Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2016, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 25.02.2016, Qupperneq 48
Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínum má skipta í tvo flokka: fituleysanleg og vatns­ leysan leg. Fituleysanleg vítamín eru aðal­ lega í feitum matvælum, eins og dýrafitu, jurtaolíu, mjólkurvörum, lifur og feitum fiski. Ef borðað er umfram þörf af fituleysanlegum vítamínum safnast þau fyrir í lík­ amanum, einkum í lifur og fituvef, og líkaminn getur nýtt þau síðar. Þess vegna getur verið ágætt að hafa smábirgðir í líkamanum en ef of mikið safnast upp getur það vald­ ið skaða. Fituleysanlegu vítamínin eru A­vítamín, D­vítamín, E­vítam­ ín og K­vítamín. Vatnsleysanleg vítamín varðveit­ ast ekki í líkamanum og því þarf að neyta þeirra oftar en þeirra fitu­ leysanlegu. Ef líkaminn fær stærri skammta af vatnsleysanlegum víta­ mínum en hann þarf á að halda losar hann sig við umframmagn með þvagi. Vatnsleysanleg vítamín er að finna í ávöxtum, grænmeti og korni. Vatnsleysanlegu vítamínin eru B1­, B2­, B6­ og B12­vítamín, pantóþen­ sýra, fólat, C­vítamín og bíótín. A-vítamín (retínól) A­vítamín eða retínól er fitu­ leysanlegt vítamín. Það er nauð­ synlegt fyrir sjón, ónæmiskerfið, frjósemi, slímhimnur, vöxt og stýringu erfða. A­vítamín er í töluverðu magni í til dæmis lifur, fiski, eggjum og mjólkurvörum, en einnig er töluvert af A­vítamíni í dökkgrænu grænmeti. D-vítamín D­vítamín fæst einkum úr lifrar­ lýsi fiska, eggjum og mjólkur­ vörum. D­vítamín er talið gott við nethimnubólgum í augum, beingisnun og lélegum tönnum, læknar beinkröm í börnum og er nauðsynlegt til að bein grói. E-vítamín (tocoferol) Hveitikím og hveitikímolía eru bestu náttúrlegu E­vítamín­ gjafarnir. Það finnst einnig í sólblóma­, þistil­, soja og maísolíu, heilkorni, baunum, hnetum, tóm­ ötum, gulrótum, hrognum, smjöri, eggjum og fleiru. E­vítamín ver frumur líkamans fyrir óæskilegum áhrifum súrefnis. Það hjálpar til við að halda vöðvum heilbrigðum og varnar því að fita í fæðunni og einnig innan líkamans þráni. B1-vítamín (þíamín) B1­vítamín er helst að finna í aspas, brokkólí, hnetum, plómum, haframjöli, hveitiklíði og mörgum kornvörum. Það örvar blóðrásina og er nauðsynlegt fyrir starfsemi taugakerfisins. Einnig er það gott fyrir uppbyggingu vöðva og hefur góð áhrif á heilastarfsemina. Það tekur þátt í efnaskiptum kolvetna og er einnig mikilvægt fyrir meltingu próteina og fitu. B2-vítamín Mest er af B2­vítamíni í lifur og nýrum en aðaluppspretta þess er í mjólkurvörum, aðeins minna í kjöti og kornvörum, ýmsu græn­ meti, ávöxtum og fiski. Nauðsyn­ legt fyrir efnaskipti líkamans og upptöku á járni. Það eykur fram­ leiðslu rauðra blóðfruma. B6-vítamín (pyridoxín) Finnst aðallega í kjöti, fiski, heilu korni, eggjum, grænmeti og fleiri fæðutegundum. Ómissandi við myndun rauðra blóðkorna og til að varnarkerfi líkamans starfi rétt. Nauðsynlegt fyrir upptöku á B12­ vítamíni og myndun magasýru. B12-vítamín (cyanocobalamín) B12 fæst einkum úr kjötvörum, sér í lagi lifur. Nauðsynlegt fyrir taugakerfið, hindrar pirring, eykur vellíðan og bætir minnið, einbeitingu og sálrænt jafnvægi. Það er ómissandi fyrir myndun blóðrauða, þar sem það vinnur með fólínsýru og járni. Fólínsýra (fólasín, fólat, úr B-vítamínflokknum) Fólínsýra fæst einkum úr nýju dökkgrænu blaðgrænmeti, lifur, nýrum, kjöti og hveitikími. Nauð­ synleg fyrir frumuskiptingu. Án hennar geta frumur ekki skipt sér. C-vítamín (askorbínsýra) C­vítamín fæst einkum úr ávöxtum, berjum og grænmeti, sítrónum, appelsínum, kíví, mel­ ónum, eplum, perum, bláberjum og ótalmörgu fleiru. C­vítamín vinnur gegn þreytu og er nauð­ synlegt fyrir heilbrigðan bandvef, bein, vöðva og slímhúð. Það hjálpar til við upptöku járns og B­vítamíns í meltingarfærunum. Fróðleikur um nokkur vítamín Að taka vítamín í töfluformi hefur ekki sömu kosti og að fá þau beint úr