum þremur. Rannsóknina hóf ESA að eigin frumkvæði samhliða rannsókn Fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins á bindandi áliti skattayfirvalda í aðild- arríkjum Evrópusambandsins. – ih ESA segir álit skattayfirvalda ekki ríkisaðstoð 2 5 . f e B r ú a r 2 0 1 6 f i m m t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.