Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 24
Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðs- félaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Í kjarasamningi verkalýðsfélaga gr. 1.1 Gildissvið: „Samningur þessi tekur til allra starfa við framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og þjónustu- störf hverju nafni sem þau nefnast, samanber þó fylgiskjal (1 )“ sem er yfirlýsing um verktaka. Yfirlýsingin hefur tekið mörgum breytingum í samningum í gegnum tíðina. Í yfir- lýsingunni eru skýr ákvæði um launamál, en þar segir: „Starfsmenn verktaka sem vinna hliðstæð störf og starfsmenn ISAL og við hliðstæðar aðstæður skulu hafa sambærileg kjör er varðar laun og öryggisbúnað og starfsmenn ISAL.“ En í dag starfa að jafnaði allt frá 60 upp í 100 starfs- menn ýmissa verktaka inni á svæð- inu sem njóta verndar þessa ákvæðis. Krafa SA/ISAL er að fá að útvista fastmótuð störf sem unnin eru að staðaldri og jafnframt að brott falli ákvæðið um laun verktaka vegna hliðstæðra starfa og við hliðstæðar aðstæður og við taki markaðslaun sem eru sannanlega 20% lægri samkvæmt mati Ó.T.G. upplýsinga- fulltrúa ISAL sem m.a. kom fram í Morgunblaðinu. Einnig kom fram í tilboði þeirra frá 14. des launa- hækkun um 24% út 2019 sem ekki stenst samanburð við rammasam- komulagið frá 1. maí sl. Grundvallarkrafa Það er grundvallarkrafa verkalýðs- félaganna að standa vörð um samn- ingsréttinn samkvæmt ákvæðum kjarasamningsaðila um laun og réttindi, það hefur enginn þurft að semja frá sér störf í lægra launa- og réttindakerfi og sporin hræða. Fyrir- tækið vill komast í samskipti við verktaka sem eru með starfsmenn frá starfsmannaleigum sem nýta sér erlenda starfsmenn og dæmi eru um svindl. Hér er vegið að þeim ávinningum sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna í Straumsvík hafa náð. En í dag þarf fyrirtækið tilkynna verktökum að þau verði að greiða sambærileg laun og upp- lýsa fulltrúa verkalýðsfélaganna um verktaka. Þessi ákvæði bera vott um fyrirhyggju verkalýðsfélaga með samning um þessi ákvæði á sínum tíma. Nú kemur upp hvert málið á fætur öðru á íslenskum launa- markaði um félagsleg og launaleg undirboð undirverktaka og jafnvel dæmi um mansal, í þessu umhverfi eru slíkar samþykktir nauðsyn. Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuðstöðvar RIO TINTO á heimsvísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórn- endum ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Í þessari baráttu megum ekki hopa en til þess þurfum við stuðning allrar verkalýðshreyfing- arnar og almennings í landinu. Samningsnefndinni hefur borist stuðningur frá fjölda verkalýðs- félaga og samtaka launafólks og einnig fylgist Industri all náið með deilunni og boðar stuðning í bar- áttunni við RIO TINTO á heimsvísu ef með þarf. Um hvað snýst kjaradeila verka- lýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Verkalýðsfélög starfsmanna ISAL eiga í baráttu við höfuð- stöðvar RIO TINTO á heims- vísu sem hefur ítrekað tekið umboð af SA og stjórnend- um ISAL og er nú að reyna að koma kjörum starfsmanna ISAL í ruslflokk. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur Neskirkju Í Fréttablaðinu síðastliðinn laug-ardag deildi Sif Sigmarsdóttir þeirri skoðun með lesendum að auka mætti lífsgæði fólks og nýta fjármagn betur með því að skipta prestum og kirkjum út fyrir ýmsa aðra starfsemi: „Út um allt land standa kirkjur sem reknar eru fyrir fé úr pyngjum skattgreiðenda.