fæðu. Talið er að vítamín og næringarefni í fæðunni spili saman með öðrum efnasamböndum sem gefi jákvæða útkomu. Ein og sér gætu vítamínin verið minna gagnleg. Besta leiðin til að fá nauðsynleg vítamín og steinefni er því að neyta hollrar, fjölbreyttrar fæðu með góðum skammti af ávöxtum og grænmeti. Að borða hollan og fjölbreyttan mat er besta leiðin til að fá þau vítamín sem nauð- synleg eru. SagaMedica býður upp á marg­ ar áhugaverðar vörur úr hvönn og fer SagaPro, við tíðum þvag­ látum, þar fremst í flokki, en sú vara er nú fáanleg í hundruðum verslana í Norður­Ameríku. SagaPro er fyrsta íslenska nátt­ úruvaran sem er klínískt rannsök­ uð. Ingibjörg Ásta Halldórsdótt­ ir, sölu­ og markaðsstjóri hjá SagaMedica, segir að fyrirtækið sé leiðandi í framleiðslu á vörum úr íslenskri náttúru. „Fyrirtæk­ ið varð til út frá rannsóknum á ís­ lenskum jurtum og er því rann­ sóknarstarf SagaMedica horn­ steinninn að fyrirtækinu. Sú jurt sem sýndi mestu virknina í rann­ sóknum var íslenska hvönnin. ,,Aðal tínslusvæði hvannarinnar er í Hrísey en eyjan er vistvænt vottuð. Framleiðsluaðferðir Saga­ Medica eru mjög náttúruvænar og speglar vörulína fyrirtækis­ ins íslenskan hreinleika. SagaPro „Úr laufum hvannarinnar varð til SagaPro en hún er fyrsta íslenska varan sem var klínískt rannsök­ uð. SagaPro virkar vel við tíðum þvaglátum. Varan hentar vel konum og körlum með minnk­ aða blöðrurýmd og einkenni of­ virkrar blöðru sem er algengt vandamál. SagaPro bætir lífs­ gæði þeirra sem glíma við þetta vandamál. Það hefur sýnt sig að SagaPro fækkar mjög salernisferðum jafnt að degi sem nóttu og bætir svefn­ inn. Ákveðnir lífsstílshópar sækja líka í auknum mæli í þessa vöru til að geta stundað áhugamál sín án vandkvæða, þetta eru til að mynda golf­ arar, hlauparar, göngufólk og fólk sem stundar hjólreiðar. Þessi vara hefur verið á markaðnum frá því árið 2005 og nýtur sívax­ andi vinsælda,“ segir Ingibjörg. Angelica SagaMedica framleiðir Angel­ icu sem virkar vel gegn kvefi og öðrum vetrarpestum. „Fólki finnst Angelica vera mjög orku­ gefandi og því finnst afköstin aukast,“ segir Ingibjörg. Angel­ ica er bæði fáanleg í vökva­ og töfluformi. SagaMemo „SagaMemo hefur góð áhrif á minnið. SagaMemo er unnið úr fræjum hvannarinnar og blá­ gresi. SagaMemo er notað af fólki sem vill viðhalda heilbrigðu minni.“ Voxis Voxis eru hálstöfl­ ur sem SagaMedica framleiðir. „Töfl­ urnar gagnast við kvefi, mýkja háls­ inn og röddina. Þeir sem hafa notað Voxis eru ánægðir, þar á meðal eru kennarar og söngvar­ ar,“ segir Ingibjörg. „Við fáum mikið af pöntunum erlendis frá en ferðamenn sem hafa komið hingað til lands hafa fall­ ið fyrir Voxis. Töflurnar eru einstaklega bragðgóð­ ar og virka vel á særindi og eymsli í hálsi. Eins og aðrar vörur SagaMedica er Voxis framleitt úr hvönn en auk þess innihalda þær mentól. Til gamans má geta þess að nafnið þýðir íslensk rödd en „vox“ þýðir rödd á latínu og „is“ er landskóði Íslands.“ Allar vörur SagaMedica fást í helstu heilsuvöruverslunum, apó- tekum, stórmörkuðum og í Fríhöfn- inni. Skoðið heimasíðuna: www.saga medica.is Náttúruvörur sem bæta lífsgæðin SagaMedica framleiðir hágæða náttúruvörur úr íslenskri hvönn og markaðssetur þær beggja vegna Atlantshafsins ásamt því að hafa náð góðum árangri innanlands. Fyrirtækið á sér langa sögu sem hófst með rannsóknum dr. Sigmundar Guðbjarnasonar á íslenskum lækningajurtum. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, sölu- og markaðsstjóri SagaMedica, segir að fyrirtækið sé leiðandi í framleiðslu á vörum úr íslenskri náttúru. MYND/STEFÁN Aðaltínslusvæðið er í Hrísey en eyjan er vist- vænt vottuð. Fram- leiðsluðaferðir Saga- medica eru mjög náttúruvænar og speglar vörulína fyrirtækisins íslenskan hreinleika. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir HEIlSA og FEgurð Kynningarblað 25. febrúar 201618
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.