Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 41

Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 41
Nauðsynlegt að hafa e igin þjálfara til að ná árang ri lega líkamlega sterkir. Þannig hafa margir íþróttamenn sem ég þjálfa hér á landi forskot miðað við erlenda íþróttamenn, í raun bæði þegar kemur að styrk og vinnusemi. En það sem íslenska íþróttamenn skortir hins vegar, í samanburði við erlenda íþrótta­ menn, er hvatningin. Erlendis bíða aðrir íþróttamenn í röðum eftir að komast að í liðum en hér á landi er samkeppnin ekki með sama hætti. Atvinnumennskan hér á landi á enn talsvert langt í land, miðað við nágrannalönd ykkar. Enda skortir sjaldan hvatningu hjá atvinnumönnum í íþróttum sem jafnvel þéna hátt í milljarð á ári.“ Sparar tíma og peninga Hann ítrekar nauðsyn þess að hafa sinn eigin þjálfara, sé mark­ miðið að ná hámarks árangri. „Fyrir þá sem ekki eru íþrótta­ menn skiptir góður þjálfari öllu máli til að stýra viðkomandi í rétta átt og að ná markmiðum sínum með fljótari hætti en ella. Fyrir íþróttamenn skiptir það þó öllu máli að vera með þjálf­ ara. Þjálfun afreksíþróttamanns er flókið ferli og laga þarf þjálf­ un að hverjum og einum og um leið að viðkomandi íþrótt. Um leið er afar auðvelt að gera ein­ hverjar vitleysur. Þannig er auð­ velt að eyða bæði tíma og pening­ um í vitleysu og það sem verra er, árangurinn gæti versnað og meiðslahættan aukist sem er auð­ vitað algjör óþarfi.“ Til að ná góðum árangri er mikil vægt að hafa nokkra þætti í huga, segir Mark. „Það er mikil­ vægt að taka æfingarnar alvar­ lega, hlusta vel á hvað þjálfar­ inn vill að þú gerir, bæði í rækt­ inni og í eldhúsinu. Íþróttamenn eiga að setja sér skýr markmið og vinna jafnt og þétt að þeim.“ Mataræðið skiptir líka miklu máli, að sögn Marks. Sé borðað­ ur hollur matur verði maður heil­ brigðari og léttari. „Þar mæli ég með fæði sem inniheldur mikið kolvetni, litla fitu og ég legg mikla áherslu á grænmeti og ávexti.“ Heimagert hrökkbrauð er ótrúlega hollt og gott. Brauðið er best þegar það er nýtt. Alls kyns álegg passar vel með hrökkbrauðinu, allt eftir smekk. 1 dl haframjöl 2 msk. hveiti 1 tsk. salt 30 g rifinn parmesanostur 2 msk. kotasæla 1,5 tsk. lyftiduft 3 egg 1 tsk. kanill 4 dl fræblanda Blandið saman hafragrjónum, fræblönd- unni, salti og lyftidufti. Hrærið saman og síðan osti, kotasælu og eggjum. Bland- ið allt vel saman. Breiðið bökunarpapp- ír á ofnplötu og hellið blöndunni ofan á pappírinn. Blandan á að þekja 2/3 af plöt- unni. Brauðið á að vera örlítið þykkara en venjulegt hrökkbrauð. Dreifið sjávarsalti og sesamfræjum yfir. Hitið ofninn í 225°C og bakið brauðið í u.þ.b. 13 mínútur. Skiptir brauðinu í jafna hluta þegar það kemur úr ofninum. Kælið síðan á rist. Uppskriftin gefur 12 sneiðar og hver þeirra er um 182 hitaeiningar. Heimagert Hrökkbrauð Tilboðsverð kr. 159.615,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Með fylgir uppskriftarbók og DVD diskur. Lífstíðareign! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Kynningarblað heilsa og fegurð 25. febrúar 2016 11

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.