Fréttablaðið - 25.02.2016, Page 44

Fréttablaðið - 25.02.2016, Page 44
Lesinn texti fyrir skjáauglýsingu: NÝTT ERFIÐUR MORGUNN? FÁÐU FRÍSKLEGT ÚTLIT SAMSTUNDIS „Við leggjum ríka áherslu á að við- skiptavinir fái góða upplifun hvort sem þeir skreppa úr vinnu í litun og plokkun eða koma í heilan dek- urdag með sínum uppáhalds. Héðan fara allir út léttari og brosmildari,“ segja Sigríður Hilmarsdóttir og Ástríður Einarsdóttir hjá Laugar Spa. „Þá er hægt að mæta vel fyrir bókaðan tíma, slaka á eða hita upp líkamann og mýkja vöðva í gufum og pottum Betri stofunnar. Síðan fá viðskiptavinir það dekur sem þeir óska eftir hjá nuddara eða snyrti- fræðingi. Að því loknu er hægt að leggjast við arineldinn og fá sér smá blund þar til garnirnar fara að gaula en þá má trítla á baðsloppn- um inn á veitingastaðinn og fá sér í svanginn. Boðið er upp á einstak- lings, para- og vinkonudekur en þá er hægt að vera saman í herbergi, til dæmis í nuddi eða fótsnyrtingu. Einnig er yndislegt fyrir verðandi mæður að koma og fá gott nudd þar sem við erum með sérútbúinn bekk fyrir þær svo þær geta legið á mag- anum. Í Laugum Spa er boðið upp á líf- rænar og náttúrulegar líkams- og andlitsmeðferðir. „Við notum Laug- ar Spa-vörurnar sem eru búnar til úr jurtum og lífrænum olíum úr Dauða hafinu og blöndum þeim ávallt eftir þörfum hvers og eins. Þá erum við með bæði líkams- og and- litsmeðferðir frá Comfort Zone sem er mjög virt ítalskt vörumerki og sömuleiðis mjög virka ávaxtasýru- meðferð frá Murad. Eins erum við með snillinga í brasilísku vaxi og mótun augabrúna. Nýjasta andlits- og líkamsmeð- ferðin í Laugum Spa er svokölluð LPG-meðferð. „Við erum mjög stolt- ar af henni en hún mun koma í stað- inn fyrir margar minniháttar lýta- aðgerðir. Þetta er sogæðanudd með endermology-aðferð. Meðferðin er framkvæmd með LPG-tæki af fag- aðila sem hefur sérhæft sig í notkun þess. Tækið er eins konar ryksuga sem hefur sérstakan stút sem renn- ur eftir húðinni og nær þannig fram miklu og góðu djúpnuddi sem eykur súrefnisflæði í húðinni. Meðferðin vinnur vel á appelsínuhúð, harðri fitu og misfellum sem geta myndast eftir örvefi eða mikið þyngdartap. Húðin verður stinn, slétt og ungleg á eftir. Andlitsmeðferðin frískar upp á og stinnir húðina, viðskipta- vinir okkar tala um að þeir taki eftir því að hrukkurnar minnka og langflestir koma aftur og aftur,“ segja þær. Betri stofan er að þeirra sögn alltaf mjög vinsæl en þangað geta jafnt einstaklingar, pör, vina- og vinkonuhópar komið til að slaka á og endurnæra sig á líkama og sál. Eins er hægt að fá mat og drykk í veitingastofu Betri stofunnar. Í Betri stofunni eru sex mismun- andi heitar blaut- og þurrgufur ásamt heitum og köldum pottum og fótlaugum. Í arinstofunni er svo gott að leyfa sér að taka blund eða stunda hugleiðslu. Allar nánari upplýsingar er að finna á laugarspa.is. Rík áhersla á góða upplifun Laugar Spa hefur verið starfrækt síðan 2004. Boðið er upp á ótal meðferðir og mikla fjölbreytni. Nuddað er upp úr súkkulaði, kókosolíu og Epsom-salti svo eitthvað sé nefnt og boðið upp á allt frá 10 mínútna nuddi í heilan dekurdag þar sem hugsað er fyrir öllum þörfum. „Við notum Laugar Spa-vörurnar sem eru búnar til úr jurtum og lífrænum olíum,“ segir Ástríður. MYNDIR/HANNA Nýjasta andlits- og líkamsmeðferðin í Laugar Spa er svokölluð LPG-meðferð. „Hún mun koma í staðinn fyrir margarar minniháttar lýtaaðgerðir,“ segir Sigríður. HeILSA oG feGuRð Kynningarblað 25. febrúar 201614

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.