Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 16
„Umsvif sjónvarps- og kvikmynda-
iðnaðar hafa aukist verulega og það
er mikil gróska í þessum geira. Þetta
er stór atvinnugrein og mun stærri
en margir halda. Heildarvelta í
sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði er
nánast sú sama og í mjólkur- eða
kjötiðnaðinum á Íslandi,“ segir
Hallgrímur Kristinsson, stjórnar-
formaður FRÍSK, Félags rétthafa í
sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði.
Heildarvelta sjónvarps- og kvik-
myndaiðnaðar á Íslandi hefur
aukist um 37 prósent frá árinu
2009. Samkvæmt tölum Hagstof-
unnar var heildarvelta iðnaðarins
á Íslandi 34,5 milljarðar króna á
síðasta ári. Undir þessa tölu fellur
framleiðsla og dreifing kvikmynda
og sjónvarpsefnis, kvikmyndasýn-
ingar, dagskrárgerð og útsendingar
sjónvarps og útvarps.
Þá er heildarfjöldi ársverka í
iðnaðinum um 1.300 talsins, á
við þrjú stóriðjuverkefni. Þetta
kemur fram í skýrslu sem Capa-
cent vann fyrir FRÍSK.
Hallgrímur segir mikla grósku
hafa átt sér stað á undanförnum
árum, þá segir hann Íslendinga
njóta vaxandi alþjóðlegrar virð-
ingar á þessu sviði. „Íslensk fram-
leiðslufyrirtæki hafa sinnt stórum
erlendum verkefnum sem tekin
hafa verið upp hér á landi og má
þar nefna Star Wars, The Secret
Life of Walter Mitty, Interstellar,
Game of Thrones, Thor, Oblivion
og Fortitude svo dæmi séu tekin,
Þá hafa sjónvarpsstöðvarnar
verið ötular að þróa viðskipta-
módel sín og bjóða fram efni sitt
með nýjum leiðum,“ segir Hall-
grímur.
Hallgrímur bendir einnig á að
afþreyingarmarkaðurinn hér á
landi hafi breyst mikið á undan-
förnum misserum, einkum vegna
samkeppni frá Netflix og ólög-
legu niðurhali. „Þessi vandamál
skaða atvinnugreinina og einnig
raunar hagsmuni opinberra aðila
vegna glataðra skatttekna. Því
miður hefur óhagstætt skattaum-
hverfi og takmarkaður stuðningur
stjórnvalda á vissum sviðum
sömuleiðis gert okkur erfitt fyrir,“
segir Hallgrímur.
Undir FRÍSK starfa RÚV, 365
miðlar, SkjárEinn, Samfilm, Sena,
Myndform og Bíó Paradís. Skýrsl-
an var einnig unnin í samstarfi við
Samband íslenskra kvikmynda-
framleiðanda sem eru heildar-
samtök kvikmyndaframleiðanda
á Íslandi. thorgnyr@frettabladid.is
Því miður hefur
óhagstætt skatta
umhverfi og takmarkaður
stuðningur stjórnvalda á
vissum sviðum sömuleiðis
gert okkur erfitt fyrir.
Hallgrímur Kristins-
son, stjórnarfor-
maður FRÍSK
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
viðkemur rafhitun.
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
Gróska er í afþreyingariðnaði
Heildarvelta í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði er næstum sú sama og í kjötiðnaði á Íslandi. Heildarvelta
iðnaðarins hefur aukist mikið og var í fyrra 34,5 milljarðar króna. Formaður FRÍSK, félags rétthafa, segir
að aukin samkeppni frá efnisveitum á borð við Netflix og ólöglegt niðurhal skaði atvinnugreinina.
Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut
í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir
Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk-
og Grillmarkaðarins. „Þeir voru þrír
sem áttu barinn og einn er áfram og
Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju
eftir þetta,“ segir Hrefna.
„Okkur finnst þetta passa rosa
vel saman. Okkur var farið að langa
í bar en vorum ekki farin út í það
að stofna nýjan bar, því það er svo
mikið af börum í Reykjavík. Þann-
ig að við ákváðum að kaupa okkur
inn í besta barinn. Við sjáum fyrir
okkur gott samstarf þar á milli,“
segir hún.
Hrefna segir að þau muni halda
hugmyndafræðinni eins og hún er
á Skúla í dag og muni rækta sam-
starf á milli Skúla og Fisk- og Grill-
markaðarins. „Við erum mjög hrifin
af öllu eins og þetta er í dag. Við telj-
um okkur geta gert mjög góða hluti
þarna. Við erum með Borg bjóra á
Grillmarkaðnum og verðum með
mikið úrval áfram af Borg bjórum
á Skúla, svo er að koma út nýr bjór
frá Borg núna 1. mars sem er búinn
til fyrir Fisk- og Grillmarkaðinn og
heitir Hrefna og hann verður þá í
boði líka á Skúla,“ segir Hrefna Rós
Sætran. – sg
Grillmarkaðurinn kaupir
hlut í Skúla Craft bar
Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk-
markaðarins og Grillmarkaðarins.
Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa að hluta til verið teknir upp á Íslandi. FRéTTablaðið/VilHelm
„Þróunin í landinu á öllum sviðum
er til hins illa,“ segir Guðrún Kvaran,
formaður Íslenskrar málnefndar.
Hún er ósátt við að Íslandsbanki,
sem nú er kominn í ríkiseigu, hafi í
vikunni gefið út ársreikning á ensku.
Guðrún telur að ríkið eigi að vera í
fararbroddi í þessum málum.
Málnefndin sendi fyrr í þessum
mánuði umsögn um frumvarp að
lögum um ársreikninga þar sem
því var mótmælt að heimilt yrði að
gefa út ársreikninga á íslensku eða
ensku.
„Við lítum svo á að það eigi að
vera hægt að nota íslensku til alls af
því það er í íslenskri málstefnu og
líka í lögum um íslenska tungu frá
2011. Við litum því þannig á að ef
það þarf endilega að hafa ársreikn-
ing á erlendu máli vegna samskipta
við erlend fyrirtæki, þá þarf hann
líka að vera á íslensku. Að það eigi
alltaf að vera á íslensku en það megi
þýða yfir á ensku ef nauðsyn krefur,“
segir Guðrún.
„Við eigum að vera ánægð með
að hafa þetta tungumál okkar. Það
verða allir að hjálpast að við að við-
halda því. Það er búið að koma nán-
ast daglega eitthvað sem við höfum
þurft að mótmæla,“ segir Guðrún.
Hún bendir þar á að nefndin hafi
mótmælt að til standi að eftir-
nöfn en ekki eiginnöfn leikmanna
íslenska karlalandsliðsliðsins í
knattspyrnu verði aftan á treyjum
þeirra á Evrópumótinu í Frakklandi
í sumar og að á skiltum á Keflavíkur-
flugvelli séu upplýsingar nú fyrst á
ensku og svo á íslensku. – ih
Málnefnd ósátt við
bankauppgjör á ensku
Íslensk málnefnd sendi
umsögn um frumvarp að
lögum um ársreikninga þar
sem því var mótmælt að
heimilt yrði að gefa út
ársreikninga á íslensku eða
ensku.
Stjórn VÍS leggur til að 5 millj-
arðar verði greiddir í arð fyrir árið
2015. VÍS hagnaðist um 2,1 millj-
arð króna á síðasta ári miðað við
1,2 milljarða hagnað árið 2014.
Tekjur af fjárfestingarstarfsemi
námu 4,1 milljarði samanborið
við 2,4 milljarða árið 2014.
Þá nam samsett hlutfall, sem
er skilgreint sem tjónakostnaður
og rekstrarkostnaður sem hlutfall
af iðgjöldum, 101,5 prósentum
á síðasta ári. Hlutfallið batnaði
því milli ára en það var 104,5
prósent árið 2014. „Ánægjulegt
er að sjá að ágætur vöxtur var í
innlendum iðgjöldum og hækk-
uðu bókfærð iðgjöld um 5,8% á
árinu. Þrátt fyrir iðgjaldavöxt er
vöxtur í tjónatíðni áhyggjuefni og
það verður áfram áskorun að ná
ásættanlegri afkomu af mörgum
greinaflokkum vátrygginga,“ segir
Sigrún Ragna Óladóttir, forstjóri
VÍS.
VÍS sendi í lok nóvember bréf
á viðskiptavini sína þar sem til-
kynnt var að iðgjöld yrðu hækk-
uð vegna slæmrar afkomu. – ih
Vilja 5 milljarða
arð úr VÍS
Hagnaður Arion banka eftir skatta
á árinu 2015 nam tæpum 50 millj-
örðum króna.
„Afkoma ársins er afar góð en
markast mjög af óreglulegum liðum.
Árið 2015 markar ákveðin kaflaskil
í starfsemi Arion banka því á árinu
voru nokkur umfangsmikil úrlausn-
arverkefni leidd til lykta. Verkefni
sem unnið hefur verið að innan
bankans um nokkurra ára skeið,“
segir Höskuldur Ólafsson banka-
stjóri í tilkynningu.
Þar er fyrst og fremst um að ræða
sölu bankans á hlutum í fimm
félögum. Það er Reitum fasteigna-
félagi, Eik fasteignafélagi, Símanum,
alþjóðlega drykkjaframleiðand-
anum Refresco Gerber og Bakkavor
Group
Hagnaður af reglulegri starfsemi
bankans nam 16,8 milljörðum króna
samanborið við 12,7 milljarða árið
2014. Arðsemi eigin fjár af reglulegri
starfsemi nam 10,4 prósentum á
árinu samanborið við 10,7 prósent
árið 2014. Heildareignir námu í árs-
lok 2015 1.011,0 milljörðum króna
samanborið við 933,7 milljarða
króna í árslok 2014 og eigið fé hlut-
hafa bankans nam 192,8 milljörðum
króna í árslok og hafði hækkað um
20 prósent milli ára. – jhh
50 milljarðar
í hagnað
Viðskipti
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r16 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð