Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 12

Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 12
Tími fyrir forsáningu kryddjurta til að hafa í pottum inni er hafinn. Svo er hægt að sá aftur fyrir þeim sem eiga að fara út í garð. Noti maður mikið af kryddjurtum borgar sig að vera með sáningu á nokkrum stigum. „Það er orðið það bjart úti að plöntur geta dafnað í gluggum. Það er upplagt að sá fyrir basil- íku núna. Hún er hitakær og hún þrífst bara inni. Kóríander sem sáð er núna myndi ekki farnast vel þegar því væri plantað út þar sem það sprettur úr sér inni. Það er hins vegar hægt að sá kórían- derfræjum núna til tína blöðin af jafnóðum af og neyta þeirra. Svo er hægt að sá aftur fyrir kóríander sem á að fara út. En það má líka sá kóríander beint út þegar tími er kominn til að sá út,“ segir Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali. Hún segir að þar sem tímían og rósmarín auk graslauks og stein- selju sé svolítið lengi að spíra sé ágætt að byrja að sá þessum kryddjurtum. Við sáningu þarf að gæta þess að vera með nýja, góða mold, gjarnan sáðmold. Lára tekur það fram að sáðmold sé þó ekki skilyrði við sáningu kryddjurta. „Maður getur sáð öllum þessum jurtum beint í potta með venjulegri mold en hún þarf að vera ný.“ Sett eru 20 til 30 fræ í hvern pott af stærðinni 10 til 15 cm, að því er garðyrkjufræðingurinn bendir á. „Reglan við sáningu er að þekja ekki fræin meira en sem nemur tvöfaldri til þrefaldri þykkt þeirra. Ef fræin eru ofsalega fíngerð klappar maður þeim bara ofan á moldina.“ Gæta þarf þess að moldin sé vel rök áður en fræin eru sett niður. Sé vökvað eftir á er hætta á að fræin skolist til. Gott er að breiða plast, sem hefur verið gatað, yfir pottana. Séu þeir í glugga sem sólin skín á ætti að breiða hvítt plast yfir til að fræin hitni ekki of mikið. Góður spíringarhiti er 22 til 24 gráður. Ef plast er haft yfir þarf að vökva sjaldnar í spírunarfasanum. Nóg er að fylgjast vel með því að jafn raki sé í moldinni, að sögn Láru. Verði stilkurinn á plöntunni þunnur og ræfilslegur er líklegt að of dimmt eða of heitt hafi verið á fræjunum. Jafnvægi þarf að vera á milli birtu og hita. Ekki þarf að gefa næringu fyrr en kominn er góður vöxtur í plöntuna. Meðan rótin er ung og viðkvæm er beðið með áburðar- gjöf. ibs@frettabladid.is Tími til að sá kryddjurtum Nógu bjart er orðið úti til að jurtirnar geti dafnað í gluggum. Noti maður mikið af kryddjurtum borgar sig að vera með sáningu á nokkrum stigum. Hægt er að sá í venjulega mold en hún þarf að vera ný. „Maður getur sáð öllum þessum jurtum beint í potta með venjulegri mold en hún þarf að vera ný og góð,“ segir Lára Jóns- dóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ráð Heimilið App Health www.fi.is Skemmtileg ferð í nágrenni borgarinnar á gönguskíðum FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Farið í rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 kl. 9. Gengið frá Leirvogs- vatni þvert yfir Mosfellsheiði með viðkomu í Borgarhólum sem eru á miðri heiðinni. Ferðin endar við Litlu kaffistofuna þar sem við fáum okkur kaffi og pönnukökur áður en rúta sækir hópinn og ekur í bæinn. Áætluð koma í bæinn er um kl. 17.00 Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568 2533 fyrir kl. 14, föstudaginn 26 febrúar Verð 6.000/9.000 Laugardagur 27. febrúar Mosfellsheiði - Borgarhólar - Litla kaffistofan Appið Health fylgir öllum nýjustu iPhone-símum og aðrir geta sótt sér það inni á App Store. Forritið er upplagt fyrir þá sem vilja hugsa um heilsuna en eru með tóma buddu. Mælt er með að ganga 10 þúsund skref á dag og mælir appið til að mynda skrefin frítt. Umsagnir Almennt eru notendur ánægðir með appið þó við það mætti ýmsu bæta að sögn þeirra. „Ég er mjög meðvitaður um það þegar ég er að fara að eyða einhverj- um peningum hvað er í boði í sama klassa og það sem ég er að fara að kaupa. Ég veit hvað hluturinn kostar í öðrum búðum og fer þangað sem hann kostar minnst,“ segir Jan Mur- tomaa, umsjónarmaður fjölmenna Facebook-hópsins Neytendahornið. Að gera verðsamanburð „Ef menn eru að fara að kaupa eitt- hvað dýrt þá borgar sig að athuga hvaða verð hinir eru að bjóða. Eða ef maður getur fengið sambæri- legan hlut annars staðar á miklu lægra verði. Það sama á við um allar útsölur. Fólk þarf að athuga hvort það sé virkilega verið að bjóða útsöluverð. Það hefur hálf- gert svindl komið fyrir. Maður hefur séð að útsöluverð er í raun ekki útsöluverð sem slíkt. Verslanir hækka verð rétt fyrir útsölu og segja að afslátturinn sé tuttugu prósent en þá er varan komin á sama verð og áður.“ Jan segist mikið nýta sér vefsíður verslana til að gera verðsaman- burð. „En stundum fer ég að keyra og skoða. Tími er peningar líka. Ef maður er að fara að kaupa eitt- hvað sem kostar mikið en maður kaupir sjaldan þá er allt í lagi að sjá til þess að maður fái mest fyrir sem minnst. Að gera magninnkaup Jan hefur líka verið meðvitaður um að oft borgi sig að gera magninn- kaup á vöru sem fæst í smásöluum- búðum í stórmörkuðum. Þannig skoðaði hann verð á fljótandi sápu í lágvöruverðsverslunum og komst að því að lítraverðið var 370 pró- sent hærra en hjá Rekstrarvörum. Með þeim hætti fékk hann 300 ml umbúðir af handsápu á 1.320 krónur lítrann en 5 lítra umbúðir á 380 krónur lítrann. Með þessu má spara sér stórfé. Það borgar sig að gera verðsamanburð 370 prósenta munur var á verði á fljótandi sápu þegar Jan Murtomaa bar saman verð í verslunum. Neytandinn: Jan Murtomaa, umsjónarmaður Facebook-hópsins Neytendahornið Verði stilkurinn á plöntunni þunnur og ræfils- legur er líklegt að of dimmt eða of heitt hafi verið á fræjunum. Jafnvægi þarf að vera á milli birtu og hita. Skóframleiðendur mæla almennt ekki með því strigaskór séu þvegnir í þvottavélum. Gamla, góða ráðið að þvo skóna upp úr heitu sápuvatni í bala eða fötu þykir virka vel. Best er að nota venjulegt þvottaefni. Takið fyrst reimarnar úr skónum. Skrúbbið síðan skóna vandlega með svampi. Ef skóreimarnar eru hvítar prófið þá að láta reimarnar liggja í köldu klórblönduðu vatni til að lýsa þær ef þær eru orðnar mjög dökkar. Þvoið þær síðan upp úr sápuvatni. Best að þvo strigaskóna í bala neytenduR 2 5 . f e B r ú a r 2 0 1 6 f i m m T U D a g U r12 f r é T T i r ∙ f r é T T a B L a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.