“ Og hún spyr hvort ekki mætti breyta þeim í félagsmiðstöðvar þar sem jógakennarar og bingóstjórar kæmu í stað presta, „og í staðinn fyrir þrúgandi þögn heyrðist þar tónlist, hlátur, skvaldur og slúður“. Í eðlilegum heimi hefði maður flissað í kampinn yfir svona löguðu en þegar kemur að umfjöllun um kirkju og kristni er við öllu að búast og yfirlýsingar sem þessar geta allt eins verið settar fram í fúlustu alvöru. Fyrst er þess að geta að kirkjur eru í eigu safnaðanna og ef hið opinbera tæki þær eignarnámi eins og hér er lagt til, yrði nú lítið eftir af eignarrétti fólks og félaga. Þá ætla ég ekki að telja upp framboð af skemmtilegheitum, hlátrasköllum og gleðigjöfum í kirkjum landsins, slík upptalning tæki engan enda. Ekki heldur nenni ég að fjasa yfir þeirri fásinnu að í safnaðarstarfi sem teygir sig út um allt byggt ból ríki þrúgandi þögn. Þúsundir kátra kirkjukórfélaga og æskulýðskrakka fara létt með að kveða slíkt í kútinn. Fyrir fáeinum árum varð ég vitni að því við messu í Sandgerði að prest- urinn bað þau sem aftast sátu eða stóðu að gæta sín á bílunum. Slíkur var fjöldinn að hluti messugesta var úti á bílastæðum þangað sem kraft- miklir tónar messunnar bárust! Hefur hlotið verðskuldað lof Engu að síður má nýta þetta tilefni til að benda á það verðskuldaða lof sem þjóðkirkjan hefur hlotið fyrir störf sín í þágu andlegrar vellíðun- Burt með kirkjurnar? ar, minnkandi streitu og geðheil- brigðis landsmanna. Slíkar raddir mættu fá að heyrast víðar. Á lands- móti æskulýðsfélaga þjóðkirkjunn- ar sem fram fór nú í vetur flutti ung kona, Marta Ferrer, ávarp og lýsti því hvernig þátttaka í kirkjulegu starfi ungs fólks nýttist henni er hún á unglingsárum háði baráttu við geðhvörf. Aðrir sem til þekkja, hafa svipaða sögu að segja. Í kjöl- far náttúruhamfara á Vestfjörðum og Suðurlandi kom í ljós hversu mikill fengur var í prestunum sem þar þjónuðu. Eftir að áfallateymin höfðu lokið sínu starfi héldu prest- arnir áfram samskiptum við fólkið, veittu sálgæslu og annan stuðning. Þá er ótalinn þáttur sjúkrahús- presta sem hafa margsannað gildi sitt innan heilbrigðisgeirans. Svanur Kristjánsson prófess- or flutti nýverið ávarp á þingi Pírata um geðheilbrigðismál þar sem hann tíundaði helstu bak- hjarla fólks sem glímir við geðræn vandamál og aðstandenda þess. Í því sambandi sagði hann: „Kirkjan mín, Neskirkja, hjálpaði mér til að rækta trú á almættið, kærleika og von.“ Þessi þáttur í starfi kirkj- unnar er vanmetinn ásamt mörgu öðru. Í kirkjunni mætum við fólki á þess eigin forsendum og miðlum því skilyrðislausri umhyggju. Spyrja má hvort ekki sé frekar þörf á því að efla slíka þjónustu fremur en að kasta henni fyrir róða. Fyrir fáeinum árum varð ég vitni að því við messu í Sand- gerði að presturinn bað þau sem aftast sátu eða stóðu að gæta sín á bílunum. Slíkur var fjöldinn að hluti messu- gesta var úti á bílastæðum þangað sem kraftmiklir tónar messunnar bárust! Ein mesta kjarabót sem íslenskir leiðsögumenn gætu orðið sér úti um er sterkt og öflugt stéttarfélag! Félag leiðsögumanna hefur um árabil verið tvískipt og hefur annar helmingurinn kallast fagfélag, en hinn stéttarfélag. Þessi tvískipt- ing mun einstök meðal íslenskra stéttarfélaga og vandséð að hún sé til bóta í kjarabaráttu. Fagfélagið er opið eingöngu þeim leiðsögu- mönnum sem lokið hafa námi við svokallaða „viðurkennda“ leiðsögu- skóla, hvort sem þeir starfa við fagið eða ekki. Þeir skólar sem eru „viður- kenndir“ af Félagi leiðsögumanna um þessar mundir eru Leiðsögu- skólinn í Kópavogi, Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólinn á Akureyri. Ferðamálaskóli Íslands og Keilir njóta ekki viðurkenningar félagsins. Leiðsögumönnum sem lokið hafa prófi frá þessum skólum er því meinað að bera merki félags- ins við störf. Eini gildi mælikvarðinn sem til er á menntun leiðsögumanna er evr- ópskur staðall sem Ísland er aðili að en það er óunnið verk að nýta hann sem mælistiku á það nám sem í boði er hérlendis. Starfsgreinaráð er þó byrjað á fyrstu skrefum að því marki og væntanlega í samstarfi við þar til bæra aðila. Eftirsóttir starfskraftar Það munu vera hátt á annað þús- und leiðsögumenn í fullu starfi eða hlutastarfi hjá hinum ýmsu ferða- skrifstofum og ferðafyrirtækjum og lætur nærri að um helmingur þeirra hafi viðurkennda leiðsögumenntun, hinn helmingurinn hafi ófullnægj- andi menntun eða alls enga. Skal þó tekið fram svo því sé til haga haldið að margir þeir sem starfa við leiðsögn – án menntunar sem slíkir – og hafa gert það um langan tíma, hafa ítrekað sannað sig í starfi og eru eftirsóttir starfskraftar. En tvískipting Félags leiðsögu- manna hefur leitt til þess að fjöldi leiðsögumanna með gild leiðsögu- réttindi telur sig ekki eiga samleið með félaginu og er það miður. Þessi fjöldi mun nema nær helmingi starf- andi leiðsögumanna og það segir sig sjálft, að meðan allur sá fjöldi telur sig ekki eiga erindi í Félag leiðsögu- manna er samtakamáttur félagsins harla lítill og lítt vænlegur til að stuðla að framförum í þeirra starfs- umhverfi eða kjörum. Þá má einnig benda á, að ferða- mennska og ferðaþjónusta er að verða gríðarlega fjölbreytt og það kallar á fjölbreyttara leiðsögunám en nú er í boði. Jökla- og fjallaleið- sögumenn eru skýr dæmi, en það má einnig nefna safna- og staðar- leiðsögumenn sem dæmi um leið- sögumenn sem hugsanlega þyrftu öðruvísi nám en það sem nú er í boði. Mikilvægt er að bjóða þessum fjölbreytta hópi eðlilega aðild að Félagi leiðsögumanna. Laun lækkað í verðgildi Ef litið er á launataxta í greininni er ljóst að þeir eru ekki í samræmi við menntun leiðsögumanna, sem margir hverjir hafa háskólamennt- un að baki og ýmsa sérþekkingu. Einnig má minna á að það er fleira en kaupið sem telur, það þarf líka að ræða kjör á borð við aðstæður á vinnustað og vinnutíma. Þá myndi öflugt félag geta tekið á menntunar- kröfum á ákveðnari hátt en nú er. Á það hefur verið bent að meðan ferðamönnum fjölgi og fleiri leið- sögumenn eru kallaðir til starfa, þá hafa laun leiðsögumanna í raun lækkað að verðgildi. Við slíkri öfugþróun verður metnaðarfull starfsgrein að sporna með samtaka- mætti. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er félag, sem opið er öllum starf- andi leiðsögumönnum og sem þeir sjá ávinning af þátttöku í. Að því marki þurfum við leiðsögumenn öll að stefna og komandi aðalfundur Félags leiðsögumanna er mikilvæg- ur leiðarsteinn í þá átt. Opnum leiðsögumannafélagið! En tvískipting Félags leið- sögumanna hefur leitt til þess að fjöldi leiðsögumanna með gild leiðsöguréttindi telur sig ekki eiga samleið með félaginu og er það miður. Gylfi Ingvarsson talsmaður samn- inganefndar starfsmanna ISAL Jakob S. Jónsson leiðsögumaður 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.